Íslenska landsliðið laut rétt í þessu í lægra haldi fyrir því nígeríska í öðrum leik liðsins á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Nígería skoraði tvö mörk en Ísland ekkert en það var Ahmed Musa sem skoraði bæði mörk síns liðs. Gylfi Sigurðsson brenndi af víti á 82. mínútu.
Þetta þýðir að liðið verður að vinna Króatíu í leiknum á þriðjudag til að eiga von á að komast upp úr riðlinum.
Auglýsing
Íslenska liðið náði sér aldrei almennilega á strik. Svo virtist vera sem hitinn reyndist leikmönnunum erfiður, auk þess sem nígeríska liðið var einfaldlega mjög sterkt og átti virkilega góðan dag.