Tónlistarstreymisveitan Spotify hefur bætt við sig 10 prósentum í notendafjölda á síðasta ársfjórðungi. Áskrifendur eru nú yfir 83 milljónir og hefur fjölgað um rúmlega 8 milljónir frá því í mars til enda júní. Vöxturinn er töluvert meiri en sérfræðingur höfðu gert ráð fyrir.
Tekjur fara þó hægar vaxandi en áður og er það rakið til nýju evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar, GDPR. Notendur þurftu þar að veita sérstaklega samþykki fyrir notkun fyrirtækisins á upplýsingum um hlustun þeirra á forritinu. Tekjur á öðrum ársfjórðungi jukust um 26 prósent.
Vöxtur fyrirtækisins hefur verið hraður í Rómönsku-Ameríku undanfarið og keppir streymisveitan hvað helst við Apple um áskrifendur. Apple hefur sótt hratt á í Bandaríkjunum, þar sem flestir notendur notast við iPhone síma, og eru alls með um 40 milljón áskrifendur af sinni tónlistarveitu.
Spotify fór í loftið fyrir 12 árum síðan sem ókeypis efnisveita, rekin af auglýsingum. Á þessu ári hafa tónlistarmennirnir Drake, Ariana Grande, Kanye West og Childish Gambino fengið mesta hlustun á forritinu.