Bresk þingnefnd um stafræna miðla, íþróttir og menningu mældu með harðari löggjöf gegn samfélagsmiðlum í skýrslu sinni um falsfréttir sem átti að hafa verið birt í gær en var lekið á netið.
Skýrslunni var lekið af Dominic Cummings, sem fór fyrir framboði breskra útgöngusinna úr Evrópusambandinu fyrir kosningarnar 2016, en hann var gagnrýndur harðlega í henni. Cummings úthrópaði sjálfur niðurstöður skýrslunnar sem „falsfréttir,“ en það var einmitt umfjöllunarefni skýrslunnar.
Samkvæmt umfjöllun CNN um skýrsluna, fór þingnefndin yfir misvísandi upplýsingar sem birtar hafa verið á samfélagsmiðlum og tengsl þær við kosningar í Bretlandi. Skýrslan greinir meðal annars frá auglýsingum stjórnmálamanna, hneykslisins í kringum breska greiningarfyrirtækið Cambridge Analytica, Brexit-atkvæðagreiðsluna, rússneska íhlutun í kosningum þar í landi og kosningalögum.
Í skýrslunni mældu nefndin einnig með harðari löggjöf gegn samfélagsmiðlum sem birta misvísandi auglýsingar og falsfréttir og gagnrýnir sérstaklega Facebook fyrir „stöðuga tregðu“ gegn því að koma á fót innri rannsókn um það hvort og hvernig Rússland notaði miðilinn til að hafa áhrif á val kjósenda. Enn fremur kallaði nefndin forstjóra miðilsins, Mark Zuckerberg, til að sitja fyrir svörum hjá þeim.
Facebook á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en verðmiði fyrirtækisins hefur lækkað um rúmar 119 milljarða Bandaríkjadala eftir að uppgjör félagsins birtist í síðustu viku. Fram undan eru málsóknir á hendur Zuckerberg, sem liggur undir harðri gagnrýni vegna leka Cambridge Analytica á persónuupplýsingum notenda miðilsins.
Auk þess lagði nefndin til að bann við pólitískum auglýsingum á samfélagsmiðlum nálægt kjördag ættu að vera tekið til greina, auk sérstakrar skattlagningar á auglýsingatekjum miðlanna til að fjármagna herferð um fjölmiðlalæsi.