Deilur vegna eineltis innan Pírataflokksins

Píratar munu koma saman til fundar í kvöld til að ræða samskipti innan flokksins. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum vegna eineltis og niðurstaða úrskurðarnefndar Pírata varðandi ráðningu aðstoðarmanns hefur verið harðlega gagnrýnd.

7DM_9817_raw_1767.JPG
Auglýsing

Úrsagnir og deilur innan raða Pírata verða ræddar á fundi flokks­ins í kvöld. Nokkrir hafa sagt sig úr flokknum vegna ein­elt­is. Ein­eltis­á­ætlun og áætlun um við­brögð vegna kyn­ferð­is­legrar áreitni er á dag­skrá og kosið verður um þær í kvöld. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu í dag.

„Það er fólk sem hefur liðið illa innan flokks­ins og það hefur ekki verið tek­ist á við það. Það er stórt vanda­mál sem þarf að takast á við.“ segir Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, odd­viti Pírata í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. 

Fjórir úr fram­kvæmda­ráði Pírata hættu í ráð­inu í októ­ber og meðal þeirra er fyrr­ver­andi for­maður fram­kvæmda­ráðs Pírata Sindri Viborg en hann hefur sakað félaga sína um ein­elti í sinn garð. 

Auglýsing

Segir úrskurð­inn ljótan og illa ígrund­aðan

Rannveig ErnudóttirRann­veig Ern­u­dótt­ir, vara­­borg­­ar­­full­­trúi Pírata, gagn­rýn­di vinn­u­brögð sam­­flokks­­manna sinna harð­lega á Face­­book-­síðu sinni fyrir helgi. Í stöðu­færslu sinni seg­ist  hún hafa sent skrif­­stofu borg­­ar­­stjórn­­ar er­indi þar sem hún óski eft­ir að fá að vita hverj­ar af­­leið­ing­ar þess væru ef hún sem kjör­inn full­­trúi segði sig úr Pír­öt­um, þar sem hún hafi mik­inn áhuga á að starfa fyr­ir borg­ina en ekki sem Pírati.

Rann­veig lýs­ir í færsl­unni á Face­book óánægju með nið­ur­­­stöðu úr­sk­­urð­ar­­­nefnd­ar Pírata að virkja ætti upp­sagn­ar­á­kvæði í ráðn­ing­ar­samn­ingi aðstoð­ar­manns fram­kvæmda­stjóra flokks­ins. Úrskurð­ur­inn var birtur á föstu­dag­inn þar sem fram kemur að aðila í starfi aðstoð­ar­manns fram­kvæmda­stjóra sé sagt upp störfum vegna þess að láðst hafi að fara eftir lögum Pírata um að aug­lýsa fastar stöður í boði hjá Pírötum þegar við­kom­andi var ráð­inn. Rann­veig ­seg­ir þann úr­sk­­urð ljót­an og illa ígrund­að­an. Hún segir hann hluti af stærri mynd sem ein­­kenn­ist af „of­beldi, vald­níðslu, ein­elti, mik­illi van­hæfni og of­mati ein­elt­istudda á eig­in ágæt­i“. 

Rann­veig segir þetta ekki eins­­dæmi að starfs­­menn flokks­ins séu hrakt­ir á braut held­ur virð­ist það frem­ur vera venj­­an. „Hreyf­­ing sem kem­ur svona fram við starfs­­fólkið sitt er ekki fær um að leiða bar­átt­una fyr­ir bættu sam­­fé­lag­i,“ seg­ir Rann­veig meðal ann­­ars.

Atli Fann­dal fyrr­ver­andi póli­tískur ráð­gjafa Pírata seg­ist, í stöðu­færslu á Face­book-síðu sinni, skamm­ast sín fyrir hönd þeirra sem skrif­uðu úrskurð­inn og að þau gerðu sér kannski ekki grein fyrir því að þarna hefðu þau form­gert, sam­þykkt og styrkt ein­elti.

Ráð­inn án aug­lýs­ingar

Málið á rætur að rekja til þess þegar Píratar réðu í vor Hans Benja­míns­son í stöðu aðstoð­ar­manns fram­kvæmda­stjóra en ráðið var í stöð­una með tíma­bundnum verk­töku­samn­ingi sem gilti til 1. júní, þ.e. fram yfir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar 26. maí síð­ast­lið­inn. Eftir kosn­ingar ræddu fram­kvæmda­stjóri og fram­kvæmda­ráð Pírata um þörf og nauð­syn þess að Píratar hefðu tvo starfs­menn og hvort ráða ætti í stöð­una til fram­búð­ar, að því er fram kemur í umræddum úrskurði. Úr varð að fram­kvæmda­stjóra var falið að ráða í stöðu aðstoð­ar­manns og var Hans val­inn til að gegna stöð­unni á ný. Frá ráðn­ing­unni var gengið án aug­lýs­ingar í ágúst. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Úrskurð­ar­nefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að ákvæði laga Pírata sem kveður á um að ein­göngu sé heim­ilt að ráða starfs­fólk að und­an­geng­inni aug­lýs­ingu um stöð­una hafi ekki verið fram­fylgt við umrædda ráðn­ingu og telur rétt að fram­kvæmda­ráð virki upp­sagn­ar­á­kvæði í ráðn­ing­ar­samn­ingi Hans svo fljótt sem auðið er. Úrskurð­ur­inn birt­ist síð­asta föstu­dag.

„Fólk er að tala sam­an. Það er kannski ekki mikið sem hægt er að segja á þess­ari stundu. Þetta er allt tekið mjög alvar­lega,“ segir Erla Hlyns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Pírata í sam­tali við Morg­un­blað­ið. Hún segir jafn­framt að aldrei megi gera lítið úr upp­lif­unum fólks af ein­elti og því verði að skoða málið ítar­lega.

Dóra Björt Guðjónsdóttir PíratarÍ sam­tali við Frétta­blaðið segir Dóra Björt líta í eigin barm: „Ég auð­vitað horfi í eigin barm, hvort ég hefði getað gert meira til að koma í veg fyrir að þessi staða hefði komið upp og vil biðja það fólk afsök­unar sem ég hefði getað stutt bet­ur. Þetta er að ein­hverju leyti afleið­ing þess flata strúkt­úrs sem við erum með þar sem ábyrgðin á því hver eigi að taka á svona málum er á reik­i,“ segir Dóra Björt. „Við sem flokkur virð­umst reyna að setja upp ný kerfi og ferli í stað­inn fyrir að tala bara saman og leysa vand­ann.“

Fyrr í kvöld birt­ist þessi úrskurð­ur. Þetta er ljótur og illa ígrund­aður úrskurð­ur. Hann er hluti af stærri og ljótri...

Posted by Rann­veig Ernu­dóttir on Fri­day, Novem­ber 2, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ungmenni mótmæla aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum.
„Loftslagsváin fer ekki í sumarfrí“
Ungmenni á Íslandi halda áfram að fara í verkfall fyrir loftslagið þrátt fyrir COVID-19 faraldur og sumarfrí. Greta Thunberg hvetur jafnframt áfram til mótmæla.
Kjarninn 9. júlí 2020
Afkoma ríkissjóðs jákvæð um 42 milljarða í fyrra
Tekjur ríkissjóðs námu samtals 830 milljörðum króna í fyrra en rekstrargjöld voru 809 milljarðar. Fjármagnsgjöld voru neikvæð um 57 milljarða en hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins jákvæð um 78 milljarða.
Kjarninn 9. júlí 2020
Guðmundur Hörður Guðmundsson
Menntamálaráðherra gleymdi meðalhófsreglunni
Kjarninn 9. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
„Þetta verður í fínu lagi“
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að starfsfólk fyrirtækisins muni rjúka til og hjálpa við skimun ef Landspítalinn þurfi á því að halda. Spítalinn sé þó „ágætlega í stakk búinn“ til þess að takast á við verkefnið.
Kjarninn 9. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: Erum að beita öllum ráðum í bókinni
Sóttvarnalæknir segist ekki áforma að mæla með rýmkuðum reglum um fjöldatakmörk á samkomum á næstunni. Líklega muni núverandi takmarkanir, sem miða við 500 manns, gilda út ágúst.
Kjarninn 9. júlí 2020
Opnað fyrir umsóknir um stuðningslán
Stuðningslán til smærri og meðalstórra fyrirtækja geta að hámarki numið 40 milljónum króna. Þó geta þau ekki orðið hærri en sem nemur tíu prósentum af tekjum fyrirtækis á síðasta rekstrarári.
Kjarninn 9. júlí 2020
Icelandair mun flytja á annað þúsund manns á milli Kaliforníu og Armeníu
Íslenska utanríkisþjónustan aðstoðaði við sérstakt verkefni á vegum Loftleiða Icelandic.
Kjarninn 9. júlí 2020
Tilraunir með Oxford-bóluefnið í mönnum eru hafnar í þremur löndum, m.a. Suður-Afríku.
Oxford-bóluefnið þykir líklegast til árangurs
Ef tilraunir með bóluefni sem nú er í þróun við Oxford-háskóla skila jákvæðum niðurstöðum á næstu vikum verður hugsanlega hægt að byrja að nota það í haust.
Kjarninn 9. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent