Uppsögn Áslaugar Thelmu talin réttmæt

Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Orku Náttúrunnar, var réttmæt að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.

Orkuveita
Auglýsing

Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Orku Náttúrunnar, var réttmæt að mati innri endurskoðunar. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. Í tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur kemur fram að Áslaug Thelma hafi fengið skýringar á uppsögn sinni en frekari skýringum sem boðnar voru fram á fundi hafi verið hafnað. Ábending sé í skýrslu innri endurskoðun um að hún hefði átt að fá skriflegar skýringar þegar við uppsögn.

Stjórn OR óskaði eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar í september að gerð yrði úttekt á vinnustaðarmenningu og tilteknum starfsmannamálum innan fyrirtækisins. Málið má rekja til þess að Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúrunnar, skrifaði færslu á Facebook þar sem hún sagðist hafa verið rekin fyrir að kvarta undan hegðun Bjarna Más Júlíiussonar, þáverandi framkvæmdastjór ON. Bjarni Már var rekinn vegna óviðeigandi framkomu en ástæða uppsagnarinnar voru tölvupóstar sem Bjarni sendi kvenkyns undirmönnum sínum.

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, óskaði eftir því að stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri OR á meðan mál Orkuveitunnar væru til skoðunnar og úttekt gerð á vinnustaðarmenningu fyrirtækisins. Helga Jónsdóttir tók þá tímabundið við starfi forstjóra.

Auglýsing

Vinnustaðamenning OR betri en gengur og gerist

Samkvæmt niðurstöðum úttektarinnar er vinnustaðamenning hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækjum betri en gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Þá kemur fram að uppsagnir þeirra Áslaugar Thelmu Einarsdóttur og Bjarna Más Júlíussonar hjá Orku náttúrunnar (ON) séu taldar réttmætar. Ábendingar um framkvæmd uppsagnanna eru í úttektinni og hvatt er til að skerpt verði á verkferlum.

„Það er mikilvægt að nú liggur fyrir óháð og ítarleg skoðun á þeim atburðum sem urðu að brennidepli opinberrar umræðu nú í haust og einnig ábendingar um þá lærdóma sem við þurfum að draga af þeim,“ segir Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur. Í heildina er hún ánægð með niðurstöðu könnunar á vinnustaðarmenningu hjá OR og dótturfyrirtækjunum. 

„Í ljósi þess hvernig umræðan þróaðist þá var mikilvægt að skoða hvort brotið hafði verið á fólki eða hvort að ásakanir um óheilbrigða vinnustaðamenningu ættu við rök að styðjast. Niðurstöðurnar staðfesta að svo er ekki. Við tökum ábendingarnar í skýrslunni alvarlega og munum vinna skipulega úr þeim. Áreitni og einelti eiga ekki að líðast,“ segir hún. 

Í úttektarteyminu voru Hallur Símonarson innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur, Jenný Stefanía Jensdóttir verkefnastjóri í rannsóknarendurskoðun IER, Kristín Vilhjálmsdóttir skrifstofustjóri hjá IER, Svala Guðmundsdóttir dósent í mannauðsstjórnun við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður hjá Attentus, Sigríður Þorgeirsdóttir lögfræðingur hjá Attentus og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands undir stjórn Guðbjargar Andreu Jónsdóttur forstöðumanns sem sá um könnun meðal starfsfólks og úrvinnslu.

Í tilkynningu frá OR kemur fram að niðurstöður úttektarinnar séu í takti við þann mælanlega árangur sem náðst hefur í jafnréttismálum innan Orkuveitu Reykjavíkur. Tekist hafi að útrýma kynbundnum launamun innan OR og að fyrirtækið njóti jafnlaunavottunar Jafnréttisstofu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiInnlent