Íbúar landsins 436 þúsund eftir tæp 50 ár

Samkvæmt spá Hagstofunnar verða Íslendingar ríflega 400 þúsund árið 2067. Þjóðin er að eldast en er, og mun verða enn um sinn, mun yngri en flestar Evrópuþjóðir.

Fólk samankomið. By Rakel Tómasdóttir
Auglýsing

Ætla má að íbúar lands­ins verði 436 þús­und árið 2067, bæði vegna fólks­flutn­inga og af nátt­úru­legum ástæð­um, sam­kvæmt spá Hag­stof­unnar um þróun mann­fjöld­ans. Íslend­ingar voru til sam­an­burðar 348 þús­und í byrjun árs 2018. Miðspá byggist á gildandi þjóðhagspá Hagstofu Íslands um verga landsframleiðslu og þróun atvinnuleysis til næstu fimm ára. Í háspánni er miðað við tvöfaldan hagvöxt miðað við þjóðhagspá, minna atvinnuleysi og hárri frjósemi. Í lágspánni er gert ráð fyrir engum hagvexti og meira atvinnuleysi, lágri frjósemi og lágum jákvæðum flutningsjöfnuði. Mynd: Hagstofa Íslands

Íslenska þjóðin ung

Íslenska þjóðin er að eld­ast líkt og flestar Evr­ópu­þjóðir en þá eru Íslend­ingar nú og verða áfram yngri en flestar Evr­ópu­þjóðir sam­kvæmt skýrslu Hag­stof­unn­ar. Árið 2060 verður meira en þriðj­ungur Evr­ópu­búa eldri en 65 ára en ein­ungis um fjórð­ungur Íslend­inga. Hinn fyrsta jan­úar 2017 var 27 pró­sent af mann­fjölda Evr­ópu­sam­bands­ins yngri en 25 ára, en elsti ald­urs­hóp­ur­inn (65 ára og eldri) nam 19 pró­sent­um. Á Ísland eru hins vegar 33 pró­sent yngri en 25 ára og elsti ald­urs­hóp­ur­inn 4 pró­sent af íbú­um.

Flestar Evr­ópu­þjóðir eru að lenda í vand­ræðum vegna þess að sam­setn­ing þjóða þeirra er að breyt­ast og þeir eldri eru að verða fleiri en yngri. En nauð­syn­legt er að hafa ungt fólk í landi til þess að standa undir hinum yngri og hinum eldri. Gert er ráð fyrir að fólk á vinnu­aldri (skil­greint á ald­urs­bil­inu 20 til 65 ára) standi undir fram­færslu ann­ars vegar þeirra sem eru yngri en 20 ára og hins vegar þeirra sem eru eldri en 65 ára. 

Auglýsing

Á Íslandi hefur fram­færslu­hlut­fall ungs fólks verið hærra en fram­færslu­hlut­fall þeirra sem eldri eru, að hluta til vegna þess hversu hátt hlut­fall erlendra rík­is­borg­ara er hér á landi. Sam­kvæmt spám Hag­stof­unnar snýst þetta við árið 2044 en þá verður í fyrsta sinn fleira eldra fólk en yngra. 

Erlendir rík­is­borg­arar halda Íslend­ingum ungum

Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar verða aðfluttir áfram fleiri en brott­fluttir á hverju ár fyrst og fremst vegna erlendra inn­flytj­enda. Íslenskir rík­is­borg­arar sem flytj­ast frá land­inu verða áfram fleiri en þeir sem flytj­ast til lands­ins. 

Erlendum rík­is­borg­ur­unum hefur fjölgað mikið á Ísland en um mitt ár 2018 voru alls 38.657 starf­andi inn­­flytj­endur á Íslandi eða rúm 19 pró­­sent af heild­ar­vinn­u­afli Íslands­. Sá fjöldi er rúm­­­­lega fjórum sinnum það sem hann var í upp­­­­hafi árs 2005 og tvö­­­­faldur það sem hann var í byrjun árs 2015, fyrir þremur og hálfu ári. 

Gríð­­ar­­leg upp­­­bygg­ingin hefur átt sér stað hér á landi síð­­­ustu 10 ár en hún hefur útheimt mikið vinnu­afl. Þetta vinn­u­afl var ekki til staðar á Íslandi og því þurfti að sækja það til ann­­arra landa. ­Stærsti hluti þeirra sem kemur hingað til lands er ungt fólk. Er­­lendir rík­­is­­borg­­arar á meðal íslenskra skatt­greið­enda hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru í lok síð­­asta árs. Um 90 pró­­sent allra nýrra skatt­greið­anda á Íslandi í fyrra voru erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Þeim hefur fjölgað rúm­­lega 60 sinnum hraðar og átta sinnum meira en íslenskum skatt­greið­endum á skrá á milli áranna 2016 og 2017. Þeir eru nú 15,1 pró­­sent þeirra sem greiða hér til sam­­neysl­unn­­ar.

