Alþjóðabankinn hleypti nýjum mælikvarða – human capital index – af stokkunum í gær. Mælikvarðinn mælir hvernig lönd standa sig þegar það kemur að menntun og heilbrigði íbúa sinna. Barn fætt á Íslandi dag mun í framtíðinni aðeins ná 74 prósent af mögulegri afkastagetu, þ.e.a.s. ef það hlyti bestu menntun og nyti heillar heilsu, samkvæmt nýjum mælingum Alþjóðabankans.
Í skýrslu frá bankanum segir að þessi nýi mælikvarði sé tilraun til að hvetja lönd út um allan heim til að auka fjármagn til heilbrigðisþjónustu og menntunar með það að markmiði að skapa kynslóð sem er meira undirbúin í vinnur framtíðarinnar. Að meðaltali munu 56 prósent af börnum fæddum í heiminum dag fara á mis við helming af sínum mögulegum ævitekju, af því stjórnvöld eru ekki að fjárfesta nóg í heilsu og menntun íbúa sinna, samkvæmt skýrslunni. Löndin sem koma best út eru Singapore, Suður Kórea, Japan, Hong Kong og Finnland. Löndin sem koma verst út eru Tjsad, Suður-Súdan, Níger, Malí, Líbería og Nígería.
Ísland stendur sig illa í alþjóðlegum prófum
Þeir mælikvarðar sem teknir eru inn í reikninginn eru dánartíðni barna undir fimm ára aldri, ævilíkur 15 ára barna, áætluð ár í skóla og frammistaða nemenda í alþjóðlegum prófum. Ísland stendur sig vel þegar það kemur að heilsu en samkvæmt mælikvarðanum er 95 prósent líkur á að 15 ára manneskja muni lifa til sextugs á Íslandi og 100 prósent íslenskra barna sem fæðast verði fimm ára.
Hins vegar dregur menntastuðlinn okkur niður listann. Menntastuðulinn á að sýni gæði og magn menntunar í landi, reiknuð eru áætluð ár í skóla og frammistaða í alþjóðlegum prófum. Áætluð ár í skóla hér á landi eru 13,4 ár en þar er reiknað með hversu mörg ár einstaklingur er í skóla frá 4 til 18 ára aldurs. Á Íslandi eru það 13,4 ár, samkvæmt þeirra mælingum en þegar ár í skóla eru aðlöguð að gæðum menntunar, sem reiknast út frá alþjóðlegum prófum, þá eru þessi 13,4 ár í skóla metin sem 10,7 ár hér á landi.
Ástæðan fyrir því að Ísland stendur sig ekki betur á þessum mælikvarða er vegna þess hversu lágt Íslendingar skora á alþjóðlegum prófum. Í ákveðnum alþjóðlegum samræmdum prófum, PISA, eru íslenskir nemendur að skora 497 stig af 625 stigum. Til viðmiðunar mældist Ísland árið 2000 með 523 stig í alþjóðlegum prófum í heildina, strákar 516 og stelpur 530. Með árunum hafa Íslendingar lækkað nánast stöðugt og árið 2015 mælumst þeir með 497 í heildina, strákar 489 og stelpur 504.
Ísland neðst af Norðurlöndum
Á Ísland hefur HCI-stuðlinn hækkað úr 0,73 í 0,74 frá 2012 til 2017. Samkvæmt mælingum Alþjóðabankanum stendur Ísland sig betur en lönd með álíka verga landsframleiðslu en Íslend er neðst allra Norðurlandanna. Singapore, sem stendur sig best af öllum löndum heims, mælist með 0,88 í HCI, sem sagt 88 prósent af mögulegri framtíðarframleiðni. Til viðmiðunar mælast Noregur og Danmörk með 0,77 og Svíþjóð 0,8. Fleiri lönd sem mælast hærra en við eru Bandaríkin, Bretland, Portúgal, Serbía og Írland. Tsjad, sem er neðst á listanum, nær aðeins 29 prósentum af hvað mögulegt væri ef menntun og heilbrigðisþjónusta væri sem á best væri kosið.
Efnahagslegir ávinningar
Alþjóðabankinn lýsir mannauð (e.human capital) sem samsafni af þekkingu, kunnáttu og heilsu sem geri fólki kleift að vera virkir meðlimir í samfélaginu. Með þessum nýja mælikvarða vill Alþjóðabankinn sýna fram á þá efnahagslegu ávinningana sem hlytust af því að fjárfesta meira í menntun og heilsu. Bankinn bendir á hversu gífurlega mikilvægt það er að vinnuafl framtíðarinnar sé vel menntað og heilbrigt þar sem við búum á tímum þar íbúum heims fjölgar gífurlega hratt og tæknilegar framfarir eru miklar.
Samkvæmt heimildum bankans þá þýðir eitt auka ár í skóla að framtíðartekjur viðkomandi hækki um átta prósent. Sem dæmi er tekið barn sem hlýtur aðeins 9 ár af menntun en þá má það búast við því að verði 40 prósent afkastaminna sem fullorðinn einstaklingur en þeir sem ná 14 árum í skóla.
Mælikvarðinn með sínar takmarkanir
Í skýrslunni, þar sem mælikvarðinn er kynntur, er þó bent á að HCI hafi sínar takmarkanir, til dæmis komi alþjóðlegu einkunnirnar frá mismunandi alþjóðlegum prófum en ekki sé endilega samræmi milli aldurs og þess sem prófað er í. Einnig séu gögnin mismikil frá löndum og geti því vantað inn eitt og eitt ár. En samkvæmt Alþjóðabankanum þá er „human capital index” ekki mælikvarði á velferð heldur frekar mælikvarði á hversu mikið núverandi framlag stjórnvalda til menntunar og heilsu leiðir til árangurs á afkastagetu framtíðarstarfsmanna.