Saka Hafnarfjarðarbæ um ólögmæta ríkisaðstoð

Í Hafnarfjarðarhöfn eru að hefjast framkvæmdir við að byggja viðlegukant fyrir upptöku og sjósetningu stærri skipa. Skipasmíðastöð Njarðvíkur telur hins vegar framkvæmdirnar vera brot á EES- samning um ríkisaðstoð.

Hafnarfjarðarhöfn
Hafnarfjarðarhöfn
Auglýsing

Fram­kvæmdir eru að hefj­ast þessa dag­ana í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn en þær snúa að bættri aðstöðu í höfn­inni fyrir upp­töku og sjó­setn­ingu stærri skipa og báta. Til stendur að byggja við­legu­kant fyrir fær­an­lega upp­töku­vagna eða rólu.  

Skipa­smíða­stöð Njarð­víkur hefur hins vegar gagn­rýnt þessa fram­kvæmd harð­lega og segja bæinn standi í fram­kvæmd­inni til að auka sam­keppn­is­stöðu eins fyr­ir­tækis í Hafn­ar­firði. Í bréfi til Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar segir stöðin Hafn­ar­fjarð­ar­höfn vera að brjóta á reglum EES-­samn­ings­ins en í ákvæðum samn­ing­ins kemur fram að fram­lag rík­is­sjóðs megi ekki raska ótil­hlýði­lega sam­keppni milli hafna.

Segja fram­kvæmd­irnar aðeins nýt­an­legar einum aðila

Í svari Hafn­ar­fjarð­ar­hafnar við bréfi Skipa­smíða­stöðvar Njarð­víkur kemur fram að höfnin hafi lengi stefnt að því að bæta þá aðstöðu sem er í höfn­inni til að taka upp og setja niður skip og báta en í dag tak­mark­ist hún við ská­braut fyrir ská­braut­ar­vagna. 

Auglýsing

Lúð­vík Geirs­son, hafn­ar­stjóri Hafn­ar­fjarð­ar­hafn­ar, segir í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans að á und­an­förnum árum hafi krafan um bætta aðstöðu orðið hávær­ari. Sam­kvæmt bréf­inu eru fær­an­legir upp­töku­vagnar nýjasta tækni sem völ er á og tryggja góða með­ferð skipa og báta. Hafn­ar­fjarð­ar­höfn telur þess vegna að með því að bjóða aðstöðu fyrir fær­an­lega upp­töku­vagna sé höfnin í far­ar­broddi í fram­þróun og muni sam­keppn­is­staða hafn­ar­innar batna til muna.

Skipa­smíða­stöð Njarð­víkur sendi tvö bréf til Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar varð­andi málið í októ­ber, í öðru bréf­inu ítrekar stöðin að lyk­il­at­riði máls­ins sé hvort þær fram­kvæmdir í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn séu öllum nýt­an­legar eða hvort þær séu ein­ungis nýt­an­legar einum aðila. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Skipa­smíða­stöðvar Njarð­víkur getur aðeins einn aðili notað umræddan við­legu­kant fyrir skipa­lyftu. Sá aðili sé Trefjar ehf. sem er með höf­uð­stöðvar sínar í höfn­inni í Hafn­ar­firð­i. Trefjar ehf. fjár­festu á síð­asta ári í 75 tonna upp­töku­vagni.

Upptökuróla Trefjar hf.Skipa­smiða­stöð Njarð­víkur bað skipa­tækni­fræð­ing að greina hvort mis­mun­andi upp­töku­vagnar þurfi ólíkar hafn­ar­að­stöð­ur. Í nið­ur­stöðu skipa­tækni­fræð­ings­ins kemur fram að það sé grund­vall­ar­munur á þeim hafn­ar­mann­virkjum sem þessar ólíku gerðir vagna nota, ekki sé hægt að nota ská­brauta­vagna við hafn­ar­að­stöðu sem ætluð er fyrir upp­tökur­ólu og öfugt. ­Upp­töku­vagn Skipa­smíða­stöðvar Njarð­víkur sem og aðrir upp­töku­vagnar í eigu eink­að­ila í land­inu eru allir ská­braut­ar­vagn­ar. Í svar­inu kemur fram að upp­tökur­óla Trefja í Hafn­ar­firði er eini vagn sinnar teg­undar á land­inu en í dag er hins veg­ar engin höfn á Íslandi með aðstöðu fyrir slíka skipa­lyftu.

Í svar­bréfi Hafn­ar­fjarð­ar­hafnar til Skipa­smíða­stöðv­ar­innar segir að það sé vilji hafn­ar­innar að skapa aðstöðu fyrir þá sem vilja standa straum af kostn­aði við kaup og rekstur skipa­lyfta eða upp­töku­vagna. Trefjar ehf. er sam­kvæmt hafn­ar­stjóra Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar einn fjöl­margra aðila sem talið hafa þörf á bættri aðstöðu í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn. Sam­kvæmt bréfi Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar lýsti Trefja ehf. sig reiðu­búið til að kaupa og starf­rækja upp­töku­vagn fyrir allt að 75 tonna báta við höfn­ina. Það var á þessum grund­velli sem Hafn­ar­fjarð­ar­höfn ákvað að ráð­ast í þær fram­kvæmdir sem um ræð­ir.

Í svari Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar segir jafn­framt að öllum sé heim­ilt að nýta aðstöð­una og að fyr­ir­tækið Trefjar hafi ekki einka­rétt á hafn­ar­að­stöð­unni. Skipa­smíða­stöð Njarð­víkur segir það hins vegar ekki fara á milli mála að fram­kvæmd­irnar séu sér­sniðnar bæði í lög­un, í lengd og í breidd fyrir upp­tökur­ólu Trefja ehf. „Eng­inn annar upp­töku­vagn á land­inu getur haft nokkur not af þessu mann­virki.“ segir í bréf­inu Skipa­smíða­stöðv­ar­inn­ar.

Telja fram­kvæmd­irnar brjóta gegn ákvæðum EES- samn­ings um rík­iss­styrki

Skipa­smíða­stöð Njarð­víkur telur að með því að kosta umræddar fram­kvæmdir sé Hafn­ar­fjörður að brjóta gegn ákvæðum 61.gr. EES-­samn­ings um rík­is­styrki. Í 1.mgr. 61 gr. EES-­samn­ings er kveðið á um annað í samn­ingi þessum er hvers kyns aðstoð, sem aðild­ar­ríki EB eða EFTA-­ríki veitir eða veitt er af rík­is­fjár­munum og raksar eða er til þess fallin að raska sam­keppni með því að ívilna ákveðnum fyr­ir­tækjum eða fram­leiðslu ákveð­inna vara, ósam­rým­an­leg fram­kvæmd samn­ings þessa að því leyti sem hún hefur áhrif á við­skipti milli samn­ings­að­ila.

Í fyrsta bréfi Skipa­smíða­stöðv­ar­innar til Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar segir að Skipa­smíða­stöðin telji að fram­kvæmdin í Hafn­ar­fjarð­ar­höfn­upp­fylli skil­yrði EES um rík­is­að­stoð. Í bréf­inu segir að í fyrsta lagi sé fram­kvæmdin fjár­mögnum af fjár­munum sveit­ar­fé­lags­ins. Annað skil­yrði rík­is­að­stoðar er að ráð­stafnir ívilni ákveðnum fyr­ir­ækjum og fram­leiðslu ákveð­inna vara, þ.e. að ákveðnir aðilar fái ívilnun umfram aðra aðila í sömu stöðu og að ívilnun leiði til þess að aðilar þurfi ekki að greiða kostnað sem þeir undir venju­legum kring­um­stæðum þyrftu að greiða. Í bréf­inu segir að í þessu til­viki sé ljóst að fjár­mögnum Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar á við­legu­kanti nýt­ist ein­ungis Trefjum ehf. og ekki hafi verið samið við félagið um end­ur­gjald eða greiðslu fyrir aðstöð­una.

Þriðja skil­yrðið er að aðstoðin hafi áhrif á sam­keppni með því að styrkja stöðu eins fyr­ir­tækis í sam­an­burði við sam­keppn­is­að­ila fyr­ir­tæk­is­ins. Í þessu til­viki segir Skipa­stöð Njarð­víkur að ljóst sé að þeir fjár­munir sem sveit­ar­fé­lagið notar til gerðar við­legu­kants veiti Trefjum ehf. for­skot í sam­an­burði við aðra aðila á sama mark­aði sem hafa þurft að kosta sam­bæri­legar fram­kvæmdir sjálf­ir. Fjórða skil­yrðið til að aðstoð telj­ist rík­is­að­stoð er að við­kom­andi gern­ingur hafi áhrif á við­skipti á milli aðila EES-­samn­ings­ins. Í bréf­inu segir að þetta skil­yrði sé í raun náskylt skil­yrð­inu um röskun á sam­keppni en dóm­stólar hafa talið að ef skil­yrðið um röskun á sam­keppni er upp­fyllt hafi slík röskun á sam­keppni nær und­an­tek­ing­ar­laust áhrif á við­skipti á milli aðila EES samn­ings.

Í bréf­inu segir að Skipa­smíða­stöð Njarð­víkur hafi sjálf kostað kaup og gerð slíkra upp­töku­mann­virkja í Njarð­vík árið 2006. Stöðin hafi þurft að byggja ská­braut, laga hafn­ar­garða og byggja flota­bryggju fyrir sinn upp­töku­vagn. Þessu hefur félagið þurft að standa kostnað af, sinna við­haldi og sam­kvæmt bréf­inu borið þungan fjár­magns­kostnað af. Í bréf­inu segir jafn­framt að skipa­stöðin ætli því að leita réttar síns: „ Í ljósi alls fram­an­greinds íhugar Skip­smíða­stöð Njarð­víkur nú að leita réttar síns vegna ólög­mætrar rík­is­að­stoðar Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar meðal ann­ars með því að senda erindi til Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA vegna máls­ins. Þá áskilur Skipa­smíða­stöð Njarð­víkur sér rétt til stöðv­unar á fram­kvæmdum á meðan málið er til með­ferðar hjá Eft­ir­lits­stofnun EFA.“

Í svari Hafn­ar­fjarð­ar­kaup­staðar við bréfi Skipa­smíða­stöðv­ar­innar segir að bær­inn sé alger­lega ósam­mála því að fram­kvæmdin brjóti í bága við reglu um rík­is­s­að­stoð í EES-­samn­ing­um. Í svar­inu segir að aug­ljóst sé að skil­yrðin séu ekki upp­fyllt:. „Í þessu sam­bandi verður að líta til þess að þeir aðilar sem nota aðstöð­una þurfa að greiða gjald fyrir hana sam­kvæmdt gjald­skrá hafn­ar­innar og að gjald­skráin bygg­ist á því að fram­kvæmd­irnar standi undir sér. Úti­lokað er því að líta svo á að aðstaðan feli í sér styrk eða aðstöð enda eiga hér við sjón­ar­mið um venju­legar mark­aðs­að­stæð­ur. Þá verður að líta til þess að ekki er um að ræða einka­rétt eins aðila til að nota aðstöð­una heldur er öllum heim­ilt að nota hana. Ekk­ert kemur því í veg fyrir að aðrir aðilar fjár­festi í bún­aði til að nota aðstöð­una eða að Hafn­ar­fjarð­ar­höfn ákveði í fram­tíð­inni að bjóða aðstöð­una út. Er því hvorki um að ræða fram­kvæmd sem er til þess fal­inn að raska sam­keppni né til íviln­unar ákveðnum fyr­ir­tækj­um. Þvert á móti er fram­kvæmdin til þess fallin að auka sam­keppni á mark­aði þar sem brýn þörf er fyrir bætta þjón­ustu við skipa- og báta­eig­end­ur,“ segir í svar­inu.

Gagn­rýna að Hafn­ar­fjarð­ar­bær veðji á sam­keppni

Skipa­smíða­stöðin segir í öðru bréfi sínu til Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar að þessi fram­kvæmt sé ekki ein­ungis tækni­leg hindrun fyrir aðra aðila sem myndu frekar vilja nýta ská­braut­ar­vagna heldur segja þeir algjör­lega ljóst að hafn­ar­mann­virkið sé sér­stak­lega hannað og teiknað fyrir stærð, þyng, lengd og breidd upp­tökur­ólu Trefja. Ef aðrir aðilar ætli að nýta sér mann­virkið seinna, yrðu þeir að kaupa eins upp­tökur­ólu og Trefjar eiga.

Skipa­smíða­stöðin gagn­rýnir einnig að sam­þykkt hafi verið að ganga í fram­kvæmd­irnar án samn­inga og án trygg­inga og veða. Stöðin segir í bréf­inu að var­kár aðili á mark­aði myndi aldrei ganga slíka fram­kvæmdir áður en þeir semja við eina mögu­lega kaup­anda þjón­ust­unni um afnot af mann­virk­inu. Þegar jafn­framt að þegar þegar kemur að slíkri fjár­festn­ingu á hafn­ar­mann­virkjum á frjálsum mark­aði þá væri ákveð­inn fastur kostn­aður ákveð­inn til borga upp fram­kvæmd­ina óháð notk­un. Í bréf­inu segir að hið eðli­lega í stöð­inni hefði verið að gera samn­ing við eina við­skipta­vin hafn­ar­innar í upp­tökum og að gjald­skráin hefði áttað vera föst upp­hæð á ári óháð notk­un. Í bréf­inu segir að annnars sé Hafn­ar­fjarð­ar­höfn að taka áhættu með fjár­muni bæj­ar­búa í Hafn­ar­firði og veðja á að Trefjar ehf. gangi vel í sam­keppni við aðrar skipa­smíða­stöðv­ar.  

Hafn­ar­stjóri hafnar ásök­unum

Sam­kvæmt Skipa­smíða­stöð­inni hefur ekki enn borist svar við seinna bréfi stöðv­ar­innar þar sem m.a. var óskað var eftir upp­lýs­ingum um heild­ar­kostnað fram­kvæmd­ar­inn­ar. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir Lúð­vík hafn­ar­stjóri að efn­is­kostn­aður og vinna verk­taka sé upp á rúmar 33,2 millj­ón­ir. Aðspurður segir hann við­halds­kostnað til­heyra höfn­inni enda stál­þilið í eigu hafn­ar­innar en hafn­ar­stjóri segir við­halds­kostnað af stál­þili vera hverf­andi.

Í svari við ásök­unum Skipa­smíða­stöðv­ar­innar segir hann að Hafn­ar­fjarð­ar­höfn muni ekki semja um einka­rétt um afnot af aðstöð­unni heldur muni allir hafa aðgang að henni sem vilja veita þar þjón­ustu. Engir samn­ingar hafi því verið gerðir um aðstöð­una eða greiðslur fyrir afnot af henn­i.  Þeir sem nýta aðstöð­una til að taka upp eða sjó­setja skip eða báta muni greiða sér­stakt lyftu­gjald sam­kvæmt gjald­skrá Hafn­ar­fjarð­ar­hafn­ar. Hann segir að gengið sé út frá því að gjaldið standi undir kostn­aði við upp­bygg­ingu, rekstur og við­hald á eðli­legum afskrift­ar­tíma fyrir stál­þil sem er 30 ár. 

„Að því er snertir þá stað­hæf­ingu að aðeins einn aðili geti haft not af aðstöð­unni skal áréttað að öllum er heim­ilt að nota aðstöð­una. Er ekk­ert sem kemur í veg fyrir að aðstaðan sé notuð fyrir mis­mun­andi gerðir upp­töku­vagna frá ólíkum fram­leið­end­um. Þegar um nýja tækni er að ræða tekur hins vegar eins og ávallt tíma fyrir mark­aðs­að­ila að bregð­ast við. Við blasir að ástæða þess að í dag er ekki fyrir að fara fleiri slíkum upp­töku­vögnum er að ekki hefur verið til staðar aðstaða fyrir þá,“ segir Lúð­vík enn­frem­ur.

Lúð­vík segir það rétt að aðeins einn aðili hafi þegar fjár­fest í upp­töku­bún­aði, Trefjar ehf. en hann segir fyr­ir­tækið hyggj­ast nýta fyr­ir­hug­aðan við­legu­kant í tölu­verðu mæli fyrir sína starf­semi. Í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir hann að fleiri aðilar hafi lýst yfir áhuga að koma sér upp lyftu­bún­aði, þar á meðal Sigl­inga­klúbb­ur­inn Þytur í Hafn­ar­firði.

Hafnarfjarðarhöfn Mynd: KjarninnHafn­ar­stjóri segir að með þeirri aðstöðu sem verður útbúin fyrir skipa­lyftu muni sjó­lag á þessu svæði batna, auk þess sem flot­bryggja fyrir drátt­ar­báta verði sett út langsum í skjóli frá nýjum stál­kanti. Það séu því góð sam­­legð­­ar­á­hrif í þessum fram­­kvæmdum til að bæta úr við­­legu fyrir drátt­­ar­bát­ana og bæta þjón­­ustu á hafn­­ar­­svæð­inu með nútíma upp­­­töku­að­­stöðu, án þess að tapa nokkrum metrum í bryggju­­plássi. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent