Íslenskt vinnuafl mun aðeins ná 74 prósent af mögulegri afkastagetu í framtíðinni

Nýr mælikvarði Alþjóðabankans metur hversu mikið núverandi framlög stjórnvalda til menntunar og heilsu leiðir til árangurs framtíðarstarfsmanna. Ísland mælist neðst af öllum Norðurlöndunum.

Börn að læra
Börn að læra
Auglýsing

Alþjóða­bank­inn hleypti nýjum mæli­kvarða – human capi­tal index – af stokk­unum í gær. Mæli­kvarð­inn mælir hvernig lönd standa sig þegar það kemur að menntun og heil­brigði íbúa sinna. Barn fætt á Íslandi dag mun í fram­tíð­inni aðeins ná 74 pró­sent af mögu­legri afkasta­get­u, þ.e.a.s. ef það hlyti bestu menntun og nyti heillar heilsu, sam­kvæmt nýjum mæl­ingum Alþjóða­bank­ans. 

Í skýrslu frá bank­anum segir að þessi nýi mæli­kvarði sé til­raun til að hvetja lönd út um allan heim til að auka fjár­magn til heil­brigð­is­þjón­ustu og mennt­unar með það að mark­miði að skapa kyn­slóð sem er meira und­ir­búin í vinnur fram­tíð­ar­inn­ar. Að með­al­tali munu 56 pró­sent af börnum fæddum í heim­inum dag fara á mis við helm­ing af sínum mögu­legum ævi­tekju, af því stjórn­völd eru ekki að fjár­festa nóg í heilsu og menntun íbúa sinna, sam­kvæmt skýrsl­unni. Löndin sem koma best út eru Singa­pore, Suður Kór­ea, Jap­an, Hong Kong og Finn­land. Löndin sem koma verst út eru Tjsad, Suð­ur­-Súd­an, Níger, Malí, Líbería og Níger­ía.

Ísland stendur sig illa í alþjóð­legum prófum

Þeir mæli­kvarðar sem teknir eru inn í reikn­ing­inn eru dán­ar­tíðni barna undir fimm ára aldri, ævi­líkur 15 ára barna, áætluð ár í skóla og frammi­staða nem­enda í alþjóð­legum próf­um. Ís­land stendur sig vel þegar það kemur að heilsu en sam­kvæmt mæli­kvarð­anum er 95 pró­sent líkur á að 15 ára mann­eskja muni lifa til sex­tugs á Íslandi og 100 pró­sent íslenskra barna sem fæð­ast verði fimm ára.

Auglýsing

Ísland er stóri svarti punkturinn. Litlu punktarnir eru önnur lönd. Mynd frá World Bank.

Hins vegar dregur mennta­stuðlinn okkur niður list­ann. Mennta­stuð­ul­inn á að sýni gæði og magn mennt­unar í landi, reiknuð eru áætluð ár í skóla og frammi­staða í alþjóð­legum próf­um. Áætluð ár í skóla hér á landi eru 13,4 ár en þar er reiknað með hversu mörg ár ein­stak­lingur er í skóla frá 4 til 18 ára ald­urs. Á Íslandi eru það 13,4 ár, sam­kvæmt þeirra mæl­ingum en þegar ár í skóla eru aðlöguð að gæðum mennt­un­ar, sem reikn­ast út frá alþjóð­legum próf­um, þá eru þessi 13,4 ár í skóla metin sem 10,7 ár hér á land­i. 

Ástæðan fyrir því að Ísland stendur sig ekki betur á þessum mæli­kvarða er vegna þess hversu lágt Íslend­ingar skora á alþjóð­­legum próf­­um. Í ákveðnum alþjóð­­legum sam­ræmdum próf­um, PISA, eru íslenskir nem­endur að skora 497 stig af 625 stig­­um. Til við­mið­unar mæld­ist Ísland árið 2000 með 523 stig í alþjóð­­legum prófum í heild­ina, strákar 516 og stelpur 530. Með árunum hafa Íslend­ingar lækkað nán­­ast stöðugt og árið 2015 mæl­umst þeir með 497 í heild­ina, strákar 489 og stelpur 504. 

Ísland neðst af Norð­ur­lönd­um 

Á Ísland hefur HCI-­stuðlinn hækkað úr 0,73 í 0,74 frá 2012 til 2017. Sam­kvæmt mæl­ingum Alþjóða­bank­anum stendur Ísland sig betur en lönd með álíka verga lands­fram­leiðslu en Íslend er neðst allra Norð­ur­land­anna. Singa­pore, sem stendur sig best af öllum löndum heims, mælist með 0,88 í HCI, sem sagt 88 pró­sent af mögu­legri fram­tíð­ar­fram­leiðni. Til við­mið­unar mæl­ast Nor­egur og Dan­mörk með 0,77 og Sví­þjóð 0,8. Fleiri lönd sem mæl­ast hærra en við eru Banda­rík­in, Bret­land, Portú­gal, Serbía og Írland. Tsjad, sem er neðst á list­an­um, nær aðeins 29 pró­sentum af hvað mögu­legt væri ef menntun og heil­brigð­is­þjón­usta væri sem á best væri kos­ið.

Mynd: World Bank

Efna­hags­legir ávinn­ing­ar 

Alþjóða­bank­inn lýsir mannauð (e.human capital) sem sam­safni af þekk­ingu, kunn­áttu og heilsu sem geri fólki kleift að vera virkir með­limir í sam­fé­lag­inu. Með þessum nýja mæli­kvarða vill Alþjóða­bank­inn sýna fram á þá efna­hags­legu ávinn­ing­ana sem hlyt­ust af því að fjár­festa meira í menntun og heilsu. Bank­inn bendir á hversu gíf­ur­lega mik­il­vægt það er að vinnu­afl fram­tíð­ar­innar sé vel menntað og heil­brigt þar sem við búum á tímum þar íbúum heims fjölgar gíf­ur­lega hratt og tækni­legar fram­farir eru mikl­ar. 

Sam­kvæmt heim­ildum bank­ans þá þýðir eitt auka ár í skóla að fram­tíð­ar­tekjur við­kom­andi hækki um átta pró­sent. Sem dæmi er tekið barn sem hlýtur aðeins 9 ár af menntun en þá má það búast við því að verði 40 pró­sent afkastam­inna sem full­orð­inn ein­stak­lingur en þeir sem ná 14 árum í skóla.

Mæli­kvarð­inn með sínar tak­mark­anir

Í skýrsl­unni, þar sem mæli­kvarð­inn er kynnt­ur, er þó bent á að HCI hafi sínar tak­mark­an­ir, til dæmis komi alþjóð­legu ein­kunn­irnar frá mis­mun­andi alþjóð­legum prófum en ekki sé endi­lega sam­ræmi milli ald­urs og þess sem prófað er í. Einnig séu gögnin mis­mikil frá löndum og geti því vantað inn eitt og eitt ár. En sam­kvæmt Alþjóða­bank­anum þá er „human capi­tal index” ekki mæli­kvarði á vel­ferð heldur frekar mæli­kvarði á hversu mikið núver­andi fram­lag stjórn­valda til mennt­unar og heilsu leiðir til árang­urs á afkasta­getu fram­tíð­ar­starfs­manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent