Mesta losun koltvísýrings kemur frá ferðaþjónustu

Heildarlosun koltvísýrings frá hagkerfi Íslands hefur fimmfaldast frá árinu 1995. Losun koltvísýrings er mest frá greinum ferðaþjónustunnar en þar telur flug hæst.

flugvél
Auglýsing

Losun koltvísýrings frá einkennandi greinar ferðaþjónustunnar á Íslandi hefur ríflega fimmfaldast frá árinu 1995 og nær þrefaldast frá árinu 2012. Greinar ferðaþjónustunnar fara fram úr losun fyrirtækja í framleiðslu málma árið árið 2016. Þetta kemur fram í nýjustu tölum AEA , losunarbókhaldi Hagstofu Íslands, þar sem mælt er hver losun kolvísýrings er frá hagkerfi Íslands.

Mynd: Hagstofa Íslands

Mikil losun frá íslenskum flugfélögum

Í einkennandi greinum ferðaþjónustu kemur losun CO2 fyrst og fremst frá flugi en ekki er gerður greinarmunur á því, í mælingum AEA, hvort að starfsemi íslensku flugfélaganna fara fram á Íslandi eða erlendis eða hvort verið sé að þjónusta ferðamenn eða fólk búsetta á Íslandi.

Auglýsing

Umsvif íslenskra flugfélaga hafa vaxið mjög ört síðustu sex ár. Losunin hefur beina fylgni við fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll. Frá 2012-2013 jókst fjöldi farþega um Keflavík jafnt og losun eða 14 prósent. Á árunum 2015-2016 fjölgaði farþegum um Keflavíkurflugvöll nær 35 prósent en losun frá greininni um 36 prósent. Þessi fylgni er hins vegar að hluta til tilviljun. Nokkur hluti farþega um Keflavíkurflugvöll ferðast með erlendum flugfélögum, sem teljast ekki með í AEA tölunum. Á sama tíma hafa umsvif íslenskra flugfélaga án viðkomu í Keflavík aukist.

Heildarlosun íslenska hagkerfisins hefur tvöfaldast frá 1995

Árið 1995 var heildarlosun koltvísýrings íslenska hagkerfisins 2.817 kílótonn en árið 2016 mæltist heildarlosunin 5.698 kílótonn. Losunin hefur því tvöfaldast. Árið 2008 náði losunin 4.600 kílótonnum, en lækkaði lítilega á sama tíma og hagkerfið dróst saman til ársins 2012. Losun ársins 2016 er sú mesta frá árinu 1995. 

Losun koltvísýrings frá málmvinnslu var fjórum sinnum meira árið 2016 en árið 1994.  Losun frá málmvinnslu jókst töluvert árin 1998 og 2008 í samræmi við fjölgun fyrirtækja í greininni. Losun koltvísýrings frá fyrirtækjum í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu hefur lækkað um helming frá árinu 1995. Losun í sjávarútvegi og matvælaframleiðslu kemur fyrst og fremst vegna olíunotkunar hjá skipum, en einnig er notkun olíu til suðu og bræðslu í framleiðslu nokkur. Samdráttur í CO2 losun frá þessari grein hefur verið meiri en bein fækkun skipa myndi benda til. Frá 1999 til 2016 fækkaði skipum um 18 prósent á meðan losun dróst saman um 50 prósent.  

Losun frá heimilum náði hámarki árið 2007

Losun koltvísýrings frá íslenskum heimilum árið 2016 var 30 prósent hærri en árið 1995, en hefur verið á bilinu 540 til 600 kílótonn CO2 frá 2008. En losun frá einstaklingum frá heimilum hefur aukist úr 1,63 kílótonnum á einstakling í 1,73 tonn árið 2016. Losun einstaklinga náði hámarki árið 2007 1,96 tonn á einstakling. 

Mynd: Hagstofa Íslands

Losun frá heimilum er fyrst og fremst vegna aksturs en einnig er tekið tillit til notkunar eldunargass, hitunarolíu og flugelda. Flug, strætóferðir, sorplosun, notkun rafmagns og jarðvarma telur ekki inn í losun heimila, heldur reiknast á viðeigandi atvinnugreinar. Losun 1,7 tonn á einstakling er sambærileg og losunin frá meðalstórum fjölskyldubíl sem ekið er 8000 km. 

Losun koltvísýrings sýnir aðeins hluta af allri losun gróðurhúsalofttegunda

Vert er að nefna að í fyrrgreindum tölum er aðeins er fjallað um losun koltvísýrings CO2 frá hagkerfi Íslands en ekki annarra gróðurhúsalofttegunda þar á meðal metan CH4, nitur oxíð NOx og brennisteins oxíð SOx. 

Í tölum Hagstofunnar má til dæmis sjá að landbúnaður á Íslandi losaði 14.466 kílótonn af metan gasi árið 2016 en aðeins 4,6 kílótonn af koltvísýring. 

Fiskvinnsla losaði 12.804,5 kílótonn af Nitur oxíð árið 2016 og landbúnaður 2456 kílótonn. Málmiðnaðurinn losaði til að mynda 12.198,7 kílótonn af brennistein út í umhverfið og fiskvinnsla 2352 tonn árið 2016.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent