Deilur vegna eineltis innan Pírataflokksins

Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum vegna eineltis og niðurstaða úrskurðarnefndar Pírata varðandi ráðningu aðstoðarmanns hefur verið harðlega gagnrýnd.

7DM_9817_raw_1767.JPG
Auglýsing

Úrsagnir og deilur innan raða Pírata verða ræddar á fundi flokks­ins í kvöld. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum vegna ein­elt­is. Ein­eltis­á­ætlun og áætlun um við­brögð vegna kyn­ferð­is­legrar áreitni er á dag­skrá og kosið verður um þær í kvöld. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

„Það er fólk sem hefur liðið illa innan flokks­ins og það hefur ekki verið tek­ist á við það. Það er stórt vanda­mál sem þarf að takast á við.“ segir Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. 

Fjórir úr fram­kvæmda­ráði Pírata hættu í ráð­inu í októ­ber og meðal þeirra er fyrr­ver­andi for­maður fram­kvæmda­ráðs Pírata Sindri Viborg en hann hefur sakað félaga sína um ein­elti í sinn garð. 

Auglýsing

Segir úrskurð­inn ljótan og illa ígrund­aðan

Rannveig ErnudóttirRann­veig Ern­u­dótt­ir, vara­­borg­­ar­­full­­trúi Pírata, gagn­rýn­di vinn­u­brögð sam­­flokks­­manna sinna harð­lega á Face­­book-­síðu sinni fyrir helgi. Í stöðu­færslu sinni seg­ist  hún hafa sent skrif­­stofu borg­­ar­­stjórn­­ar er­indi þar sem hún óski eft­ir að fá að vita hverj­ar af­­leið­ing­ar þess væru ef hún sem kjör­inn full­­trúi segði sig úr Pír­öt­um, þar sem hún hafi mik­inn áhuga á að starfa fyr­ir borg­ina en ekki sem Pírati.

Rann­veig lýs­ir í færsl­unni á Face­book óánægju með nið­ur­­­stöðu úr­sk­­urð­ar­­­nefnd­ar Pírata að virkja ætti upp­sagn­ar­á­kvæði í ráðn­ing­ar­samn­ingi aðstoð­ar­manns fram­kvæmda­stjóra flokks­ins. Úrskurð­ur­inn var birtur á föstu­dag­inn þar sem fram kemur að aðila í starfi aðstoð­ar­manns fram­kvæmda­stjóra sé sagt upp störfum vegna þess að láðst hafi að fara eftir lögum Pírata um að aug­lýsa fastar stöður í boði hjá Pírötum þegar við­kom­andi var ráð­inn. Rann­veig ­seg­ir þann úr­sk­­urð ljót­an og illa ígrund­að­an. Hún segir hann hluti af stærri mynd sem ein­­kenn­ist af „of­beldi, vald­níðslu, ein­elti, mik­illi van­hæfni og of­mati ein­elt­istudda á eig­in ágæt­i“. 

Rann­veig segir þetta ekki eins­­dæmi að starfs­­menn flokks­ins séu hrakt­ir á braut held­ur virð­ist það frem­ur vera venj­­an. „Hreyf­­ing sem kem­ur svona fram við starfs­­fólkið sitt er ekki fær um að leiða bar­átt­una fyr­ir bættu sam­­fé­lag­i,“ seg­ir Rann­veig meðal ann­­ars.

Atli Fann­dal fyrr­ver­andi póli­tískur ráð­gjafa Pírata seg­ist, í stöðu­færslu á Face­book-síðu sinni, skamm­ast sín fyrir hönd þeirra sem skrif­uðu úrskurð­inn og að þau gerðu sér kannski ekki grein fyrir því að þarna hefðu þau form­gert, sam­þykkt og styrkt ein­elti.

Ráð­inn án aug­lýs­ingar

Málið á rætur að rekja til þess þegar Píratar réðu í vor Hans Benja­míns­son í stöðu aðstoð­ar­manns fram­kvæmda­stjóra en ráðið var í stöð­una með tíma­bundnum verk­töku­samn­ingi sem gilti til 1. júní, þ.e. fram yfir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 26. maí síð­ast­lið­inn. Eftir kosn­ingar ræddu fram­kvæmda­stjóri og fram­kvæmda­ráð Pírata um þörf og nauð­syn þess að Píratar hefðu tvo starfs­menn og hvort ráða ætti í stöð­una til fram­búð­ar, að því er fram kemur í umræddum úrskurði. Úr varð að fram­kvæmda­stjóra var falið að ráða í stöðu aðstoð­ar­manns og var Hans val­inn til að gegna stöð­unni á ný. Frá ráðn­ing­unni var gengið án aug­lýs­ingar í ágúst. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Úrskurð­ar­nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að ákvæði laga Pírata sem kveður á um að ein­göngu sé heim­ilt að ráða starfs­fólk að und­an­geng­inni aug­lýs­ingu um stöð­una hafi ekki verið fram­fylgt við umrædda ráðn­ingu og telur rétt að fram­kvæmda­ráð virki upp­sagn­ar­á­kvæði í ráðn­ing­ar­samn­ingi Hans svo fljótt sem auðið er. Úrskurð­ur­inn birt­ist síð­asta föstu­dag.

„Fólk er að tala sam­an. Það er kannski ekki mikið sem hægt er að segja á þess­ari stundu. Þetta er allt tekið mjög alvar­lega,“ segir Erla Hlyns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata í sam­tali við Morg­un­blað­ið. Hún segir jafn­framt að aldrei megi gera lítið úr upp­lif­unum fólks af ein­elti og því verði að skoða málið ítar­lega.

Dóra Björt Guðjónsdóttir PíratarÍ sam­tali við Frétta­blaðið segir Dóra Björt líta í eigin barm: „Ég auð­vitað horfi í eigin barm, hvort ég hefði getað gert meira til að koma í veg fyrir að þessi staða hefði komið upp og vil biðja það fólk afsök­unar sem ég hefði getað stutt bet­ur. Þetta er að ein­hverju leyti afleið­ing þess flata strúkt­úrs sem við erum með þar sem ábyrgðin á því hver eigi að taka á svona málum er á reik­i,“ segir Dóra Björt. „Við sem flokkur virð­umst reyna að setja upp ný kerfi og ferli í stað­inn fyrir að tala bara saman og leysa vand­ann.“





Fyrr í kvöld birt­ist þessi úrskurð­ur. Þetta er ljótur og illa ígrund­aður úrskurð­ur. Hann er hluti af stærri og ljótri...

Posted by Rann­veig Ernu­dóttir on Fri­day, Novem­ber 2, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent