Ísland hefur keppni á HM í Rússlandi í dag þegar liðið mætir sterku liði Argentínu. Þar er fremstur meðal jafningja, einn allra besti leikmaður heims, Lionel Messi, leikmaður Barcelona og Kjarninn hefur fjallað ítarlega um hér.
Það verður að finna leiðir til stöðva hann, ef leikurinn á að fara vel fyrir Ísland. Svo mikið er víst.
Greint var frá byrjunarliði Argentínu í gær en Heimir Hallgrímsson þjálfari Íslands birti okkar lið nú fyrir skömmu.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Ragnar Sigurðsson
Kári Árnason
Hörður Björgvin Magnússon
Jóhann Berg Guðmundsson
Aron Einar Gunnarsson
Birkir Bjarnason
Gylfi Þór Sigurðsson
Alfreð Finnbogason
Byrjunarlið Argentínu:
Markvörður: Willy Caballero (Chelsea)
Hægri bakvörður: Eduardo Salvio (Benfica)
Vinstri Bakvörður: Nicolas Tagliafico (Ajax)
Miðverðir: Nicolas Otamendi (Man.City), Marcos Rojo (Man.Utd)
Miðjumenn: Javier Mascherano (Hebei China Fortune), Lucas Biglia (AC Milan), Angel Di María (PSG), Maximiliano Meza (Inderpendiente).
„Tía“: Lionel Messi (Barcelona)
Framherji: Sergio Aguero (Man.City).
Íslenska A-karlalandsliðið hefur aldrei keppt áður á móti liði Argentínu í sögunni og eins og alþjóð veit ekki heldur á Heimsmeistaramótinu, svo burtséð frá því hvernig fer verður viðureignin alltaf söguleg.
Þrátt fyrir sterka mótherja í upphafi móts hefur íslenska liðið hefur sýnt það, að þegar leikmenn standa saman þá getur það lagt sterka andstæðinga af velli, og haldið stórstjörnum í skefjum.
Rifja má upp að liðið gerði jafntefli í fyrsta leik Evrópumeistaramótsins fyrir tveimur árum síðan, gegn Portúgal, 1-1. Í öðrum leik liðsins „tapaði“ liðið með því að gera aftur 1-1 jafntefli, þá á móti Ungverjalandi. Í lokaleik riðlakeppninnar vann liðið síðan frækinn sigur á Austurríki, 2-1, kom íslenska landsliðinu upp úr riðlinum í hinn sögulega sigurleik gegn Englandi í útsláttarkeppninni. Sá leikur fór 2-1 fyrir Íslandi sem síðan tapaði fyrir Frakklandi í 8 liða úrslitum.
Núna er að duga eða drepast aftur, og leggja líf og sál í leikina framundan.
Áfram Ísland!