Stærri fjölmiðlar ógni tilvist þeirra smærri

Í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, kemur fram að íslenskir blaðamenn telji „úrelt“ lög hamla birtingu frétta.

Höskuldur Þórhallsson í tröppunum
Auglýsing

Stærri fjöl­miðl­ar, sem tengdir eru mik­il­vægum við­skipta­blokkum og jafn­framt póli­tískum öfl­um, ógna til­vist smærri sjálf­stæðra miðla.

Þetta kemur fram í skýrslu GRECO, sam­taka ríkja sem horfa fyrst og síð­ast á spill­ingu, ann­ars vegar meðal vald­hafa; for­seta, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra og ann­arra hand­hafa æðstu emb­ætta og hins vegar í lög­gæsl­unni; lög­reglu, Land­helg­is­gæsl­unni og toll­gæsl­unni. Skýrslan birt­ist í dag. 

Skýrslu­höf­undar taka það fram að íslenskir fjöl­miðlar gegni veiga­miklu hlut­verki í að koma í veg fyrir mis­gerðir og spill­ingu með umfjöll­unum sín­um. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni er bent á að rann­sókn­ar­blaða­mennska á Íslandi þurfi að standa frammi fyrir margs konar laga­á­kvæðum sem íslenskir blaða­menn segja „úrelt“. Þessi ákvæði væru ítrekað notuð til að hindra birt­ingu við­kvæmra frétta. Þá er bent á að nokkur mál hafi verið rekin fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu.

Í skýrsl­unni er enn fremur mælst til þess að settar verði reglur um sam­­skipti æðstu hand­hafa fram­­kvæmda­­valds við hags­muna­að­ila og aðra aðila sem leit­­ast eftir því að hafa áhrif á und­ir­­bún­­ing lög­­gjafar og önnur störf stjórn­­­valda. Einnig að hags­muna­­skrán­inga­­kerfi æðstu hand­hafa fram­­kvæmda­­valds verði bætt, sér í lagi með því að taka til­­lit til verð­­mætis eigna þeirra, fjár­­hæðar fram­laga til þeirra og skuld­bind­inga. 

Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skrán­ing­­ar­­skyld­una og láta hana ná yfir maka og börn á for­ræði við­kom­andi, með til­­liti til þess að slíkar upp­­lýs­ingar þyrfti ekki end­i­­lega að birta opin­ber­­lega. GRECO vill einnig að settar verði reglur um störf æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds eftir að störfum fyrir hið opin­bera lík­­­ur.

Átján ábend­ingar til úrbóta koma fram í skýrsl­unni, þar af níu varð­andi æðstu hand­hafa fram­­kvæmda­­valds og níu á sviði lög­­­gæslu. Stjórn­­völdum er veittur frestur til 30. sept­­em­ber 2019 til að bregð­­ast við ábend­ing­un­­um.

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent