Reporters without boarders eða Fjölmiðlar án landamæra hefur birt lista sinn um vísitölu fjölmiðlafrelsis fyrir árið 2018.
Ísland er í 13. sæti, neðst Norðurlandanna. Noregur skipar efsta sætið og Svíþjóð í öðru.
Ísland hefur færst niður um þrjú sæti frá því í fyrra, þegar það var í 10. sæti.Norður-Kórea vermir neðsta sætið á lista samtakanna, þar á undan eru Eritrea, Túrkmenistan, Sýrland, Kína, Víetnam og Súdan.
Ekki er að finna ítarlega greiningu um forsendur sem liggja að baki matinu en í stuttri samantekt er talsvert gert úr metnaðarfullri þingsályktunartillögu sem samþykkt var 2010 um að gera Ísland að forysturíki í vernd uppljóstrara, gagnsæis, tjáningafrelsis og fjölmiðlafrelsis.
Eins er greint frá því að staðan hafi versnað frá árinu 2012 vegna súrnun í samskiptum milli stjórnmálamanna og fjölmiðla.
Engu að síður telst Ísland í hópi þeirra ríkja þar sem ástandið er best. Efstu tíu sætin skipa:
- Noregur
- Svíþjóð
- Holland
- Finnland
- Sviss
- Jamaíka
- Belgía
- Nýja Sjáland
- Danmörk
- Kosta Ríka