Erlent vinnu­afl á Íslandi hefur því ekki aðeins aukið hag­sæld lands­ins heldur hefur það einnig yngt upp þjóð­ina. Líkt og kemur fram hér að ofan þurfa þjóðir fólk á vinnu­aldri til að standi undir fram­færslu yngstu og elstu hóp lands­ins. Þess vegna er mik­il­vægt fyrir Ísland að fá erlenda rík­is­borgra til að vinna hér á landi og borga skatta. Það heldur þjóð­inni ungri. 

Fleiri karlar en konur á Íslandi

Und­an­farin ár hafa mun fleiri karlar en konur flust til lands­ins, í árs­byrjun 2018 voru 1.030 karlar á hverjar 1.000 kon­ur. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unn­ar verða karlar fleiri en konur á hverju ári næstu 50 árin. Sam­kvæmt Hag­stof­unni er þróun kynja­hlut­falls hér á landi um margt athygl­is­verð, hún er sam­spil af mörgum þátt­um. Fleiri drengir en stúlkur fæð­ast á hverju ári, fjölda fæð­inga, mis­mun­andi dán­ar­tíðni kynj­anna, ólíkum lífslíkum kynj­anna og ólíkri hegðun kynj­anna hvað varðar búferla­flutn­inga. Frá lokum síð­ustu aldar hafa búferla­flutn­ingar haft mest áhrif á kynja­hlut­fall­ið. Í flestum Evr­ópu­ríkjum eru færri karlar en kon­ur. 

Mynd: Hagstofa Íslands

Sam­kvæmt Hag­stof­unni munu fleiri fæð­ast en deyja á hverju ári frá og með árinu 2061. Með­al­ævi karla og kvenna við fæð­ingu mun halda áfram að lengj­ast. Nýfæddar stúlkur árið 2018 geta vænst þess að verða 83,9 ára gamlar en nýfæddir drengir 79,8 ára. Stúlkur sem fæð­ast árið 2067 geta vænst þess að verða 88,7 ára en drengir 84,4 ára.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra óskaði eftir flýtimeðferð á boðuðu dómsmáli
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur óskað eftir flýtimeðferð á dómsmáli sínu gegn skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá hnekkt úrskurði kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bílaleigubílum í umferð fjölgar milli mánaða
Bílaleigur hafa fjölgað bílum í umferð um tæplega 2.500 á milli mánaða. Flotinn heldur samt sem áður áfram að minnka og hann er núna fimmtungi minni en á sama tíma í fyrra.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Alvarleg hættumerki sem kalli á að rödd Íslands verði að vera háværari
Formaður Viðreisnar telur að valdboðsstjórnmál séu víða að ryðja sér til rúms þar sem óþolinmæði leiðtoga gagnvart réttarríkinu, mannréttindum, fjölmiðlum og lýðræði sé sýnilega að aukast. Henni líst ekki á að Ingibjörg Sólrún láti af störfum hjá ÖSE.
Kjarninn 14. júlí 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Spjallað við Herdísi Stefánsdóttur
Kjarninn 14. júlí 2020
Á gangi í Piccadily Circus í London.
Takmarkanir settar á að nýju – andlitsgrímur skylda í verslunum á Englandi
„Ég vil vera hreinskilinn við ykkur: Við munum ekki snúa til sömu lífshátta í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir framkvæmdastjóri WHO. Enn og aftur hafa ýmsar takmarkanir verið settar á, m.a. í Kaliforníu þar sem smitum hefur fjölgað gífurlega hratt síðustu
Kjarninn 14. júlí 2020
Í matsskýrslu kemur fram að Arctic Sea Farm áformi að hefja laxeldi á þremur svæðum í Arnarfirði: í Trostansfirði, við Hvestudal og við Lækjarbót.
Eldið í Arnarfirði myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa
Samanlagt mun núverandi og fyrirhugað laxeldi í Arnarfirði verða 20 þúsund tonn. Þar með yrði burðarþoli fjarðarins að mati Hafró náð. Eldið myndi hafa nokkuð neikvæð áhrif á villta laxa með tilliti til erfðablöndunar og laxalúsar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent