Framkvæmdir eru að hefjast þessa dagana í Hafnarfjarðarhöfn en þær snúa að bættri aðstöðu í höfninni fyrir upptöku og sjósetningu stærri skipa og báta. Til stendur að byggja viðlegukant fyrir færanlega upptökuvagna eða rólu.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur hins vegar gagnrýnt þessa framkvæmd harðlega og segja bæinn standi í framkvæmdinni til að auka samkeppnisstöðu eins fyrirtækis í Hafnarfirði. Í bréfi til Hafnarfjarðarbæjar segir stöðin Hafnarfjarðarhöfn vera að brjóta á reglum EES-samningsins en í ákvæðum samningins kemur fram að framlag ríkissjóðs megi ekki raska ótilhlýðilega samkeppni milli hafna.
Segja framkvæmdirnar aðeins nýtanlegar einum aðila
Í svari Hafnarfjarðarhafnar við bréfi Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur kemur fram að höfnin hafi lengi stefnt að því að bæta þá aðstöðu sem er í höfninni til að taka upp og setja niður skip og báta en í dag takmarkist hún við skábraut fyrir skábrautarvagna.
Lúðvík Geirsson, hafnarstjóri Hafnarfjarðarhafnar, segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að á undanförnum árum hafi krafan um bætta aðstöðu orðið háværari. Samkvæmt bréfinu eru færanlegir upptökuvagnar nýjasta tækni sem völ er á og tryggja góða meðferð skipa og báta. Hafnarfjarðarhöfn telur þess vegna að með því að bjóða aðstöðu fyrir færanlega upptökuvagna sé höfnin í fararbroddi í framþróun og muni samkeppnisstaða hafnarinnar batna til muna.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur sendi tvö bréf til Hafnarfjarðarbæjar varðandi málið í október, í öðru bréfinu ítrekar stöðin að lykilatriði málsins sé hvort þær framkvæmdir í Hafnarfjarðarhöfn séu öllum nýtanlegar eða hvort þær séu einungis nýtanlegar einum aðila. Samkvæmt upplýsingum Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur getur aðeins einn aðili notað umræddan viðlegukant fyrir skipalyftu. Sá aðili sé Trefjar ehf. sem er með höfuðstöðvar sínar í höfninni í Hafnarfirði. Trefjar ehf. fjárfestu á síðasta ári í 75 tonna upptökuvagni.
Skipasmiðastöð Njarðvíkur bað skipatæknifræðing að greina hvort mismunandi upptökuvagnar þurfi ólíkar hafnaraðstöður. Í niðurstöðu skipatæknifræðingsins kemur fram að það sé grundvallarmunur á þeim hafnarmannvirkjum sem þessar ólíku gerðir vagna nota, ekki sé hægt að nota skábrautavagna við hafnaraðstöðu sem ætluð er fyrir upptökurólu og öfugt. Upptökuvagn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem og aðrir upptökuvagnar í eigu einkaðila í landinu eru allir skábrautarvagnar. Í svarinu kemur fram að upptökuróla Trefja í Hafnarfirði er eini vagn sinnar tegundar á landinu en í dag er hins vegar engin höfn á Íslandi með aðstöðu fyrir slíka skipalyftu.
Í svarbréfi Hafnarfjarðarhafnar til Skipasmíðastöðvarinnar segir að það sé vilji hafnarinnar að skapa aðstöðu fyrir þá sem vilja standa straum af kostnaði við kaup og rekstur skipalyfta eða upptökuvagna. Trefjar ehf. er samkvæmt hafnarstjóra Hafnarfjarðarbæjar einn fjölmargra aðila sem talið hafa þörf á bættri aðstöðu í Hafnarfjarðarhöfn. Samkvæmt bréfi Hafnarfjarðarbæjar lýsti Trefja ehf. sig reiðubúið til að kaupa og starfrækja upptökuvagn fyrir allt að 75 tonna báta við höfnina. Það var á þessum grundvelli sem Hafnarfjarðarhöfn ákvað að ráðast í þær framkvæmdir sem um ræðir.
Í svari Hafnarfjarðarbæjar segir jafnframt að öllum sé heimilt að nýta aðstöðuna og að fyrirtækið Trefjar hafi ekki einkarétt á hafnaraðstöðunni. Skipasmíðastöð Njarðvíkur segir það hins vegar ekki fara á milli mála að framkvæmdirnar séu sérsniðnar bæði í lögun, í lengd og í breidd fyrir upptökurólu Trefja ehf. „Enginn annar upptökuvagn á landinu getur haft nokkur not af þessu mannvirki.“ segir í bréfinu Skipasmíðastöðvarinnar.
Telja framkvæmdirnar brjóta gegn ákvæðum EES- samnings um ríkissstyrki
Skipasmíðastöð Njarðvíkur telur að með því að kosta umræddar framkvæmdir sé Hafnarfjörður að brjóta gegn ákvæðum 61.gr. EES-samnings um ríkisstyrki. Í 1.mgr. 61 gr. EES-samnings er kveðið á um annað í samningi þessum er hvers kyns aðstoð, sem aðildarríki EB eða EFTA-ríki veitir eða veitt er af ríkisfjármunum og raksar eða er til þess fallin að raska samkeppni með því að ívilna ákveðnum fyrirtækjum eða framleiðslu ákveðinna vara, ósamrýmanleg framkvæmd samnings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á viðskipti milli samningsaðila.
Í fyrsta bréfi Skipasmíðastöðvarinnar til Hafnarfjarðarbæjar segir að Skipasmíðastöðin telji að framkvæmdin í Hafnarfjarðarhöfnuppfylli skilyrði EES um ríkisaðstoð. Í bréfinu segir að í fyrsta lagi sé framkvæmdin fjármögnum af fjármunum sveitarfélagsins. Annað skilyrði ríkisaðstoðar er að ráðstafnir ívilni ákveðnum fyrirækjum og framleiðslu ákveðinna vara, þ.e. að ákveðnir aðilar fái ívilnun umfram aðra aðila í sömu stöðu og að ívilnun leiði til þess að aðilar þurfi ekki að greiða kostnað sem þeir undir venjulegum kringumstæðum þyrftu að greiða. Í bréfinu segir að í þessu tilviki sé ljóst að fjármögnum Hafnarfjarðarbæjar á viðlegukanti nýtist einungis Trefjum ehf. og ekki hafi verið samið við félagið um endurgjald eða greiðslu fyrir aðstöðuna.
Þriðja skilyrðið er að aðstoðin hafi áhrif á samkeppni með því að styrkja stöðu eins fyrirtækis í samanburði við samkeppnisaðila fyrirtækisins. Í þessu tilviki segir Skipastöð Njarðvíkur að ljóst sé að þeir fjármunir sem sveitarfélagið notar til gerðar viðlegukants veiti Trefjum ehf. forskot í samanburði við aðra aðila á sama markaði sem hafa þurft að kosta sambærilegar framkvæmdir sjálfir. Fjórða skilyrðið til að aðstoð teljist ríkisaðstoð er að viðkomandi gerningur hafi áhrif á viðskipti á milli aðila EES-samningsins. Í bréfinu segir að þetta skilyrði sé í raun náskylt skilyrðinu um röskun á samkeppni en dómstólar hafa talið að ef skilyrðið um röskun á samkeppni er uppfyllt hafi slík röskun á samkeppni nær undantekingarlaust áhrif á viðskipti á milli aðila EES samnings.
Í bréfinu segir að Skipasmíðastöð Njarðvíkur hafi sjálf kostað kaup og gerð slíkra upptökumannvirkja í Njarðvík árið 2006. Stöðin hafi þurft að byggja skábraut, laga hafnargarða og byggja flotabryggju fyrir sinn upptökuvagn. Þessu hefur félagið þurft að standa kostnað af, sinna viðhaldi og samkvæmt bréfinu borið þungan fjármagnskostnað af. Í bréfinu segir jafnframt að skipastöðin ætli því að leita réttar síns: „ Í ljósi alls framangreinds íhugar Skipsmíðastöð Njarðvíkur nú að leita réttar síns vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar Hafnarfjarðarbæjar meðal annars með því að senda erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA vegna málsins. Þá áskilur Skipasmíðastöð Njarðvíkur sér rétt til stöðvunar á framkvæmdum á meðan málið er til meðferðar hjá Eftirlitsstofnun EFA.“
Í svari Hafnarfjarðarkaupstaðar við bréfi Skipasmíðastöðvarinnar segir að bærinn sé algerlega ósammála því að framkvæmdin brjóti í bága við reglu um ríkissaðstoð í EES-samningum. Í svarinu segir að augljóst sé að skilyrðin séu ekki uppfyllt:. „Í þessu sambandi verður að líta til þess að þeir aðilar sem nota aðstöðuna þurfa að greiða gjald fyrir hana samkvæmdt gjaldskrá hafnarinnar og að gjaldskráin byggist á því að framkvæmdirnar standi undir sér. Útilokað er því að líta svo á að aðstaðan feli í sér styrk eða aðstöð enda eiga hér við sjónarmið um venjulegar markaðsaðstæður. Þá verður að líta til þess að ekki er um að ræða einkarétt eins aðila til að nota aðstöðuna heldur er öllum heimilt að nota hana. Ekkert kemur því í veg fyrir að aðrir aðilar fjárfesti í búnaði til að nota aðstöðuna eða að Hafnarfjarðarhöfn ákveði í framtíðinni að bjóða aðstöðuna út. Er því hvorki um að ræða framkvæmd sem er til þess falinn að raska samkeppni né til ívilnunar ákveðnum fyrirtækjum. Þvert á móti er framkvæmdin til þess fallin að auka samkeppni á markaði þar sem brýn þörf er fyrir bætta þjónustu við skipa- og bátaeigendur,“ segir í svarinu.
