Launahæstu lögfræðingar landsins eru þeir Arnaldur Jón Gunnarsson lögfræðingur hjá Kaupþingi sem er með 3,8 milljónir á mánuði í laun og Óttar Pálsson hæstaréttarlögmaður hjá lögmannsstofunni Logos sem hefur 3,6 milljónir í mánaðarlaun samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar.
Þröstur Ríkharðsson hæstaréttarlögmaður hjá Meritas hefur rúmar 3,5 milljónir í mánaðarlaun og Anna Sigríður Arnardóttir lögfræðingur hjá Kaupþingi 3,2 milljónir. Ingunn Agnes Kro lögfræðingur Skeljungs er með tæplega 2,7 milljónir í mánaðarlaun.
Hæstaréttarlögmennirnir Ragnar H. Hall og Sveinn Andri Sveinsson eru báðir með í kringum 2,2 milljónir á mánuði. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður og fjölmiðlaeigandi er með tæpar 2 milljónir í mánaðarlaun. Birna Hlín Káradóttir yfirlögfræðingur Fossa er með 1,9 milljónir á mánuði og eins Lárus Blöndal hæstaréttarlögmaður með hið sama.
Eva Bryndís Helgadóttir lögfræðingur og formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavík er með tæplega 1,8 milljón og Jónas Þór Guðmundsson hæstaréttarlögmaður, stjórnarformaður Landsvirkjunar og formaður Kjararáðs 1,6 milljón í mánaðarlaun.
Finnur Beck lögmaður HS Orku er einnig með 1,6 milljónir í mánaðarlaun. Bjari Már Baxter yfirlögfræðingur Wow Air er með 1,4 milljónir í mánaðarlaun og eins Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður hjá Landslögum.
Gestur Jónsson og Hörður Felix Harðarson báðir lögmenn hjá Mörkinni eru með 1,3 milljónir og Steinar Þór Guðgeirsson hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi stjórnandi Lindhvols með rúmlega 1,2 milljónir í mánaðarlaun. Þá er Steinunn Guðbjartsdóttir fyrrverandi formaður slitastjórnar Glitnis með 1,1 milljón í mánaðarlaun.
Dómarar
Þorgeir Ingi Njálsson dómsstjóri Héraðsdóms Reykjaness og settur umboðsmaður Alþingis síðari hluta síðasta árs er með tæpar 2,4 milljónir á mánuði, Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur 2,3 milljónir. Þorgeir Örlygsson hæstaréttardómari er með 2,1 milljón á mánjuði, Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari og nú lögmaður hjá Veritas einnig.
Halldór Halldórsson dómstjóri hjá Héraðsdómi Norvesturlands er með rétt rúmar 2 milljónir á mánuði, hæstaréttardómararnir Viðar Már Matthíasson og Eiríkur Tómasson báðir með rúma 1,9 milljónir á mánuði. Kollegar þeirra Markús Sigurbjörnsson, Karl Axelsson og Helgi I. Jónsson eru með um 1,8 milljónir.
Ólafur Börkur Þorvaldsson hæstaréttardómari er með 1,7 milljónir og Arnfríður Einarsdóttir fyrrverandi héraðsdómari, nú Landsréttardómari, 1,6 milljónir. Kollegarnir Símon Sigvaldason og Arngrímur Ísberg, héraðsdómarar í Reykjavík eru báðir með tæplega 1,5 milljónir í mánaðarlaun.