Tónlistarstreymisveitan Spotify hefur bætt við sig 10 prósentum í notendafjölda á síðasta ársfjórðungi. Áskrifendur eru nú yfir 83 milljónir og hefur fjölgað um rúmlega 8 milljónir frá því í mars til enda júní. Vöxturinn er töluvert meiri en sérfræðingur höfðu gert ráð fyrir.
Lestu meira
Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður í Rómönsku-Ameríku undanfarið og keppir streymisveitan hvað helst við Apple um áskrifendur. Apple hefur sótt hratt á í Bandaríkjunum, þar sem flestir notendur notast við iPhone síma, og eru alls með um 40 milljón áskrifendur af sinni tónlistarveitu.
Spotify fór í loftið fyrir 12 árum síðan sem ókeypis efnisveita, rekin af auglýsingum. Á þessu ári hafa tónlistarmennirnir Drake, Ariana Grande, Kanye West og Childish Gambino fengið mesta hlustun á forritinu.