Gagnrýna að Hafnarfjarðarbær veðji á samkeppni
Skipasmíðastöðin segir í öðru bréfi sínu til Hafnarfjarðarbæjar að þessi framkvæmt sé ekki einungis tæknileg hindrun fyrir aðra aðila sem myndu frekar vilja nýta skábrautarvagna heldur segja þeir algjörlega ljóst að hafnarmannvirkið sé sérstaklega hannað og teiknað fyrir stærð, þyng, lengd og breidd upptökurólu Trefja. Ef aðrir aðilar ætli að nýta sér mannvirkið seinna, yrðu þeir að kaupa eins upptökurólu og Trefjar eiga.
Skipasmíðastöðin gagnrýnir einnig að samþykkt hafi verið að ganga í framkvæmdirnar án samninga og án trygginga og veða. Stöðin segir í bréfinu að varkár aðili á markaði myndi aldrei ganga slíka framkvæmdir áður en þeir semja við eina mögulega kaupanda þjónustunni um afnot af mannvirkinu. Þegar jafnframt að þegar þegar kemur að slíkri fjárfestningu á hafnarmannvirkjum á frjálsum markaði þá væri ákveðinn fastur kostnaður ákveðinn til borga upp framkvæmdina óháð notkun. Í bréfinu segir að hið eðlilega í stöðinni hefði verið að gera samning við eina viðskiptavin hafnarinnar í upptökum og að gjaldskráin hefði áttað vera föst upphæð á ári óháð notkun. Í bréfinu segir að annnars sé Hafnarfjarðarhöfn að taka áhættu með fjármuni bæjarbúa í Hafnarfirði og veðja á að Trefjar ehf. gangi vel í samkeppni við aðrar skipasmíðastöðvar.
Hafnarstjóri hafnar ásökunum
Samkvæmt Skipasmíðastöðinni hefur ekki enn borist svar við seinna bréfi stöðvarinnar þar sem m.a. var óskað var eftir upplýsingum um heildarkostnað framkvæmdarinnar. Í svari við fyrirspurn Kjarnans segir Lúðvík hafnarstjóri að efniskostnaður og vinna verktaka sé upp á rúmar 33,2 milljónir. Aðspurður segir hann viðhaldskostnað tilheyra höfninni enda stálþilið í eigu hafnarinnar en hafnarstjóri segir viðhaldskostnað af stálþili vera hverfandi.
Í svari við ásökunum Skipasmíðastöðvarinnar segir hann að Hafnarfjarðarhöfn muni ekki semja um einkarétt um afnot af aðstöðunni heldur muni allir hafa aðgang að henni sem vilja veita þar þjónustu. Engir samningar hafi því verið gerðir um aðstöðuna eða greiðslur fyrir afnot af henni. Þeir sem nýta aðstöðuna til að taka upp eða sjósetja skip eða báta muni greiða sérstakt lyftugjald samkvæmt gjaldskrá Hafnarfjarðarhafnar. Hann segir að gengið sé út frá því að gjaldið standi undir kostnaði við uppbyggingu, rekstur og viðhald á eðlilegum afskriftartíma fyrir stálþil sem er 30 ár.
„Að því er snertir þá staðhæfingu að aðeins einn aðili geti haft not af aðstöðunni skal áréttað að öllum er heimilt að nota aðstöðuna. Er ekkert sem kemur í veg fyrir að aðstaðan sé notuð fyrir mismunandi gerðir upptökuvagna frá ólíkum framleiðendum. Þegar um nýja tækni er að ræða tekur hins vegar eins og ávallt tíma fyrir markaðsaðila að bregðast við. Við blasir að ástæða þess að í dag er ekki fyrir að fara fleiri slíkum upptökuvögnum er að ekki hefur verið til staðar aðstaða fyrir þá,“ segir Lúðvík ennfremur.
Lúðvík segir það rétt að aðeins einn aðili hafi þegar fjárfest í upptökubúnaði, Trefjar ehf. en hann segir fyrirtækið hyggjast nýta fyrirhugaðan viðlegukant í töluverðu mæli fyrir sína starfsemi. Í svari við fyrirspurn Kjarnans segir hann að fleiri aðilar hafi lýst yfir áhuga að koma sér upp lyftubúnaði, þar á meðal Siglingaklúbburinn Þytur í Hafnarfirði.
Hafnarstjóri segir að með þeirri aðstöðu sem verður útbúin fyrir skipalyftu muni sjólag á þessu svæði batna, auk þess sem flotbryggja fyrir dráttarbáta verði sett út langsum í skjóli frá nýjum stálkanti. Það séu því góð samlegðaráhrif í þessum framkvæmdum til að bæta úr viðlegu fyrir dráttarbátana og bæta þjónustu á hafnarsvæðinu með nútíma upptökuaðstöðu, án þess að tapa nokkrum metrum í bryggjuplássi.