Kristján Loftsson stjórnarformaður HB Granda og forstjóri Hvals er launahæsti einstaklingurinn í sjávarútvegi og landbúnaði samkvæmt Tekjublaði DV. Nema mánaðarlaun Kristjáns rúmlega 4,7 milljónum.
Lestu meira
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja er einnig með tæplega 3,7 milljónir á mánuði, Friðrik Már Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar tæplega 3,4 milljónir og Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja með rúmlega 3 milljónir í mánaðarlaun.
Guðmundur Kristjánsson í Brimi er með um 2,9 milljónir í mánaðarlaun, Kristján Vilhelmsson einn eigenda Samherja 2,1 milljónir og Baldvin Þorsteinsson einn eigenda Jarðborana og sonur Þorsteins Más í Samherja er með rúmlega 1,8 milljónir.
Fyrsti einstaklingurinn í landbúnaði á listanum er Georg Ottósson framkvæmdastjóri Flúðasveppa með rúmlega 1,2 milljónir á mánuði og á eftir honum Arnar Árnason bóndi á Hranastöðum í Eyjafirði með tæplega 1,2 milljónir. Þá er Sveinn Sigurmundsson framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands með rúmlega milljón á mánuði.
Guðbjörg Matthíasdóttir eigandi Ísfélags Vestmannaeyja er neðarlega á listanum yfir einstaklinga í landbúnaði og sjávarútveg með 481 þúsund í mánaðarlaun.