Ísland stendur sig ekki vel í meðhöndlun fráveitu

Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífsgæðum og styrk félagslegra framfara samkvæmt nýjum lista Social Progress Imperative stofnunarinnar. Það sem dregur einkunn landsins niður er m.a. meðhöndlun fráveitu.

Vatn úr röri
Auglýsing

Ísland er í 2. sæti af 146 þjóðum þegar kemur að lífs­gæðum og styrk félags­legra fram­fara sam­kvæmt nýjum lista Social Progress Imper­ative stofn­un­ar­inn­ar. 

Ísland hækkar þetta árið þegar horft er til grunn­þarfa en land­ið er í 1. sæti í tólf af 51 vísi list­ans. Sam­kvæmt list­anum er hvergi í heim­inum til dæmis meiri umburð­ar­lyndi gagn­vart minni­hluta­hópum en á Íslandi, þátt­taka þeirra í sam­fé­lag­inu er mest hér og ofbeldi í þeirra garð hvergi minna. Ísland er líka í efsta sæt­inu þegar kemur að jákvæðu við­horfi til sam­kyn­hneigðra.

Einn helsti veik­leiki Íslands sam­kvæmt úttekt SPI eru aftur á móti Umhverf­is­gæði þar sem Ísland er í 17. sæti á heild­ar­list­an­um. Það sem dregur ein­kunn lands­ins niður er með­höndlun frá­veitu en landið er í 30. sæti í þeim mála­flokki. Enn frekar dregur slök frammi­staða við verndun líf­rík­is­ins ein­kunn­ina niður en þar lendir landið sam­kvæmt úttekt SPI í 84. sæti á list­an­um, sem er lang­versta staða lands­ins þegar horft er til ein­stakra mæl­inga.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur áður fjallað um frá­rennsl­is­mál en sér­fræð­ingar virð­ast flestir vera sam­mála um að frá­veitu­málum og skólp­hreinsun sé ábóta­vant í mörgum sveit­ar­fé­lögum á Íslandi. Þrátt fyrir reglu­gerðir og lög hvernig frá­veitu­málum eigi að vera háttað er pottur brot­inn víða varð­andi þau mál­efni. Eitt brýn­asta mál­ið, tengt mengun vegna frá­rennsl­is, er svo­kallað örplast sem rennur með skólpi og frá­veitu­vatni út í sjó­inn óhindr­að. Fleiri þættir hafa áhrif á mengun og mætti nefna aukna ferða­mennsku, stór­iðju og ofan­vatns­meng­un. 

Fremur reglan en und­an­tekn­ingin að þétt­býli hunsi reglur

Tryggvi Þórðarson Mynd: Bára Huld BeckTryggvi Þórð­ar­son, vatna­vist­fræð­ingur hjá Umhverf­is­stofn­un, sagði í við­tali við Kjarn­ann á síð­asta ári að það væri fremur reglan en und­an­tekn­ingin að þétt­býli á land­inu hefðu ekki upp­fyllt lög og reglu­gerð um frá­veitur og skóp þó að þau hefðu átt að vera búin að því í síð­asta lagi árið 2005 en þá rann út síð­asti frest­ur­inn.

Tryggvi sagði að nauð­syn­legar fram­kvæmdir væru dýrar og til dæmis væri vana­legt að veitu­kerfið væri ein­ungis tvö­faldað um leið og verið væri að taka upp ein­hverja göt­una og end­ur­nýja í henni. Hann taldi að miðað við þró­un­ina hingað til myndi lík­leg­ast taka ein­hverja ára­tugi fyrir sveit­ar­fé­lögin að fram­fylgja kröfum laga og  reglu­gerðar að fullu.

Að sögn Tryggva eru áhrif meng­unar af völdum skólps mis­jöfn eftir því hversu við­kvæmur stað­ur­inn í nátt­úr­unni sem skólpið er leitt út í er. Hann sagði að meng­unin færi líka eftir fjölda íbúa­í­gilda eða svoköll­uðum per­sónu­ein­ingum sem geta verið tals­vert fleiri en íbú­arn­ir. Magn meng­un­ar­efn­anna er metið út frá per­sónu­ein­ingum en ein per­sónu­ein­ing jafn­gildir því sem einn maður lætur frá sér á einum sól­ar­hring. Hann benti á að vegna atvinnu­rekstrar væri oft tvö til þrefalt meira af per­sónu­ein­ingum en íbú­um.

Einnig eru bakt­er­íur í skólp­inu sem hafa ekki bein áhrif á vist­kerfið en segja aðal­lega til um smit­hættu. Tryggvi sagði að kröfur væru um að saur­bakt­er­íur þyrftu að vera undir ákveðnum mörkum í vatni eftir los­un. Kerfið væri við­kvæm­ast fyrir mengun af völdum nær­ing­ar­efna, þ.e. áburð­ar­efna eða líf­ræns efn­is. Ein helsta meng­unin af völdum þess­ara efna er skólp­mengun og taldi hann að þörf væri á úrbótum í þeim mál­u­m. 

