Fylgdarlaus börn og konur í viðkvæmri stöðu

Börn og ungmenni, sem flýja ofbeldi, skipulagða glæpastarfsemi og fátækt í Mið-Ameríku, eiga á mikilli hættu að festast í vítahring flótta og brottvísana, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF.

Fjölskyldumeðlimir í Guatemala bíða eftir börnum sem vísað var burt frá Mexíkó
Fjölskyldumeðlimir í Guatemala bíða eftir börnum sem vísað var burt frá Mexíkó
Auglýsing

Börn og ung­menni, sem flýja ofbeldi, skipu­lagða glæp­a­starf­semi og fátækt í Mið-Am­er­íku, eiga á mik­illi hættu að fest­ast í víta­hring flótta og brott­vís­ana. Þar eru fylgd­ar­laus börn og konur í hvað við­kvæm­astri stöðu og eiga á veru­legri hættu á að verða fyrir ofbeldi og mis­notk­un, seld man­sali eða jafn­vel drepin á leið sinn­i. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um börn og ung­menni á flótta og far­alds­fæti frá Mið-Am­er­íku og Mexíkó sem kom út í dag á veg­um UN­ICEF, Barna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Jafn­framt kemur fram að ofbeldi, glæpir og gengja­stríð, fátækt og skortur á tæki­færum til mennt­unar séu helstu ástæður þess að börn og fjöl­skyldur í Mið-Am­er­íku, sem sam­anstendur af El Salvador, Gvatemala og Hondúras, og Mexíkó leggi af stað í hættu­legt ferða­lag í leit að betra lífi, yfir­leitt með stefn­una á Banda­rík­in. Mörg þeirra hafi borgað smygl­urum í upp­hafi ferð­ar­inn­ar, standa í mik­illi skuld, og séu lík­legri til að upp­lifa enn meiri fátækt, ofbeldi, hót­anir og félags­lega ein­angrun ef þeim er vísað aftur til heima­lands síns.

Auglýsing

Strang­ara landamæra­eft­ir­lit gerir illt verra

Marita Perceval Mynd: Wiki CommonsMarita Perceval, svæð­is­stjóri UNICEF fyrir Mið-Am­er­íku og Karí­ba­haf, segir að millj­ónir barna á svæð­inu séu sér­lega við­kvæm sökum fátækt­ar, mis­mun­un­ar, ofbeldis og ótta við brott­vís­an­ir. Í mörgum til­vikum eigi börn­in, sem send eru aftur til upp­runa­lands­ins, ekk­ert heim­ili til að snúa aftur til, séu með miklar skuldir á bak­inu eða verði skot­mörk glæpa­gengja. „Að senda þau aftur í svo ómögu­lega stöðu gerir það enn lík­legra að þau legg­ist á flótta á ný,“ segir hún. 

---

Bergsteinn Jónsson Mynd: Twitter„Strang­ara landamæra­eft­ir­lit kemur í raun ekki í veg fyrir það að börn og fjöl­skyldur í við­kvæmri stöðu freisti þess að kom­ast yfir landa­mær­in, en eykur þess í stað óþarfa þján­ingu fólks á flótta. Barn er fyrst og fremst barn, hverjar svo sem aðstæður hans eða hennar eru. Það þarf að ráð­ast að rót vand­ans og tryggja um leið öryggi barn­anna á ferð sinn­i,“ segir Berg­steinn Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri UNICEF á Íslandi.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent