Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur tíst fimm sinnum í dag um James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI sem hann rak úr embætti fyrir tæpu ári síðan. FBI var þá að rannsaka meint samráð forsetans og kosningateymi hans við Rússa.
Á þriðjudag er væntanlega endurminningabók Comey þar sem hann kallar forsetann meðal annars siðlausan. Fjölmiðlar ytra hafa birt hluta af bókinni nú þegar sem virðist hafa komið Trump rækilega úr jafnvægi.
Trump hóf daginn á því að kalla Comey slímbolta eða „slimeball“.
Unbelievably, James Comey states that Polls, where Crooked Hillary was leading, were a factor in the handling (stupidly) of the Clinton Email probe. In other words, he was making decisions based on the fact that he thought she was going to win, and he wanted a job. Slimeball!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2018
Síðan fór hann að tala um bókina, sem hann segir vera að fá lélega dóma, í einhvers konar ranti þar sem hann leggur meðal annars til að Comey sé stungið í fangelsi fyrir að hafa lekið trúnaðarupplýsingum og logið að þingnefnd. Hann hélt síðan áfram að ræða fyrrverandi dómsmálaráðherrann Lorettu Lynch, sem Comey mun nefna í bókinni í tengslum við tölvupósta vandræði Hillary Clinton í kosningabaráttunni.
The big questions in Comey’s badly reviewed book aren’t answered like, how come he gave up Classified Information (jail), why did he lie to Congress (jail), why did the DNC refuse to give Server to the FBI (why didn’t they TAKE it), why the phony memos, McCabe’s $700,000 & more?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2018
Comey throws AG Lynch “under the bus!” Why can’t we all find out what happened on the tarmac in the back of the plane with Wild Bill and Lynch? Was she promised a Supreme Court seat, or AG, in order to lay off Hillary. No golf and grandkids talk (give us all a break)!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2018
Trump skipti síðan snögglega yfir í lofræðu um loftárásirnar í Sýrlandi í fyrri nótt áður en hann hélt áfram að barma sér yfir Comey. Hann sagðist aldrei hafa beðið Comey um persónulegan trúnað. Hann hafi varla þekkt hann. Comey sé lygari og endurminningarnar eigingjarnar og falsaðar.
I never asked Comey for Personal Loyalty. I hardly even knew this guy. Just another of his many lies. His “memos” are self serving and FAKE!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2018
Trump sagðist að lokum, í fimmta og síðasta tístinu, að Comey væri ekki vel gefinn og að sagan muni dæma hann sem lang lélegasta forstjóra FBI í sögunni.
Slippery James Comey, a man who always ends up badly and out of whack (he is not smart!), will go down as the WORST FBI Director in history, by far!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2018