Vilja innleiða evrópskt fagskírteini

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt fram frumvarp til laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi. Lagabreytingin á að tryggja rétt fagmenntaðra einstaklinga óháð því hvar viðkomandi lærði innan EES-svæðisins.

Evrópa
Auglýsing

Í nýju frum­varpi til laga um við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun hér á land­inu er lagt til að tekið verði upp evr­ópskt fag­skír­teini til að ein­falda og gera ferlið við að fá við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun og starfs­reynslu, óháð því hvar við­kom­andi lærði inn­an­ EES-­svæð­is­ins, fljót­legra. Í vik­unni birti mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið drög að frum­varp­inu til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Frum­varpið snýr að inn­leið­ingu á til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins um við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun og hæfni á EES-­svæð­in­u. Til­skip­unin var tekin inn í EES-­samn­ing­inn með ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar í maí á síð­asta ári og verður inn­leidd hér á landi með breyt­ingu á lögum ef frum­varpið er sam­þykkt. Sam­kvæmt frum­varp­inu er við­ur­kenn­ing fag­legrar mennt­unar og hæfis ein af grunn­stoðum EES-­sam­starfs­ins og hefur verið það frá gild­is­töku EES-­samn­ings­ins árið 1994.

Auglýsing

Sam­kvæmt drög­unum felst mik­il­vægi til­skip­un­ar­innar í þeim rétt­indum sem hún tryggir þeim er aflað hafa sér fag­legrar mennt­unar til starfa hvar sem er á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu og rétt­inum til við­ur­kenn­ingar á menntun og hæfi óháð því hvar nám var stund­að. Þessi breyt­ing á við um lög­vernduð störf, s.s. lækna, verk­fræð­inga, tal­meina­fræð­inga, kenn­ara og ­pípu­lagn­inga­manna. 

Evr­ópska fag­skír­teinið leið til að gera fram­kvæmd­ina ein­fald­ari

Ofan­greind til­skipun Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins ­felur í sér heim­ild til handa fag­stéttum til að njóta við­ur­kenn­ingar á starfs­rétt­indum sínum innan EES-­svæð­is­ins og þar með til að stunda vinnu í krafti mennt­unar sinnar og starfs­reynslu sem fjöldi fag­fólks hefur ekki haft mögu­leika á hingað til hér á landi. Í drögum að frum­varp­inu kemur fram að með þess­ari til­skipun verði ekki gerðar grund­vall­ar­breyt­ingar á til­högun við­ur­kenn­ingar á fag­legri menntun og hæfi á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu heldur er frum­varpið skref til að tryggja að fram­kvæmdin verði enn ein­fald­ari og skjót­virk­ari m.a. með inn­leið­ingu evr­ópsks fag­skír­tein­is ­fyrir ein­staka starfs­greinar þar sem af­greiðslu­frest­ur eru styttir frá því sem nú er.



Evrópska fagskírteiniðEvr­ópska fag­skír­tein­inu er ætlað að styrkja innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, ýta undir frjálsa för fag­fólks og tryggja skil­virk­ari og gagn­særri við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun og hæfi sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu frum­varps­ins. Með evr­ópska fag­skír­tein­inu geta umsækj­endur sótt um við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun og hæfi með raf­rænum hætti fyrir þær starfs­greinar sem falla undir evr­ópska fag­skír­tein­ið. Skír­teinið er því hugsað sem raf­ræn sönnun þess að ein­stak­lingur hefur náð fag­legum prófum og landið sem ein­stak­ling­ur­inn vill vinna í hafi sam­þykkt fag­legu menntun hans og upp­fyllir því skil­yrði til að veita þjón­ustu tíma­bundið eða til fram­tíðar í því land­i. 



Hingað til hafa Íslend­ingar getað nælt sér í skír­teinið til að fá fag­lega menntun og hæfni sam­þykkta á hraðan og auð­veldan hátt í öðru ESB landi. Í dag eru það aðal­lega fag­menn í heil­brigð­is­stéttum sem hafa getað notað skír­teinið en fag­menn í öðrum greinum þurfa að reiða sig á staðl­aða ferla fyrir mat á lög­vernd­uðum starfs­greinum í öðrum löndum til að fá menntun og hæfni við­ur­kennda en á síðu fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins kemur fram að skír­teinið gæti í fram­tíð­inni verið útvíkkað til að ná yfir aðrar stétt­ir.

Erfitt að fá menntun metna hér á landi

Í lok sept­em­ber síð­ast­liðin voru erlendir rík­is­borg­arar 43.430 en árið 2011 voru þeir 20.930 sam­kvæmt nýj­ustu mann­fjölda­tölum frá hag­stofu Íslands. Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara hefur því auk­ist um 22.500 á sjö árum eða um tæp­lega 108 pró­sent hér á landi. Erlendir rík­is­borg­ara sem búa hér­lendis hafa aldrei verið fleiri og lítið lát verður á þessum miklu sam­fé­lags­breyt­ingum ef marka má mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands.

Á síð­ustu mán­uðum hefur mikil umræða skap­ast um stöðu inn­flytj­enda hér á landi og fjallað hefur verið um hvern­ig at­vinnu­rek­end­ur á Íslandi hafi í röðum brotið á rétt­indnum erlends starfs­fólks. Ásamt því hefur á síð­ustu árum einnig verið fjallað um í fjöl­miðlum hversu erfitt það getur reynst inn­flytj­endum sem setj­ast að hér á landi að fá menntun sína metna eða fá starf sem hæfir menntun sinni. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins um málið fyrir nokkrum árum voru birt við­töl við fjölda inn­flytj­enda sem búa hér á landi og eru með­ há­skóla­mennt­un en fá aðeins að sinna lág­launa­störfum hér­lendis vegna þess að þeir fá menntun sína ekki metna.

Sjúkraþjálfun

Sam­tök kvenna af erlendum upp­runa segja til að mynda marga lenda í vand­ræðum með að fá nám sitt metið hér í landi. Í sam­tali við Frétta­blaðið bentu stjórn­ar­konur sam­tak­anna þær Ang­elique Kelly og Anna Katarzyna Wozn­iczka á að nauð­syn­legt sé að líta á nám sem auð­lind sem eigi að nýt­ast hvort sem það er erlend menntun eða íslensk. „Ís­land er að missa af tæki­færi til þess að nota menntun og þekk­ingu þessa fólks,“ sagði Anna og benti jafn­framt á að það myndi hjálpa mörgum ef ferlið til þess að meta nám yrði gert aðgengi­legra og auð­veld­ara.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent