Ár síðan konur í stjórnmálum greindu frá Metoo-reynslu sinni

Fyrir um ári síðan riðu stjórnmálakonur á vaðið að birtu áskorun þar sem þær kröfðust þess að flokk­ar og starfs­staðir stjórn­mála­fólks myndu setja sér við­bragðs­reglur og lofa konum því að þær þurfi ekki að þegja og að þær myndu fá stuðn­ing.

Alþingi  - metoo
Auglýsing

Fyrir rúmu ári síðan eða þann 24. nóv­em­ber 2017 riðu stjórn­mála­konur á vaðið og birtu áskorun – sem und­ir­­rituð var af á fimmta hund­rað stjórn­­­mála­­kon­um – þar sem þær kröfð­ust þess að karlar tækju ábyrgð og að stjórn­­­mála­­flokk­­arnir tækju af festu á mál­inu. Þess var kraf­ist að flokk­­arnir og starfs­­staðir stjórn­­­mála­­fólks myndu setja sér við­bragðs­­reglur og lofa konum því að þær þurfi ekki að þegja og að þær myndu fá stuðn­­ing.

­Rúm­­lega 800 kon­ur – sem voru og höfðu verið virkar í stjórn­­­málum á Íslandi – ræddu saman í lok­uðum Face­book-hópi og deildu reynslu­­sögum um kynjað starfs­um­hverfi stjórn­­­mál­anna.

136 frá­sagnir voru birtar opin­ber­­lega en kon­urnar komu úr öllum flokk­um, voru á ýmsum aldri, höfðu starfað á flestum sviðum stjórn­­­mál­anna, á ýmsum tímum og um allt land. Sagði í til­­kynn­ingu frá for­svar­s­­mönnum hóps­ins á sínum tíma að ein­stakur sam­hljómur og sam­­staða hefði ein­­kennt umræður í hópn­­um. Fjöl­breyttar sögur kvenn­anna hefði dregið upp slá­andi mynd af þeim karllæga heimi sem stjórn­­­málin eru – sögur um kyn­bundið ofbeldi, áreitni, vald­beit­ingu og þögg­un.

Auglýsing

Þing­menn töl­uðu niðr­andi um konur

Upp­­­taka náð­ist af því þegar Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, for­­maður Mið­­flokks­ins, Gunnar Bragi Sveins­­son, Berg­þór Óla­­son og Anna Kol­brún Árna­dóttir ræddu málin á Klaustri Bar hinn 20. nóv­­em­ber, en þing­­menn­irnir Ólafur Ísleifs­­son og Karl Gauti Hjalta­­son voru einnig í hópn­­um. Í umfjöllun Stund­ar­innar og DV kemur fram að þing­menn­irnir hafi ­talað með niðr­andi hætti um kven­kyns stjórn­­­mála­­menn í sam­­tölum sín á milli.

Sögðu þeir meðal ann­­ars að stjórn­­­mála­­kona hlyti að „hrynja nið­­ur“ á próf­­kjör­s­lista ef hún væri ekki jafn „hot“ og áður.

Í umfjöllun Stund­­ar­innar segir meðal ann­­ars orð­rétt:

„Á einum tíma­­punkti töl­uðu þing­­menn­irnir um hvernig næsta próf­­kjör hjá Sjálf­­stæð­is­­flokknum í til­­­teknu kjör­­dæmi geti far­ið.

Gunnar Bragi: „Ég held reyndar að [...] geti verið hel­víti öfl­­ug. Hún er hel­víti sæt stelpa.“

Sig­munur Dav­­íð: „Þetta er svona móment, ung kona, ungt fólk í Sjálf­­stæð­is­­flokkn­um, lyftum henn­i.“

Berg­þór: „Nú ætla ég að segja eitt sem er nátt­úru­­lega mjög dóna­­legt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síð­­­an. Það er ótrú­­legur mun­­ur.“

Sig­­mundur Dav­­íð: „Og á þeim for­­sendum segi ég að hún hrynji niður list­ann.“

Berg­þór: „Eðli­­lega.“

Á þessu augna­bliki skaut Anna Kol­brún inn: „Vilj­iði velta fyrir ykk­­ur, ef þetta væri karl?“ og við tóku háreysti og hlátra­sköll karl­anna.

Berg­þór Óla­­son sagði um Ingu Sæland, for­­mann og stofn­anda Flokks fólks­ins, verða „húrr­andi klikk­­aða kunt­u“.

Hædd­ust að Metoo-um­ræð­unni

Þing­menn­irnir hædd­ust enn fremur að Metoo-um­ræð­unni í hljóð­upp­tök­unni. Gunnar Bragi og Berg­þór sögð­ust hafa sínar eigin Metoo-­sögur af Albertínu Frið­björgu Elí­as­dótt­ur, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og sögðu hana hafa áreitt sig hvorn í sínu til­vik­in­u. 

Albertína sagði í sam­tali við Stund­ina að Gunnar Bragi hefði hringt í sig og beðið hana afsök­unar og sagt að ekk­ert af því sem fram hefði komið í sam­tal­inu hefði verið satt. Hún seg­ist jafn­framt vera kjafstopp yfir orðum Gunn­ars Braga og Berg­þórs um meintar sögur þeirra af henni. Hún segir það mjög óþægi­legt að láta ljúga svona sögum upp á sig.

„Hann gaf mér leyfi til að segja ykkur að hann væri til­bú­inn til að bera þetta til baka og bað mig afsök­un­ar,“ segir Albertína í sam­tali við Stund­ina. „Það er hrika­legt að vera ásak­aður um eitt­hvað sem gerð­ist ekki.“

Aðspurð um við­burð­ina sem menn­irnir tala um seg­ist hún ekki kann­ast við atvik­in. „Ég er eig­in­lega bara kjaft­stopp. Mér er rosa­lega illt í hjart­anu yfir öllum þessum sam­tölum sem þeir áttu þarna. Ég er hrein­lega orð­laus. Þetta er bara ekki rétt.“

Dregur fram hvernig karlar í valda­stöðu tala um konur

Oddný Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins, telur að niðr­andi ummæli þing­manna gagn­vart stjórn­mála­kon­um, sem komu fram í upp­tökum á sam­tölum þing­manna á Klaustur Bar, dragi fram hvernig karlar í valda­stöðu tala um kon­ur. 

„Það sem mér finnst vera alvar­legt í þessu er að þarna eru menn í valda­stöðum að tala mjög niðr­andi um kon­ur, upp­nefna þær og nota upp­nefni á kyn­færum til þess að taka konur niður í umræð­unni, og þetta er bara eitt­hvað sem á ekki að eiga sér stað og alls ekki á milli kjör­inna full­trú­a,“ segir Oddný í við­tali við Stund­ina í dag.

Sendir skila­boð til kvenna í heild

Oddný seg­ist per­sónu­lega vera slétt sama um ummæli Gunn­ari Braga um sig sjálfa en segir að þetta séu skila­boð til kvenna í heild og stað­fest­ing á því að slíkt við­horf gagn­vart konum í stjórn­málum sé enn í fullu gildi og segir konur hafa í gegnum tíð­ina reynt að benda á þessa menn­ingu. Oddný minn­ist einnig á að meðal þess­ara þing­manna séu ráð­herrar sem hafa talað gegn þess­ari menn­ingu en segir að þeim hafi greini­lega ekki tek­ist að vinna í sjálfum sér hvað þetta varð­ar. „Og að þetta komi frá þing­mönnum og fyrr­ver­andi ráð­herrum, eftir að við erum búin að eiga allar þessar um ræður um #metoo og he­fors­he,“ segir hún.

 Hún segir þetta muni ekki auka virð­ingu almenn­ings á Alþingi og geti jafn­framt haft vond áhrif á sam­vinnu meðal þing­manna. Hún telur að til að breyta þessu leið­inda­máli í eitt­hvað gott þurfi að ræða þessa menn­ingu á Alþingi og upp­ræta hana fyrir fullt og allt.

Sér ekki fyrir sér að þessir menn sitji áfram á Alþingi Íslend­inga

Í upp­tök­unum heyr­ast þing­menn­irnir tala illa um Ingu Sæland, þing­mann Flokks ­fólks­ins, Odd­nýju Harð­ar­dóttur og fleiri stjórn­mála­kon­ur. Þá má einnig heyra þing­menn­ina gera grín að Freyju Har­alds­dótt­ur.

Oddný segir að með þessum ummælum sínum gagn­vart Freyju og Albertínu hafi þing­menn­irnir farið yfir „lín­una stóru“. Hún sjái ekki að þeim sé lengur stætt á Alþingi Íslend­inga, „Hvernig þeir ræða um Albertínu og Freyju Har­alds er svo svaka­legt að ég get ekki séð fyrir mér að þessir menn sitji áfram á Alþingi Íslend­inga,“ segir Oddný í sam­tali við Stund­ina.

Þær Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, Odd­ný G. Harð­ar­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, og Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem allar voru til umræðu á upp­tök­unum sendu í morgun frá sér yfir­lýs­ingu þar sem þær for­dæma ummælin sem látin voru falla á Klaustri bar og segj­ast líta þau alvar­legum aug­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent