Konur í fjölmiðlum birta yfirlýsingu vegna Hjartar

102 konur í fjölmiðlum hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu vegna máls Hjartar Hjartarsonar íþróttafréttamanns.

Metoo
Auglýsing

Hópur kvenna í fjöl­miðlum hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þær mót­mæla því að Hjörtur Hjarta­son fái að starfa í fjöl­miðl­um. Í yfir­lýs­ing­unni er þess kraf­ist að yfir­menn fylgi eftir fyr­ir­heitum #MeToo bylt­ing­ar­inn­ar. 

Yfir­lýs­ing kvenn­anna kemur í kjöl­farfrétta um íþrótta­f­rétta­mann­inn Hjört Hjart­ar­son, sem sendur var heim af HM í fót­bolta í Rúss­landi vegna óæski­legrar hegð­un­ar. Þar átti Hjörtur að hafa áreitt Eddu Sif Páls­dóttur íþrótta­f­rétta­mann, en Rík­is­út­varpið hefur lagt fram kvörtun á hendur Hirti vegna þess.

Hjörtur hefur sjálfur tjáð sig um atvik­ið, en í sam­tali við Frétta­blaðið sagð­ist hann hafa hrasað illi­lega eftir stöðuga bar­áttu við áfeng­is­sjúk­dóm­inn.

Auglýsing

Engar sam­starfs­konur Hjartar á frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vísis hafa und­ir­ritað yfir­lýs­ing­una, en þær segj­ast ætla að bíða eftir nið­ur­stöðu í mál­inu áður en þær tjái sig opin­ber­lega.

Hóp­ur­inn krefst þess að tekið sé fastar á ofbeldi og áreitni á vinnu­stöðum og skorar á starfs­menn fjöl­miðla, þá sér­stak­lega yfir­menn Sýn­ar, að fylgja fögrum fyr­ir­heitum #MeToo bylt­ing­ar­inn­ar. Það sé gert með því að  láta ofbeld­is­mann­inn einan bera ábyrgð á sinni hegðun þegar slík mál koma upp. 

List­inn telur 102 und­ir­skrift­ir, en yfir­lýs­ing­una  má lesa í heild sinni hér að neð­an:

Við und­ir­rit­að­ar, konur í fjöl­miðl­um, krefj­umst þess að yfir­menn fjöl­miðla í land­inu tryggi öryggi okkar og ann­arra starfs­manna sinna á vinnu­stað. Við mót­mælum því að í stétt­inni starfi maður sem hefur ítrekað áreitt og beitt sam­starfs­fólk sitt ofbeldi.

Hjörtur Hjart­ar­son, íþrótta­f­rétta­maður hjá Sýn, hefur end­ur­tekið orðið upp­vís að því að ógna og veit­ast að sam­starfs­fólki sínu. Hirti var sagt upp störfum á RÚV árið 2012, eftir að hann beitti sam­starfs­konu sína ofbeldi sem varð til þess að hún kærði hann fyrir lík­ams­árás. Hún dró kæruna til baka eftir að hann axl­aði ábyrgð og baðst afsök­un­ar. Hjörtur var einnig sendur í leyfi frá störfum sem íþrótta­f­rétta­maður á Stöð 2 eftir að hann réðst á sam­starfs­mann sinn þar árið 2014. Á dög­unum var Hjörtur svo sendur heim eftir að hafa veist á ný að fyrrum sam­starfs­konu sinni á RÚV þar sem hún var við störf á HM í knatt­spyrnu í Rúss­landi.

Alkó­hól­ismi er alvar­legur sjúk­dóm­ur. Hann leiðir þó ekki sjálf­krafa til ofbeld­is­hegð­un­ar. Við, konur í fjöl­miðl­um, teljum ólíð­andi að maður sem ítrekað hefur brotið á sam­starfs­fólki sínu fái sífellt ný tæki­færi í fjöl­miðla­stétt á þeim for­sendum hann sé hættur að drekka. Við höfnum því að vinna við slíkar aðstæð­ur.

Við krefj­umst þess að tekið sé fastar á ofbeldi og áreitni á vinnu­stöðum okk­ar. Við skorum einnig á starfs­menn fjöl­miðla, stétt­ar­fé­lög fjöl­miðla­fólks og sér­stak­lega yfir­menn Sýnar og ann­arra fjöl­miðla að fylgja eftir fögrum fyr­ir­heitum #MeToo og sýna í verki að þegar ofbeldi og ógn­andi hegðun er beitt „kast­ast ekki í kekki” milli fólks, heldur ber ofbeld­is­mað­ur­inn einn ábyrgð á sinni hegð­un.

  • Sig­ríður Haga­lín Björns­dótt­ir, RÚV
  • Sunna Val­gerð­ar­dótt­ir, RÚV
  • Ingi­björg Rósa Björns­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi blaða­kona
  • Krist­jana Arn­ars­dótt­ir, íþrótta­f­rétta­kona á RÚV
  • Þór­hildur Þor­kels­dótt­ir, RÚV
  • Bára Huld Beck, Kjarn­inn
  • Alma Ómars­dótt­ir, RÚV
  • Ólöf Ragn­ars­dótt­ir, RÚV
  • Mar­grét Erla Maack, Kjarn­inn, áður RÚV og 365.
  • María Lilja Þrast­ar­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi blaða­kona
  • María Björk Guð­munds­dótt­ir, RUV
  • Þór­gunnur Odds­dótt­ir, RÚV 
  • Auður Ösp Guð­munds­dótt­ir, DV
  • Lovísa Árna­dótt­ir, fv. íþrótta­f­rétta­kona á RÚV
  • Milla Ósk Magn­ús­dótt­ir, RÚV
  • Eva Björk Ægis­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi ljós­mynd­ari
  • Ásdís Ólafs­dótt­ir, fyrrum dag­skrár­gerð­ar­maður á RÚV
  • Ragn­heiður Thor­steins­son, RÚV
  • Rann­veig Jón­ína Guð­munds­dótt­ir, Vík­ur­fréttir
  • Lilja Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Mann­líf og sjálf­stætt starf­andi
  • Vikt­oría Her­manns­dótt­ir, RÚV
  • Gunn­þór­unnn Jóns­dótt­ir, Frétta­blað­inu
  • Snærós Sindra­dótt­ir, RÚV
  • Júlía Mar­grét Alex­and­ers­dótt­ir, Morg­un­blað­inu
  • Lára Ómars­dótt­ir, RÚV
  • Olga Björt Þórð­ar­dótt­ir, rit­stjóri Fjarð­ar­pósts­ins
  • Ragn­hildur Thor­laci­us, RÚV
  • Erla María Mark­ús­dótt­ir, mbl.is 
  • Anna Mar­grét Gunn­ars­dótt­ir, fyrrum blaða­maður á Nýju Lífi, Birtíngi
  • Sig­ríður Pét­urs­dótt­ir, lausa­penni hjá RÚV og fleiri fjöl­miðlum
  • Ragn­hildur Ásvalds­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi við dag­skrár­gerð
  • Vera Ill­uga­dótt­ir, RÚV
  • Aníta Est­íva Harð­ar­dótt­ir, DV
  • Ragn­hildur Aðal­steins­dótt­ir, Mann­lífi
  • Krist­borg Bóel, Aust­ur­glugg­anum og Aust­ur­frétt 
  • Ingi­björg Dögg Kjart­ans­dótt­ir, rit­stjóri Stund­ar­innar
  • Sara Sjöfn Grett­is­dótt­ir, rit­stjóri Eyja­frétta
  • Anna Marsi­bil Clausen, sjálf­stætt starf­andi 
  • Ragna Gests­dóttir DV 
  • Þor­gerður Anna Gunn­ars­dótt­ir, mbl.is
  • Erla Hjör­dís Gunn­ars­dótt­ir, Bænda­blaðið
  • Erla Karls­dótt­ir, fyrrum blaða­kona á DV
  • Bryn­hildur Björns­dóttir
  • Þór­hildur Ólafs­dótt­ir, RÚV
  • Þor­gerður E. Sig­urð­ar­dótt­ir, RÚV
  • Silja Ást­þórs­dótt­ir, fyrr­ver­andi umbrots­kona á Stund­inni og fyrrum yfir­hönn­uður Frétta­blaðs­ins 
  • Birna Pét­urs­dóttir
  • Anna Gyða Sig­ur­gísla­dótt­ir, RÚV
  • Halla Þór­laug Ósk­ars­dótt­ir, RÚV
  • Anna Lilja Þór­is­dótt­ir, Morg­un­blaðið
  • Lára Theó­dóra Krist­jáns­dóttir
  • Fanney Birna Jóns­dótt­ir, Kjarn­inn og RÚV
  • Jóhanna Sveins­dóttir
  • Sig­ríður Elín Ásmunds­dóttir
  • Áslaug Guð­rún­ar­dótt­ir, fyrr­ver­andi frétta­maður RÚV
  • Anna Mar­grét Björns­son, mbl.is
  • Dagný Hulda Erlends­dótt­ir, RÚV
  • Kol­brún Björns­dóttir
  • Björg Magn­ús­dótt­ir, RÚV
  • Sigyn Blön­dal, RÚV
  • Áslaug Karen Jóhanns­dóttir
  • Ellen Ragn­ars­dótt­ir, Morg­un­blaðið
  • Ásdís Ásgeirs­dóttir
  • Lovísa Arn­ar­dótt­ir, Frétta­blað­inu
  • Krist­borg Bóel - Aust­ur­glugg­anum og Aust­ur­frétt
  • Lára Hanna Ein­ars­dótt­ir, sjálf­stætt starf­andi
  • Ástríður Við­ars­dótt­ir, fyrrum blaða­maður mbl.is 
  • Þóra Tóm­as­dóttir
  • Stein­unn Stef­áns­dótt­ir, fv. aðstoð­ar­rit­stjóri á Frétta­blað­inu 
  • Erla Tryggva­dótt­ir, fyrrv. starfs­maður RÚV 
  • María Erla Kjart­ans­dótt­ir, Birtín­gi 
  • Kol­brún Björns­dótt­ir 
  • Inga Lind Vig­fús­dótt­ir, RÚV
  • Auður Alberts­dótt­ir, fyrrv. blaða­maður mbl.is
  • Gyða Lóa Ólafs­dótt­ir, fyrrum blaða­maður Frétta­blað­in­u. 
  • Sig­rún Erla Sig­urð­ar­dóttir
  • Halla Ólafs­dótt­ir, RÚV 
  • Marta Goða­dótt­ir, áður Nýtt líf.
  • Elísa­bet Indra Ragn­ars­dótt­ir, dag­skrár­gerð­ar­kona
  • Birta Björns­dótt­ir, RÚV
  • Berg­ljót Bald­urs­dótt­ir, frétta­maður RÚV
  • Ásrún Brynja Ingv­ars­dóttir - RÚV
  • Elín Sveins­dóttir -RÚV
  • Erna Kettler, RÚV
  • Helga Krist­jáns, Vikan 
  • Þór­dís Arn­ljóts­dótt­ir, RÚV
  • Jór­unn Sig­urð­ar­dótt­ir, RÚV
  • Elísa­bet Hall,  fyrr­ver­andi fram­leið­andi hjá 365
  • Anna Brynja Bald­urs­dótt­ir, fyrrum blaða­kona Nýs Lífs og Vik­unnar
  • Hjör­dís Rut Sig­ur­jóns­dótt­ir, fyrrum fjöl­miðla­kona
  • Guð­rún Sóley Gests­dótt­ir, RÚV
  • Mar­grét Mart­eins­dòtt­ir, fyrr­ver­andi frétta­kona á RÙV
  • Ing­veldur G. Ólafs­dótt­ir, fyrrum starfs­maður RÚV og nú lausa­stúlka
  • María Sig­rún Hilm­ars­dótt­ir, RÚV
  • Arn­hildur Hálf­dán­ar­dótt­ir, RÚV
  • Helga Arn­ar­dótt­ir, dag­skrár­gerð­ar­kona á RÚV
  • Rósa Jóhanns­dótt­ir, ljós­mynd­ari
  • Halla Gunn­ars­dótt­ir, fyrrum þing­frétta­rit­ari Morg­un­blaðs­ins
  • Brynja Þor­geirs­dótt­ir, RÚV
  • Arn­dís Björk Ásgeirs­dótt­ir, RÚV
  • Sjöfn Þórð­ar­dótt­ir, verk­efna­stjóri
  • Inga Lind Karls­dótt­ir 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent