Vilja kenna fjármálalæsi á öllum skólastigum

Félagið Fjárráður mun halda utan um jafningjafræðslu í fjármálalæsi á öllum skólastigum. Að stofnun félagsins koma nokkrir nemendur Háskóla Íslands.

haskoli-islands_14524139113_o.jpg
Auglýsing

Nokkrir nem­endur við Háskóla Íslands hafa stofnað félagið Fjár­ráð sem er ætlað að halda utan um jafn­ingja­fræðslu um fjár­mála­læsi og hvað beri að hafa í huga varð­andi fjár­mál. Félagið hyggst kenna nem­endum á öllum stigum skóla­kerf­is­ins um helstu atriði hvað varðar lán­töku, sparnað og fjár­mál almennt. Að stofnun félags­ins koma Emil Dags­son, meist­ara­nemi í fjár­mála­hag­fræði, Jónas Már Torfa­son, nemi í lög­fræði, Mar­inó Örn Ólafs­son, nemi í hag­fræði og Ingiríður Hall­dórs­dóttir nemi í þjóð­fræði en þau hafa öll verið virk í hags­muna­bar­áttu stúd­enta.

Emil Dagsson.Þau ákváðu að stofna félagið því þeim fannst vanta grunn­fræðslu á fjár­málum í skóla­kerf­ið. Emil segir að þau finni fyrir að mikið af fólki á þeirra aldri eigi í erf­ið­leikum með að skilja fyr­ir­bæri tengd fjár­mál­um.

„Það kann­ast margir við fra­sann: „Ég borga og borga niður lánin mín en þau hækka bara og hækka“ hér er mjög lík­legt að við­kom­andi hefur tekið verð­tryggt lán og geri sér ekki grein fyrir hvaða skil­yrði lágu þar að baki. Í heimi þar sem lán­taka er nær óhjá­kvæmi­leg og alltaf að verða auð­veld­ara að næla sér í lán er nauð­syn­legt að við­eig­andi fræðsla eigi sér stað í þeim mál­u­m.“ segir Emil.

Auglýsing

Aðspurður hvort stofnun félags­ins séu við­brögð við nýút­kominni fjár­mála­á­ætlun segir Emil að það mætti kannski segja það. Félagið hafi verið í kort­unum í smá tíma en þegar þessi umræða um fjár­mála­læsi byrj­aði ákváðu þau að þetta væri kjör­inn tími til að stofna það.

Í fjár­mála­á­ætl­un­inni sem kom út fyrr í mán­uð­inum kemur fram að lélegt fjár­mála­læsi hjá almenn­ingi sé ákveðin áskorun þar sem aukin hætta sé á að fólk lendi í fjár­hags­legum erf­ið­leik­um. Einnig kemur fram að mik­il­vægt sé að efla kennslu í fjár­mála­læsi strax frá unga aldri þar sem aukið fjár­mála­læsi stuðlar að fjár­hags­legri vel­ferð bæði ein­stak­linga og sam­fé­lags­ins í heild. Orða­lagið í fjár­mála­á­ætl­un­inni hefur verið gagn­rýnt, þá helst af fólki á vinstri væng stjórn­mál­anna.

„Ef ég skil þá umræðu rétt þá er fólk reitt yfir því að stjórn­völd telji að aukn­ing ein­stak­linga í greiðslu­að­lögun sem til­heyra ald­urs­hópnum 18-29 ára, sem hefur hækkað um rétt undir 10 pró­sent á sein­ustu fimm árum, megi rekja til lélegs fjár­mála­læsis hjá þeim sam­fé­lags­hópi. Þær raddir sem hafa gagn­rýnt þetta bentu rétti­lega á að þessi hækkun gæti líka verið afleið­ingar þess að fólk í þessum sam­fé­lags­hópi eiga hrein­lega ekki efni á að greiða lánin sín og endi þannig í van­skil­um, sem mér finnst alveg raun­mæt gagn­rýn­i.“ segir Emil.

Rekur hluta skýr­ing­ar­innar til auk­ins fram­boðs á smá­lánum

„Þó finnst mér ekk­ert ósenni­legt heldur að hluta þeirrar hækk­unar megi rekja til þessa gríð­ar­legu aukn­ingar á fram­boði á lánum sem við höfum séð t.d. með allri þess­ari smá­lána­starf­semi sem er að aug­lýsa mjög víða. Ég held alveg örugg­lega að hluti þeirra sem taka slík lán átta sig ekki endi­lega á þeim skil­málum og þeirri fjár­hags­legu ábyrgð sem þau eru að taka sér og eru þar með lík­legri til að lenda í van­skil­u­m.“ segir Emil. Hlut­fall ungs fólk, á aldr­inum 18-29 ára, sem leitar til Umboðs­manns skuld­ara í greiðslu­vanda vegna smá­lána hefur marg­fald­ast á síð­ustu árum.

„Ég tel senni­legt að hluta þeirrar hækk­unar megi rekja til lélegs fjár­mála­læsis þar sem t.d. Ísland er neðar öðrum OECD ríkjum þegar fjár­mála­læsi er skoð­að. Þá er ekki hægt að full­yrða að hækk­unin er öll vegna þess. Það hljóta vera fullt af liðum sem koma að þess­ari hækkun og alls ekk­ert neitt eitt, það þarf lík­lega bara að skoða aðeins betur hvað liggur að baki þess­ari hækkun til að skilja betur hvað er að ger­ast þarna.“ segir Emil.

Félagið verður stofnað klukkan eitt í dag og mun Katrín Júl­í­us­dótt­ir, for­maður Sam­taka fjár­mála­fyr­ir­tækja og Breki Karls­son for­stöðu­maður Stofn­unar um fjár­mála­læsi halda erindi á fund­inum sem verður hald­inn í stofu 103 í Lög­bergi.Meira úr sama flokkiInnlent