Fylgdarlaus börn og konur í viðkvæmri stöðu

Börn og ungmenni, sem flýja ofbeldi, skipulagða glæpastarfsemi og fátækt í Mið-Ameríku, eiga á mikilli hættu að festast í vítahring flótta og brottvísana, samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF.

Fjölskyldumeðlimir í Guatemala bíða eftir börnum sem vísað var burt frá Mexíkó
Fjölskyldumeðlimir í Guatemala bíða eftir börnum sem vísað var burt frá Mexíkó
Auglýsing

Börn og ungmenni, sem flýja ofbeldi, skipulagða glæpastarfsemi og fátækt í Mið-Ameríku, eiga á mikilli hættu að festast í vítahring flótta og brottvísana. Þar eru fylgdarlaus börn og konur í hvað viðkvæmastri stöðu og eiga á verulegri hættu á að verða fyrir ofbeldi og misnotkun, seld mansali eða jafnvel drepin á leið sinni. 

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um börn og ungmenni á flótta og faraldsfæti frá Mið-Ameríku og Mexíkó sem kom út í dag á vegum UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna.

Jafnframt kemur fram að ofbeldi, glæpir og gengjastríð, fátækt og skortur á tækifærum til menntunar séu helstu ástæður þess að börn og fjölskyldur í Mið-Ameríku, sem samanstendur af El Salvador, Gvatemala og Hondúras, og Mexíkó leggi af stað í hættulegt ferðalag í leit að betra lífi, yfirleitt með stefnuna á Bandaríkin. Mörg þeirra hafi borgað smyglurum í upphafi ferðarinnar, standa í mikilli skuld, og séu líklegri til að upplifa enn meiri fátækt, ofbeldi, hótanir og félagslega einangrun ef þeim er vísað aftur til heimalands síns.

Auglýsing

Strangara landamæraeftirlit gerir illt verra

Marita Perceval Mynd: Wiki CommonsMarita Perceval, svæðisstjóri UNICEF fyrir Mið-Ameríku og Karíbahaf, segir að milljónir barna á svæðinu séu sérlega viðkvæm sökum fátæktar, mismununar, ofbeldis og ótta við brottvísanir. Í mörgum tilvikum eigi börnin, sem send eru aftur til upprunalandsins, ekkert heimili til að snúa aftur til, séu með miklar skuldir á bakinu eða verði skotmörk glæpagengja. „Að senda þau aftur í svo ómögulega stöðu gerir það enn líklegra að þau leggist á flótta á ný,“ segir hún. 

---

Bergsteinn Jónsson Mynd: Twitter„Strangara landamæraeftirlit kemur í raun ekki í veg fyrir það að börn og fjölskyldur í viðkvæmri stöðu freisti þess að komast yfir landamærin, en eykur þess í stað óþarfa þjáningu fólks á flótta. Barn er fyrst og fremst barn, hverjar svo sem aðstæður hans eða hennar eru. Það þarf að ráðast að rót vandans og tryggja um leið öryggi barnanna á ferð sinni,“ segir Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Radíó Efling
Radíó Efling
Radíó Efling – Heimsmet í skerðingum
Kjarninn 25. júní 2021
Þórður Snær Júlíusson
Áframhaldandi tilfærsla á peningum úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best
Kjarninn 25. júní 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Viðbrögð borgaryfirvalda voru til skoðunar hjá ráðuneytinu
Mennta- og menningarmálaráðuneytið var með viðbrögð borgaryfirvalda varðandi plássleysi í sérdeildum grunnskóla borgarinnar til skoðunar. Reykjavíkurborg hefur nú mál einhverfra nemenda til úrlausnar og hefur þegar leyst mörg þeirra, samkvæmt ráðuneytinu.
Kjarninn 25. júní 2021
Mesta aukning atvinnuleysis á Norðurlöndunum
Atvinnuleysi hefur aukist um þrefalt meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum á síðustu tveimur ársfjórðungum, miðað við sama tímabil árið á undan, samkvæmt tölum úr vinnumarkaðskönnun landanna.
Kjarninn 24. júní 2021
Sektað vegna grímuskyldu í Ásmundarsal
Eigendur Ásmundarsalar hafa sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp á Þorláksmessu í fyrra er varðar brot á grímuskyldu. Lögreglan neitaði að greina frá niðurstöðunni fyrr í dag.
Kjarninn 24. júní 2021
Eva Dögg Davíðsdóttir
Hringrásarhagkerfið – hvar stöndum við?
Kjarninn 24. júní 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 39. þáttur: Veiðiferð sjógunsins I
Kjarninn 24. júní 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var á meðal gesta í samkvæminu í Ásmundarsal.
Lögreglan neitar að upplýsa um niðurstöðuna í Ásmundarsalar-málinu
Lögreglan hóf sjálf hið svokallaða Ásmundarsalar-mál með því að greina frá því að ráðherra, sem síðar var opinberað að væri Bjarni Benediktsson, hefði verið í ólögmætu samkvæmi á Þorláksmessu. Nú neitar lögreglan að upplýsa um niðurstöðuna í málinu.
Kjarninn 24. júní 2021
Meira úr sama flokkiErlent