Vilja innleiða evrópskt fagskírteini

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur lagt fram frumvarp til laga um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi til starfa hér á landi. Lagabreytingin á að tryggja rétt fagmenntaðra einstaklinga óháð því hvar viðkomandi lærði innan EES-svæðisins.

Evrópa
Auglýsing

Í nýju frum­varpi til laga um við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun hér á land­inu er lagt til að tekið verði upp evr­ópskt fag­skír­teini til að ein­falda og gera ferlið við að fá við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun og starfs­reynslu, óháð því hvar við­kom­andi lærði inn­an­ EES-­svæð­is­ins, fljót­legra. Í vik­unni birti mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið drög að frum­varp­inu til umsagnar í sam­ráðs­gátt stjórn­valda.

Frum­varpið snýr að inn­leið­ingu á til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins um við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun og hæfni á EES-­svæð­in­u. Til­skip­unin var tekin inn í EES-­samn­ing­inn með ákvörðun sam­eig­in­legu EES-­nefnd­ar­innar í maí á síð­asta ári og verður inn­leidd hér á landi með breyt­ingu á lögum ef frum­varpið er sam­þykkt. Sam­kvæmt frum­varp­inu er við­ur­kenn­ing fag­legrar mennt­unar og hæfis ein af grunn­stoðum EES-­sam­starfs­ins og hefur verið það frá gild­is­töku EES-­samn­ings­ins árið 1994.

Auglýsing

Sam­kvæmt drög­unum felst mik­il­vægi til­skip­un­ar­innar í þeim rétt­indum sem hún tryggir þeim er aflað hafa sér fag­legrar mennt­unar til starfa hvar sem er á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu og rétt­inum til við­ur­kenn­ingar á menntun og hæfi óháð því hvar nám var stund­að. Þessi breyt­ing á við um lög­vernduð störf, s.s. lækna, verk­fræð­inga, tal­meina­fræð­inga, kenn­ara og ­pípu­lagn­inga­manna. 

Evr­ópska fag­skír­teinið leið til að gera fram­kvæmd­ina ein­fald­ari

Ofan­greind til­skipun Evr­ópu­þings­ins og ráðs­ins ­felur í sér heim­ild til handa fag­stéttum til að njóta við­ur­kenn­ingar á starfs­rétt­indum sínum innan EES-­svæð­is­ins og þar með til að stunda vinnu í krafti mennt­unar sinnar og starfs­reynslu sem fjöldi fag­fólks hefur ekki haft mögu­leika á hingað til hér á landi. Í drögum að frum­varp­inu kemur fram að með þess­ari til­skipun verði ekki gerðar grund­vall­ar­breyt­ingar á til­högun við­ur­kenn­ingar á fag­legri menntun og hæfi á Evr­ópska efna­hags­svæð­inu heldur er frum­varpið skref til að tryggja að fram­kvæmdin verði enn ein­fald­ari og skjót­virk­ari m.a. með inn­leið­ingu evr­ópsks fag­skír­tein­is ­fyrir ein­staka starfs­greinar þar sem af­greiðslu­frest­ur eru styttir frá því sem nú er.Evrópska fagskírteiniðEvr­ópska fag­skír­tein­inu er ætlað að styrkja innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins og Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins, ýta undir frjálsa för fag­fólks og tryggja skil­virk­ari og gagn­særri við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun og hæfi sam­kvæmt þings­á­lykt­un­ar­til­lögu frum­varps­ins. Með evr­ópska fag­skír­tein­inu geta umsækj­endur sótt um við­ur­kenn­ingu á fag­legri menntun og hæfi með raf­rænum hætti fyrir þær starfs­greinar sem falla undir evr­ópska fag­skír­tein­ið. Skír­teinið er því hugsað sem raf­ræn sönnun þess að ein­stak­lingur hefur náð fag­legum prófum og landið sem ein­stak­ling­ur­inn vill vinna í hafi sam­þykkt fag­legu menntun hans og upp­fyllir því skil­yrði til að veita þjón­ustu tíma­bundið eða til fram­tíðar í því land­i. Hingað til hafa Íslend­ingar getað nælt sér í skír­teinið til að fá fag­lega menntun og hæfni sam­þykkta á hraðan og auð­veldan hátt í öðru ESB landi. Í dag eru það aðal­lega fag­menn í heil­brigð­is­stéttum sem hafa getað notað skír­teinið en fag­menn í öðrum greinum þurfa að reiða sig á staðl­aða ferla fyrir mat á lög­vernd­uðum starfs­greinum í öðrum löndum til að fá menntun og hæfni við­ur­kennda en á síðu fram­kvæmda­stjórnar Evr­ópu­sam­bands­ins kemur fram að skír­teinið gæti í fram­tíð­inni verið útvíkkað til að ná yfir aðrar stétt­ir.

Erfitt að fá menntun metna hér á landi

Í lok sept­em­ber síð­ast­liðin voru erlendir rík­is­borg­arar 43.430 en árið 2011 voru þeir 20.930 sam­kvæmt nýj­ustu mann­fjölda­tölum frá hag­stofu Íslands. Fjöldi erlendra rík­is­borg­ara hefur því auk­ist um 22.500 á sjö árum eða um tæp­lega 108 pró­sent hér á landi. Erlendir rík­is­borg­ara sem búa hér­lendis hafa aldrei verið fleiri og lítið lát verður á þessum miklu sam­fé­lags­breyt­ingum ef marka má mann­fjölda­spá Hag­stofu Íslands.

Á síð­ustu mán­uðum hefur mikil umræða skap­ast um stöðu inn­flytj­enda hér á landi og fjallað hefur verið um hvern­ig at­vinnu­rek­end­ur á Íslandi hafi í röðum brotið á rétt­indnum erlends starfs­fólks. Ásamt því hefur á síð­ustu árum einnig verið fjallað um í fjöl­miðlum hversu erfitt það getur reynst inn­flytj­endum sem setj­ast að hér á landi að fá menntun sína metna eða fá starf sem hæfir menntun sinni. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins um málið fyrir nokkrum árum voru birt við­töl við fjölda inn­flytj­enda sem búa hér á landi og eru með­ há­skóla­mennt­un en fá aðeins að sinna lág­launa­störfum hér­lendis vegna þess að þeir fá menntun sína ekki metna.

Sjúkraþjálfun

Sam­tök kvenna af erlendum upp­runa segja til að mynda marga lenda í vand­ræðum með að fá nám sitt metið hér í landi. Í sam­tali við Frétta­blaðið bentu stjórn­ar­konur sam­tak­anna þær Ang­elique Kelly og Anna Katarzyna Wozn­iczka á að nauð­syn­legt sé að líta á nám sem auð­lind sem eigi að nýt­ast hvort sem það er erlend menntun eða íslensk. „Ís­land er að missa af tæki­færi til þess að nota menntun og þekk­ingu þessa fólks,“ sagði Anna og benti jafn­framt á að það myndi hjálpa mörgum ef ferlið til þess að meta nám yrði gert aðgengi­legra og auð­veld­ara.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Hækkanir á fasteignagjöldum áhyggjuefni
Forseti ASÍ segir að hækkanir á fasteignagjöldum muni hafa áhrif á lífskjarasamningana ef ekkert annað verði gert á móti.
Kjarninn 17. janúar 2020
Heiða María Sigurðardóttir
Einlæg bón um að endurskoða skerðingu leikskóla
Kjarninn 17. janúar 2020
Skrokkölduvirkjun er fyrirhuguð á Sprengisandsleið milli Hofsjökuls og Vatnajökuls. Það svæði er innan marka fyrirhugaðs hálendisþjóðgarðs.
Telja stórframkvæmdir ekki rúmast innan þjóðgarða
Nýjar virkjanir falla illa eða alls ekki að markmiðum hálendisþjóðgarðs. Stórframkvæmdir þjóna ekki verndarmarkmiðum, yrðu „stórslys“ og myndu ganga að þjóðgarðshugtakinu dauðu.
Kjarninn 17. janúar 2020
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn hætta við sameiningu
Tvö stór sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík, sem saman halda á 8,4 prósent af öllum úthlutuðum fiskveiðikvóta, eru hætt við að sameinast. Þess í stað ætla þau að halda góðu samstarfi áfram.
Kjarninn 17. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Katrín Jakobsdóttir
Endurskoða lög um ráðherraábyrgð og Landsdóm
Forsætisráðherra mun í samráði við dómsmálaráðherra fela sérfræðingi að ráðast í endurskoðun á lögum um ráðherraábyrgð annars vegar og lögum um Landsdóm hins vegar. Vonir standa til þess að vinnunni verði lokið á haustmánuðum.
Kjarninn 17. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
Kjarninn 17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
Kjarninn 17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
Kjarninn 17. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent