Öllum tólf drengjunum og þjálfara þeirra hefur verið bjargað og komið út úr hellinum í Tælandi sem þeir hafa setið fastir í í átján daga.
Þeir verða allir undir eftirliti lækna næstu daga og jafnvel vikur. Allir eru þeir þó í mun betra ásigkomulagi en búist var við. Þeim er haldið í einangrun vegna hættu á smiti frá vinum og ættingjum, en ónæmiskerfi þeirra er veikburða eftir dvölina í hellinum. Foreldrar þeirra hafa aðeins fengið að sjá syni sína í gegnum gler á sjúkrahúsi.
Fremstu kafarar og björgunarsveitarmenn heims komu að björgunaraðgerðum í Tælandi. Ekki allir þeirra eru komnir úr hellinum, enn er beðið eftir fjórum björgunarmönnum, þar af einum lækni og þrír kafarar sem kenndu drengjunum og þjálfara þeirra að kafa, en endurkoma þeirra er síðasti angi aðgerðanna.
หมูป่า 12 ตัว และโค้ช ออกจากถ้ำแล้ว ปลอดภัยทุกคน เวลานี้รอรับมนุษย์กบ 4 คน ออกมาครับผม Hooyah
Posted by Thai NavySEAL on Tuesday, July 10, 2018
Tveir kafarar fylgdu hverjum dreng út. Allir þrír báru súrefnisgrímur og fikruðu þeir sig áfram eftir köðlum til að komast í gegnum þröngt rýmið. Talið var að hver ferð tæki um sex klukkustundir og þurftu drengirnir að kafa, synda, vaða og klifra til að komast út. Ekki liggja fyrir nánari upplýsingar um hvernig gekk að koma hverjum og einum út.
Stefnt var á að klára björgunina í dag sem síðan tókst.
Einn tælenskur kafari lést við björgunaraðgerðirnar í síðustu viku.
3 hours of underwater swimming from ledge to entrance!!! #ThaiCaveRescue pic.twitter.com/Qc6Kgg9ytC
— Anthony Grima👨🏻💻 (@anthonygrima) July 8, 2018