Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda og forstjóri Hvals er launahæsti einstaklingurinn í sjávarútvegi og landbúnaði samkvæmt Tekjublaði DV. Nema mánaðarlaun Kristjáns rúmlega 4,7 milljónum.
Þorsteinn Kristjánsson skipstjóri er með rúmlega 4,5 milljónir og Vilhjálmur Vilhjálmsson rétt tæpar 4,5. Ingi Jóhann Guðmundsson framkvæmdastjóri Gjögurs er með rétt tæpa 4,1 milljón á mánuði og Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað tæplega 3,7.
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er einnig með tæplega 3,7 milljónir á mánuði, Friðrik Már Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar tæplega 3,4 milljónir og Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja með rúmlega 3 milljónir í mánaðarlaun.
Guðmundur Kristjánsson í Brimi er með um 2,9 milljónir í mánaðarlaun, Kristján Vilhelmsson einn eigenda Samherja 2,1 milljónir og Baldvin Þorsteinsson einn eigenda Jarðborana og sonur Þorsteins Más í Samherja er með rúmlega 1,8 milljónir.
Fyrsti einstaklingurinn í landbúnaði á listanum er Georg Ottósson framkvæmdastjóri Flúðasveppa með rúmlega 1,2 milljónir á mánuði og á eftir honum Arnar Árnason bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði með tæplega 1,2 milljónir. Þá er Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands með rúmlega milljón á mánuði.
Guðbjörg Matthíasdóttir eigandi Ísfélags Vestmannaeyja er neðarlega á listanum yfir einstaklinga í landbúnaði og sjávarútveg með 481 þúsund í mánaðarlaun.