Vilhjálmur Birgisson var kjörinn 1. varaforseti ASÍ á þingi sambandsins í dag.
Tveir buðu sig fram, þeir Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélag Suðurnesja og Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Vilhjálmur fékk 171 atkvæði eða 59,8 prósent og Guðbrandur fékk 115 eða 40,2 prósent. Heildarfjöldi atkvæða var 289, auðir og ógildir seðlar voru 3.
Auglýsing
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, sem hafði tilkynnt framboð til 1. varaforseta, dró framboð sitt til baka fyrr í dag.
Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands var sjálfkjörinn í embætti 2. varforseta.