Ferða­mennska eykur álag á kerfið

Fleiri þættir spila inn í skólp­mengun og einn þeirra er fjölgun ferða­manna. Sam­kvæmt Ferða­mála­stofu komu 2.200.000 ferða­menn til lands­ins á síð­asta ári og jókst um 24,1 pró­sent frá árinu áður. Einn ferða­maður sem dvelur á Íslandi er eins og einn íbúi eða ein per­sónu­ein­ing; sama mengun kemur frá honum og venju­legum íbú­a. 

Tryggvi sagði í sam­tali við Kjarn­ann að ferða­mennskan yki álagið á stað­inn í nátt­úr­unni þar sem skólpið er leitt út í og á hreinsi­stöðv­arn­ar. Hann sagði að hreinsi­stöðv­arnar næðu aldrei nema hluta af meng­un­inni, mis­mikið eftir því hvort um eins þreps, tveggja þrepa eða ítar­legri hreinsun en tveggja þrepa er að ræða. Öll umframmengun sem hreinsi­bún­að­ur­inn ræður ekki við slyppi því í gegn og kæm­ist út í umhverf­ið.

Annar þáttur sem Tryggvi benti á í sam­bandi við vanda með kerfið er vatns­notkun hjá almenn­ingi. „Ef ekki er hugsað um þetta og ef verið er að fara óspar­lega með vatn og það notað í of miklu magni þá kostar það stærri leiðsl­ur. Bæði vatns­leiðslur þar sem þarf að leiða vatnið inn í borg­ina og bæina og eins í lögn­unum fyrir frá­rennsl­i,“ sagði hann. Kostn­aður væri gríð­ar­legur í stórum hreinsi­stöðvum en sá kostn­aður mið­að­ist við vatns­magnið en ekki beint mengun vatns­ins. Hann sagði að þannig myndi umfangið aukast vegna auka­vatns á öllum bún­aði bæði í lögnum og í hreinsi­bún­aði væri hann til stað­ar.

Örplast fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­­inga 

Í frétt Kjarn­ans frá því í byrjun febr­­úar á þessu ári segir að í vatns­­­sýnum sem safnað var úr vatns­­veitu Veitna í Reykja­vík hafi komið í ljós að 0,2 til 0,4 plast­­agnir hafi fund­ist í hverjum lítra vatns. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Veitum eru þetta mun betri nið­­ur­­stöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neyslu­vatni sem var í fréttum hér á landi á síð­­asta ári. Sér­­fræð­ingur sem Kjarn­inn tal­aði við sagði að þrátt fyrir jákvæðar nið­­ur­­stöður þá bæri að taka þær alvar­­lega. Frek­­ari rann­­sókna væri þörf.

Örplast er heiti á plast­­ögnum sem eru minni en 5 milli­­­metrar að þver­­máli. Örplast getur ann­­ars vegar verið fram­­leitt örplast, sem til dæmis finnst í snyrt­i­vörum, eða örplast sem verður til við nið­­ur­brot, til að mynda úr dekkj­um, inn­­­kaupa­­pokum eða fatn­að­i.

Nið­­ur­­stöður mæl­inga Veitna sam­svara því að 1 til 2 slíkar agnir finn­ist í 5 lítrum vatns. Tekin voru stór sýni, eða 10 til 150 lítr­­ar­. Kom fram í fyrr­­nefndri erlendri skýrslu að 83 pró­­sent þeirra 159 sýna sem hún byggir á, og tekin voru víðs vegar í heim­in­um, inn­i­héldu að með­­al­tali tutt­ug­u­falt og allt að 400-falt magn plast­­agna miðað við það sem fannst í neyslu­vatni Reyk­vík­­inga.

Lifum ekki í ein­angr­uðum heimi 

Hrönn Jörundsdóttir Mynd: LynkedInHrönn Jör­unds­dótt­ir, sviðs­­stjóri og sér­­fræð­ingur hjá MAT­ÍS, sagði í sam­tali við Kjarn­ann að nauð­­syn­­legt væri að finna upp­­­sprettu örplasts, þ.e. hvaðan það komi. Hún sagði að þau hjá MATÍS væru að skoða þessi mál og að til stæði að birta skýrslu um örplast á Íslandi í náinni fram­­tíð.

Varð­andi nið­­ur­­stöður úr sýna­­töku Veitna þá sagði hún að það væri jákvætt að lítið örplast hafi greinst í sýn­unum en á hinn bóg­inn þá væri það áhyggju­efni að plast­­agnir hafi fund­ist yfir­­höf­uð. Þetta sýndi að örplast sé víðar en fólk geri sér grein fyr­­ir. „Það verður að taka þetta alvar­­lega, við erum ekki laus við þetta í okkar umhverfi frekar en aðr­ir,“ sagði hún og bætti því við að Íslend­ingar lifi ekki í ein­angr­uðum heimi og að þetta snerti okkur öll.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar