Stærri fjölmiðlar ógni tilvist þeirra smærri

Í skýrslu GRECO, samtaka ríkja gegn spillingu, kemur fram að íslenskir blaðamenn telji „úrelt“ lög hamla birtingu frétta.

Höskuldur Þórhallsson í tröppunum
Auglýsing

Stærri fjöl­miðl­ar, sem tengdir eru mik­il­vægum við­skipta­blokkum og jafn­framt póli­tískum öfl­um, ógna til­vist smærri sjálf­stæðra miðla.

Þetta kemur fram í skýrslu GRECO, sam­taka ríkja sem horfa fyrst og síð­ast á spill­ingu, ann­ars vegar meðal vald­hafa; for­seta, ráð­herra, ráðu­neyt­is­stjóra og ann­arra hand­hafa æðstu emb­ætta og hins vegar í lög­gæsl­unni; lög­reglu, Land­helg­is­gæsl­unni og toll­gæsl­unni. Skýrslan birt­ist í dag. 

Skýrslu­höf­undar taka það fram að íslenskir fjöl­miðlar gegni veiga­miklu hlut­verki í að koma í veg fyrir mis­gerðir og spill­ingu með umfjöll­unum sín­um. 

Auglýsing

Í skýrsl­unni er bent á að rann­sókn­ar­blaða­mennska á Íslandi þurfi að standa frammi fyrir margs konar laga­á­kvæðum sem íslenskir blaða­menn segja „úrelt“. Þessi ákvæði væru ítrekað notuð til að hindra birt­ingu við­kvæmra frétta. Þá er bent á að nokkur mál hafi verið rekin fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stóli Evr­ópu.

Í skýrsl­unni er enn fremur mælst til þess að settar verði reglur um sam­­skipti æðstu hand­hafa fram­­kvæmda­­valds við hags­muna­að­ila og aðra aðila sem leit­­ast eftir því að hafa áhrif á und­ir­­bún­­ing lög­­gjafar og önnur störf stjórn­­­valda. Einnig að hags­muna­­skrán­inga­­kerfi æðstu hand­hafa fram­­kvæmda­­valds verði bætt, sér í lagi með því að taka til­­lit til verð­­mætis eigna þeirra, fjár­­hæðar fram­laga til þeirra og skuld­bind­inga. 

Þá verði athugað hvort efni séu til að víkka skrán­ing­­ar­­skyld­una og láta hana ná yfir maka og börn á for­ræði við­kom­andi, með til­­liti til þess að slíkar upp­­lýs­ingar þyrfti ekki end­i­­lega að birta opin­ber­­lega. GRECO vill einnig að settar verði reglur um störf æðstu hand­hafa fram­­kvæmd­­ar­­valds eftir að störfum fyrir hið opin­bera lík­­­ur.

Átján ábend­ingar til úrbóta koma fram í skýrsl­unni, þar af níu varð­andi æðstu hand­hafa fram­­kvæmda­­valds og níu á sviði lög­­­gæslu. Stjórn­­völdum er veittur frestur til 30. sept­­em­ber 2019 til að bregð­­ast við ábend­ing­un­­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent