Deilur vegna eineltis innan Pírataflokksins

Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum vegna eineltis og niðurstaða úrskurðarnefndar Pírata varðandi ráðningu aðstoðarmanns hefur verið harðlega gagnrýnd.

7DM_9817_raw_1767.JPG
Auglýsing

Úrsagnir og deilur innan raða Pírata verða ræddar á fundi flokks­ins í kvöld. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum vegna ein­elt­is. Ein­eltis­á­ætlun og áætlun um við­brögð vegna kyn­ferð­is­legrar áreitni er á dag­skrá og kosið verður um þær í kvöld. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

„Það er fólk sem hefur liðið illa innan flokks­ins og það hefur ekki verið tek­ist á við það. Það er stórt vanda­mál sem þarf að takast á við.“ segir Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. 

Fjórir úr fram­kvæmda­ráði Pírata hættu í ráð­inu í októ­ber og meðal þeirra er fyrr­ver­andi for­maður fram­kvæmda­ráðs Pírata Sindri Viborg en hann hefur sakað félaga sína um ein­elti í sinn garð. 

Auglýsing

Segir úrskurð­inn ljótan og illa ígrund­aðan

Rannveig ErnudóttirRann­veig Ern­u­dótt­ir, vara­­borg­­ar­­full­­trúi Pírata, gagn­rýn­di vinn­u­brögð sam­­flokks­­manna sinna harð­lega á Face­­book-­síðu sinni fyrir helgi. Í stöðu­færslu sinni seg­ist  hún hafa sent skrif­­stofu borg­­ar­­stjórn­­ar er­indi þar sem hún óski eft­ir að fá að vita hverj­ar af­­leið­ing­ar þess væru ef hún sem kjör­inn full­­trúi segði sig úr Pír­öt­um, þar sem hún hafi mik­inn áhuga á að starfa fyr­ir borg­ina en ekki sem Pírati.

Rann­veig lýs­ir í færsl­unni á Face­book óánægju með nið­ur­­­stöðu úr­sk­­urð­ar­­­nefnd­ar Pírata að virkja ætti upp­sagn­ar­á­kvæði í ráðn­ing­ar­samn­ingi aðstoð­ar­manns fram­kvæmda­stjóra flokks­ins. Úrskurð­ur­inn var birtur á föstu­dag­inn þar sem fram kemur að aðila í starfi aðstoð­ar­manns fram­kvæmda­stjóra sé sagt upp störfum vegna þess að láðst hafi að fara eftir lögum Pírata um að aug­lýsa fastar stöður í boði hjá Pírötum þegar við­kom­andi var ráð­inn. Rann­veig ­seg­ir þann úr­sk­­urð ljót­an og illa ígrund­að­an. Hún segir hann hluti af stærri mynd sem ein­­kenn­ist af „of­beldi, vald­níðslu, ein­elti, mik­illi van­hæfni og of­mati ein­elt­istudda á eig­in ágæt­i“. 

Rann­veig segir þetta ekki eins­­dæmi að starfs­­menn flokks­ins séu hrakt­ir á braut held­ur virð­ist það frem­ur vera venj­­an. „Hreyf­­ing sem kem­ur svona fram við starfs­­fólkið sitt er ekki fær um að leiða bar­átt­una fyr­ir bættu sam­­fé­lag­i,“ seg­ir Rann­veig meðal ann­­ars.

Atli Fann­dal fyrr­ver­andi póli­tískur ráð­gjafa Pírata seg­ist, í stöðu­færslu á Face­book-síðu sinni, skamm­ast sín fyrir hönd þeirra sem skrif­uðu úrskurð­inn og að þau gerðu sér kannski ekki grein fyrir því að þarna hefðu þau form­gert, sam­þykkt og styrkt ein­elti.

Ráð­inn án aug­lýs­ingar

Málið á rætur að rekja til þess þegar Píratar réðu í vor Hans Benja­míns­son í stöðu aðstoð­ar­manns fram­kvæmda­stjóra en ráðið var í stöð­una með tíma­bundnum verk­töku­samn­ingi sem gilti til 1. júní, þ.e. fram yfir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 26. maí síð­ast­lið­inn. Eftir kosn­ingar ræddu fram­kvæmda­stjóri og fram­kvæmda­ráð Pírata um þörf og nauð­syn þess að Píratar hefðu tvo starfs­menn og hvort ráða ætti í stöð­una til fram­búð­ar, að því er fram kemur í umræddum úrskurði. Úr varð að fram­kvæmda­stjóra var falið að ráða í stöðu aðstoð­ar­manns og var Hans val­inn til að gegna stöð­unni á ný. Frá ráðn­ing­unni var gengið án aug­lýs­ingar í ágúst. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Úrskurð­ar­nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að ákvæði laga Pírata sem kveður á um að ein­göngu sé heim­ilt að ráða starfs­fólk að und­an­geng­inni aug­lýs­ingu um stöð­una hafi ekki verið fram­fylgt við umrædda ráðn­ingu og telur rétt að fram­kvæmda­ráð virki upp­sagn­ar­á­kvæði í ráðn­ing­ar­samn­ingi Hans svo fljótt sem auðið er. Úrskurð­ur­inn birt­ist síð­asta föstu­dag.

„Fólk er að tala sam­an. Það er kannski ekki mikið sem hægt er að segja á þess­ari stundu. Þetta er allt tekið mjög alvar­lega,“ segir Erla Hlyns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata í sam­tali við Morg­un­blað­ið. Hún segir jafn­framt að aldrei megi gera lítið úr upp­lif­unum fólks af ein­elti og því verði að skoða málið ítar­lega.

Dóra Björt Guðjónsdóttir PíratarÍ sam­tali við Frétta­blaðið segir Dóra Björt líta í eigin barm: „Ég auð­vitað horfi í eigin barm, hvort ég hefði getað gert meira til að koma í veg fyrir að þessi staða hefði komið upp og vil biðja það fólk afsök­unar sem ég hefði getað stutt bet­ur. Þetta er að ein­hverju leyti afleið­ing þess flata strúkt­úrs sem við erum með þar sem ábyrgðin á því hver eigi að taka á svona málum er á reik­i,“ segir Dóra Björt. „Við sem flokkur virð­umst reyna að setja upp ný kerfi og ferli í stað­inn fyrir að tala bara saman og leysa vand­ann.“

Fyrr í kvöld birt­ist þessi úrskurð­ur. Þetta er ljótur og illa ígrund­aður úrskurð­ur. Hann er hluti af stærri og ljótri...

Posted by Rann­veig Ernu­dóttir on Fri­day, Novem­ber 2, 2018


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent