Börn og ungmenni, sem flýja ofbeldi, skipulagða glæpastarfsemi og fátækt í Mið-Ameríku, eiga á mikilli hættu að festast í vítahring flótta og brottvísana. Þar eru fylgdarlaus börn og konur í hvað viðkvæmastri stöðu og eiga á verulegri hættu á að verða fyrir ofbeldi og misnotkun, seld mansali eða jafnvel drepin á leið sinni.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um börn og ungmenni á flótta og faraldsfæti frá Mið-Ameríku og Mexíkó sem kom út í dag á vegum UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.
Jafnframt kemur fram að ofbeldi, glæpir og gengjastríð, fátækt og skortur á tækifærum til menntunar séu helstu ástæður þess að börn og fjölskyldur í Mið-Ameríku, sem samanstendur af El Salvador, Gvatemala og Hondúras, og Mexíkó leggi af stað í hættulegt ferðalag í leit að betra lífi, yfirleitt með stefnuna á Bandaríkin. Mörg þeirra hafi borgað smyglurum í upphafi ferðarinnar, standa í mikilli skuld, og séu líklegri til að upplifa enn meiri fátækt, ofbeldi, hótanir og félagslega einangrun ef þeim er vísað aftur til heimalands síns.
Strangara landamæraeftirlit gerir illt verra

---
