Dugleysi stjórnmálamanna að tala um náttúruvernd einungis á tyllidögum

Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra, segir það örgustu hræsni að vinna við það að setja öðrum lög en fara bara eftir þeim eftir eigin hentugleika líkt og nú eigi að gera.

Björt Ólafsdóttir.
Björt Ólafsdóttir.
Auglýsing

Björt Ólafs­dótt­ir, for­maður Bjartrar fram­tíðar og fyrrum umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra, gagn­rýnir stjórn­mála­menn harð­lega í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag. Hún talar um dug­leysið í stjórn­mála­mönn­unum sem tala um vernd líf­ríkis og nátt­úru ein­ungis á tylli­dög­um. „Það er sorg­legt og dýr­keypt fyrir lands­menn hvað veður skip­ast hér alltaf fljótt í lofti og það er auð­vitað arg­asta hræsni að vinna við það að setja öðrum lög en fara bara eftir þeim eftir eigin hent­ug­leika líkt og nú á að ger­a,“ segir hún í grein­inn­i. 

Í gær var frum­varp Krist­ján Þórs Júl­í­us­sonar sjá­v­­­ar­út­­­vegs- og land­­bún­­að­­ar­ráð­herra sam­þykkt á Alþingi en sam­­­kvæmt því mun verða mög­u­­­legt að veita rekstr­­­ar­­­leyfi til bráða­birgða fyrir fisk­eld­i. Á­stæðan fyrir frum­varp­inu er sú að Úrskurð­­­ar­­­nefnd umhverf­is- og auð­linda­­­mála felldi úr gildi rekstr­­­ar­­­leyfi og starfs­­­leyfi Fjarð­­­ar­­­lax og Arctic Sea til lax­eldis í sjó­kvíum í Pat­­­reks­­­firði og Tálkna­­­firði og vís­aði einnig frá beiðni fyr­ir­tækja um frestun rétt­­­ar­á­hrifa.

Björt spyr sig í grein­inni hvar þeir séu í póli­tík sem eiga enn ein­hvern snefil af sann­fær­ingu og hug­sjón fyrir því meg­in­stefi í nátt­úru­vernd sem og verndun fjöl­breyti­leika líf­ríkis að vernd­unin sjálf í eðli sínu sé það mik­il­væga. „Ekki fyrir pen­inga hvort sem það séu vasar Norð­manna eða veiði­rétt­ar­hafar lax­veiði­áa. Heldur út af því að við sem erum hér í stutta stund höfum ekk­ert leyfi til þess að skemma hana til fram­búð­ar. Þessi rök um ábyrgð kyn­slóð­anna hafa reyndar þegar á reynir ekki fleytt nátt­úru­vernd­inni langt á þessum síð­ustu tímum ólíkt því þegar Sig­ríður í Bratt­holti barð­ist fyrir verndun Gull­foss. En þá eru líka hæg heima­tökin að benda á bullið í við­skipta­mód­el­inu fyrir íslenska skatt­greið­endur sem verða af tugum millj­arða sem þeir norsku fá fyrir leyfin og þau tak­mörk­uðu gæði sem firð­irnir eru,“ segir hún. 

Auglýsing

Björt hvetur enn fremur Íslend­inga til að læra af for­tíð­inni. „Fyrir nokkrum árum þótti stjórn­mála­mönnum Vinstri grænna olíu­leit og kís­il­málm­ver góðar og grænar hug­myndir ekki síst til þess að styðja við byggð í land­inu. Hættum að láta eins og við vitum ekki að opið sjó­kvía­eldi sé meng­andi. Og hættum að láta eins og störfin þar verði mörg til fram­búðar mitt í því að stjórn­mála­menn tala sig hása um fjórðu iðn­bylt­ing­una og sjálf­virkni­væð­ingu starfa sem verða þar auð­vitað eins og í öðrum sjáv­ar­út­veg­i.“

Hún seg­ist skilja vel reiði Vest­firð­inga sem hafa setið eft­ir. Póli­tíkusar hafi ekki sinnt því að skapa almenn skil­yrði til þess að fjöl­breytt sam­fé­lag megi þar dafna. Það sé gert með hring­teng­ingu raf­magns, vegöngum og styrk­ingu vega­kerfis og ljós­leið­ara og sé það hlut­verk stjórn­mál­anna. 

„Ef ráða­menn sam­tím­ans hafa ekki þá sýn að bjóða fólk­inu í land­inu hvort sem það býr á lands­byggð­inni eða í borg að fá að búa heima hjá sér og hafa nóg að starfa án þess í leið­inni að eyði­leggja líf­ríki og nátt­úru, þá á það fólk í stjórn­mál­unum að finna sér eitt­hvað annað að ger­a,“ segir Björt í grein sinn­i. 

Fleiri en ein ástæða fyrir ógild­ingu

Björt rekur úrskurð nefnd­ar­innar og bendir á að ástæður ógild­ing­ar­in­anr hafi verið fleiri en sú að stofn­anir umhverf­is­ráðu­neyt­is­ins hafi ekki með nægj­an­legum hætti fjallað um aðra kosti í sinni máls­með­ferð en lax­eldi í sjó, og þar með ekki farið að lögum um mat á umhverf­is­á­hrif­um. Hún segir það eitt og sér vera ámæl­is­vert, og bróta gegn lög­um, en sé þó fjarri því eina ástæðan sem til­greind er fyrir synjun leyf­anna.

„Fyrir það fyrsta rekur nefndin hvernig meiri­háttar ann­markar hafi verið á allri máls­með­ferð hvað varðar lax­eldi í sjó af hendi íslenskra stjórn­valda í árarað­ir. Sam­kvæmt 2. máls­lið 40. gr. stjórn­ar­skrár lýð­veld­is­ins Íslands geta stjórn­völd ekki afhent eign­ar- eða afnota­rétt að haf­svæði við landið sé ekki fyrir hendi sér­stök laga­heim­ild til hinnar til­teknu ráð­stöf­unar haf­svæð­is­ins. Hún sé ekki til staðar og þannig brjóti leyf­is­veit­ing­arnar almennt gegn stjórn­ar­skránn­i,“ segir hún.

Í öðru lagi bendir hún á að nefndin hafi til­tekið að Umhverf­is­stofnun hafi ekki tekið afstöðu eins og henni bar lögum sam­kvæmt til fyr­ir­liggj­andi mats á hættu á erfða­mengun villtra laxa vegna lax­eld­is, meng­unar í fjörðum og sjúk­dóma í eld­is­fiski á við laxa­lús.

„Í þriðja lagi en ekki í síð­asta lagi fjallar nefndin um þá stað­reynd sem sé einnig ein og sér óhjá­kvæmi­lega umsvifa­laus ógild­ing starfs­leyfa, að fjar­lægð á milli eld­is­svæða ótengdra aðila í þessum máli er ekki sam­kvæmt reglu­gerð­u­m,“ segir hún. 

Athuga­semd frá blaða­manni: Eftir ábend­ingu frá les­anda er vert að taka það fram að þessar þrjár ástæður ógild­ingar sem Björt nefnir eru í kafl­anum „máls­rök kærenda“ en ekki í nið­ur­stöðu Úrskurð­ar­nefnd­ar­inn­ar.

Hægt er að lesa úrskurð­ina hér og hér

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent