Íbúar landsins 436 þúsund eftir tæp 50 ár

Samkvæmt spá Hagstofunnar verða Íslendingar ríflega 400 þúsund árið 2067. Þjóðin er að eldast en er, og mun verða enn um sinn, mun yngri en flestar Evrópuþjóðir.

Fólk samankomið. By Rakel Tómasdóttir
Auglýsing

Ætla má að íbúar lands­ins verði 436 þús­und árið 2067, bæði vegna fólks­flutn­inga og af nátt­úru­legum ástæð­um, sam­kvæmt spá Hag­stof­unnar um þróun mann­fjöld­ans. Íslend­ingar voru til sam­an­burðar 348 þús­und í byrjun árs 2018. Miðspá byggist á gildandi þjóðhagspá Hagstofu Íslands um verga landsframleiðslu og þróun atvinnuleysis til næstu fimm ára. Í háspánni er miðað við tvöfaldan hagvöxt miðað við þjóðhagspá, minna atvinnuleysi og hárri frjósemi. Í lágspánni er gert ráð fyrir engum hagvexti og meira atvinnuleysi, lágri frjósemi og lágum jákvæðum flutningsjöfnuði. Mynd: Hagstofa Íslands

Íslenska þjóðin ung

Íslenska þjóðin er að eld­ast líkt og flestar Evr­ópu­þjóðir en þá eru Íslend­ingar nú og verða áfram yngri en flestar Evr­ópu­þjóðir sam­kvæmt skýrslu Hag­stof­unn­ar. Árið 2060 verður meira en þriðj­ungur Evr­ópu­búa eldri en 65 ára en ein­ungis um fjórð­ungur Íslend­inga. Hinn fyrsta jan­úar 2017 var 27 pró­sent af mann­fjölda Evr­ópu­sam­bands­ins yngri en 25 ára, en elsti ald­urs­hóp­ur­inn (65 ára og eldri) nam 19 pró­sent­um. Á Ísland eru hins vegar 33 pró­sent yngri en 25 ára og elsti ald­urs­hóp­ur­inn 4 pró­sent af íbú­um.

Flestar Evr­ópu­þjóðir eru að lenda í vand­ræðum vegna þess að sam­setn­ing þjóða þeirra er að breyt­ast og þeir eldri eru að verða fleiri en yngri. En nauð­syn­legt er að hafa ungt fólk í landi til þess að standa undir hinum yngri og hinum eldri. Gert er ráð fyrir að fólk á vinnu­aldri (skil­greint á ald­urs­bil­inu 20 til 65 ára) standi undir fram­færslu ann­ars vegar þeirra sem eru yngri en 20 ára og hins vegar þeirra sem eru eldri en 65 ára. 

Auglýsing

Á Íslandi hefur fram­færslu­hlut­fall ungs fólks verið hærra en fram­færslu­hlut­fall þeirra sem eldri eru, að hluta til vegna þess hversu hátt hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara er hér á landi. Sam­kvæmt spám Hag­stof­unnar snýst þetta við árið 2044 en þá verður í fyrsta sinn fleira eldra fólk en yngra. 

Erlendir rík­is­borg­arar halda Íslend­ingum ungum

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar verða aðfluttir áfram fleiri en brott­fluttir á hverju ár fyrst og fremst vegna erlendra inn­flytj­enda. Íslenskir rík­is­borg­arar sem flytj­ast frá land­inu verða áfram fleiri en þeir sem flytj­ast til lands­ins. 

Erlendum rík­is­borg­ur­unum hefur fjölgað mikið á Ísland en um mitt ár 2018 voru alls 38.657 starf­andi inn­­flytj­endur á Íslandi eða rúm 19 pró­­sent af heild­ar­vinn­u­afli Íslands­. Sá fjöldi er rúm­­­­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­­­­hafi árs 2005 og tvö­­­­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári. 

Gríð­­ar­­leg upp­­­bygg­ingin hefur átt sér stað hér á landi síð­­­ustu 10 ár en hún hefur útheimt mikið vinnu­afl. Þetta vinn­u­afl var ekki til staðar á Íslandi og því þurfti að sækja það til ann­­arra landa. ­Stærsti hluti þeirra sem kemur hingað til lands er ungt fólk. Er­­lendir rík­­is­­borg­­arar á meðal íslenskra skatt­greið­enda hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru í lok síð­­asta árs. Um 90 pró­­sent allra nýrra skatt­greið­anda á Íslandi í fyrra voru erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Þeim hefur fjölgað rúm­­lega 60 sinnum hraðar og átta sinnum meira en íslenskum skatt­greið­endum á skrá á milli áranna 2016 og 2017. Þeir eru nú 15,1 pró­­sent þeirra sem greiða hér til sam­­neysl­unn­­ar.

Erlent vinnu­afl á Íslandi hefur því ekki aðeins aukið hag­sæld lands­ins heldur hefur það einnig yngt upp þjóð­ina. Líkt og kemur fram hér að ofan þurfa þjóðir fólk á vinnu­aldri til að standi undir fram­færslu yngstu og elstu hóp lands­ins. Þess vegna er mik­il­vægt fyrir Ísland að fá erlenda rík­is­borgra til að vinna hér á landi og borga skatta. Það heldur þjóð­inni ungri. 

Fleiri karlar en konur á Íslandi

Und­an­farin ár hafa mun fleiri karlar en konur flust til lands­ins, í árs­byrjun 2018 voru 1.030 karlar á hverjar 1.000 kon­ur. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar verða karlar fleiri en konur á hverju ári næstu 50 árin. Sam­kvæmt Hag­stof­unni er þróun kynja­hlut­falls hér á landi um margt athygl­is­verð, hún er sam­spil af mörgum þátt­um. Fleiri drengir en stúlkur fæð­ast á hverju ári, fjölda fæð­inga, mis­mun­andi dán­ar­tíðni kynj­anna, ólíkum lífslíkum kynj­anna og ólíkri hegðun kynj­anna hvað varðar búferla­flutn­inga. Frá lokum síð­ustu aldar hafa búferla­flutn­ingar haft mest áhrif á kynja­hlut­fall­ið. Í flestum Evr­ópu­ríkjum eru færri karlar en kon­ur. 

Mynd: Hagstofa Íslands

Sam­kvæmt Hag­stof­unni munu fleiri fæð­ast en deyja á hverju ári frá og með árinu 2061. Með­al­ævi karla og kvenna við fæð­ingu mun halda áfram að lengj­ast. Nýfæddar stúlkur árið 2018 geta vænst þess að verða 83,9 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,8 ára. Stúlkur sem fæð­ast árið 2067 geta vænst þess að verða 88,7 ára en drengir 84,4 ára.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Freyr Eyjólfsson
Neysla og úrgangur eykst á heimsvísu – Ákall um nýjar, grænar lausnir
Kjarninn 20. febrúar 2020
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent