Vilja kenna fjármálalæsi á öllum skólastigum

Félagið Fjárráður mun halda utan um jafningjafræðslu í fjármálalæsi á öllum skólastigum. Að stofnun félagsins koma nokkrir nemendur Háskóla Íslands.

haskoli-islands_14524139113_o.jpg
Auglýsing

Nokkrir nem­endur við Háskóla Íslands hafa stofnað félagið Fjár­ráð sem er ætlað að halda utan um jafn­ingja­fræðslu um fjár­mála­læsi og hvað beri að hafa í huga varð­andi fjár­mál. Félagið hyggst kenna nem­endum á öllum stigum skóla­kerf­is­ins um helstu atriði hvað varðar lán­töku, sparnað og fjár­mál almennt. Að stofnun félags­ins koma Emil Dags­son, meist­ara­nemi í fjár­mála­hag­fræði, Jónas Már Torfa­son, nemi í lög­fræði, Mar­inó Örn Ólafs­son, nemi í hag­fræði og Ingiríður Hall­dórs­dóttir nemi í þjóð­fræði en þau hafa öll verið virk í hags­muna­bar­áttu stúd­enta.

Emil Dagsson.Þau ákváðu að stofna félagið því þeim fannst vanta grunn­fræðslu á fjár­málum í skóla­kerf­ið. Emil segir að þau finni fyrir að mikið af fólki á þeirra aldri eigi í erf­ið­leikum með að skilja fyr­ir­bæri tengd fjár­mál­um.

„Það kann­ast margir við fra­sann: „Ég borga og borga niður lánin mín en þau hækka bara og hækka“ hér er mjög lík­legt að við­kom­andi hefur tekið verð­tryggt lán og geri sér ekki grein fyrir hvaða skil­yrði lágu þar að baki. Í heimi þar sem lán­taka er nær óhjá­kvæmi­leg og alltaf að verða auð­veld­ara að næla sér í lán er nauð­syn­legt að við­eig­andi fræðsla eigi sér stað í þeim mál­u­m.“ segir Emil.

Auglýsing

Aðspurður hvort stofnun félags­ins séu við­brögð við nýút­kominni fjár­mála­á­ætlun segir Emil að það mætti kannski segja það. Félagið hafi verið í kort­unum í smá tíma en þegar þessi umræða um fjár­mála­læsi byrj­aði ákváðu þau að þetta væri kjör­inn tími til að stofna það.

Í fjár­mála­á­ætl­un­inni sem kom út fyrr í mán­uð­inum kemur fram að lélegt fjár­mála­læsi hjá almenn­ingi sé ákveðin áskorun þar sem aukin hætta sé á að fólk lendi í fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. Einnig kemur fram að mik­il­vægt sé að efla kennslu í fjár­mála­læsi strax frá unga aldri þar sem aukið fjár­mála­læsi stuðlar að fjár­hags­legri vel­ferð bæði ein­stak­linga og sam­fé­lags­ins í heild. Orða­lagið í fjár­mála­á­ætl­un­inni hefur verið gagn­rýnt, þá helst af fólki á vinstri væng stjórn­mál­anna.

„Ef ég skil þá umræðu rétt þá er fólk reitt yfir því að stjórn­völd telji að aukn­ing ein­stak­linga í greiðslu­að­lögun sem til­heyra ald­urs­hópnum 18-29 ára, sem hefur hækkað um rétt undir 10 pró­sent á sein­ustu fimm árum, megi rekja til lélegs fjár­mála­læsis hjá þeim sam­fé­lags­hópi. Þær raddir sem hafa gagn­rýnt þetta bentu rétti­lega á að þessi hækkun gæti líka verið afleið­ingar þess að fólk í þessum sam­fé­lags­hópi eiga hrein­lega ekki efni á að greiða lánin sín og endi þannig í van­skil­um, sem mér finnst alveg raun­mæt gagn­rýn­i.“ segir Emil.

Rekur hluta skýr­ing­ar­innar til auk­ins fram­boðs á smá­lánum

„Þó finnst mér ekk­ert ósenni­legt heldur að hluta þeirrar hækk­unar megi rekja til þessa gríð­ar­legu aukn­ingar á fram­boði á lánum sem við höfum séð t.d. með allri þess­ari smá­lána­starf­semi sem er að aug­lýsa mjög víða. Ég held alveg örugg­lega að hluti þeirra sem taka slík lán átta sig ekki endi­lega á þeim skil­málum og þeirri fjár­hags­legu ábyrgð sem þau eru að taka sér og eru þar með lík­legri til að lenda í van­skil­u­m.“ segir Emil. Hlut­fall ungs fólk, á aldr­inum 18-29 ára, sem leitar til Umboðs­manns skuld­ara í greiðslu­vanda vegna smá­lána hefur marg­fald­ast á síð­ustu árum.

„Ég tel senni­legt að hluta þeirrar hækk­unar megi rekja til lélegs fjár­mála­læsis þar sem t.d. Ísland er neðar öðrum OECD ríkjum þegar fjár­mála­læsi er skoð­að. Þá er ekki hægt að full­yrða að hækk­unin er öll vegna þess. Það hljóta vera fullt af liðum sem koma að þess­ari hækkun og alls ekk­ert neitt eitt, það þarf lík­lega bara að skoða aðeins betur hvað liggur að baki þess­ari hækkun til að skilja betur hvað er að ger­ast þarna.“ segir Emil.

Félagið verður stofnað klukkan eitt í dag og mun Katrín Júl­í­us­dótt­ir, for­maður Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og Breki Karls­son for­stöðu­maður Stofn­unar um fjár­mála­læsi halda erindi á fund­inum sem verður hald­inn í stofu 103 í Lög­bergi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent