Þingmennirnir fjórir áfrýja til Landsréttar

Miðflokksmenn áfrýja og segja Báru hafa þaulskipulagt verknaðinn og gengið „fumlaust til verka“, samkvæmt Stundinni.

Bára Halldórsdóttir
Bára Halldórsdóttir
Auglýsing

Fjórir þing­menn Mið­flokks­ins hafa kært úrskurð Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, þar sem hafnað var beiðni sókn­ar­að­ila um að fram færu vitna­leiðslur og öflun sýni­legra sönn­un­ar­gagna um atburð­ina á Klaustri, til Lands­rétt­ar. Þetta kemur fram í frétt Stund­ar­innar í dag.

­Gera þing­menn­irn­ir, þau Anna Kol­brún Árna­dótt­ir, Berg­þór Óla­son, Gunnar Bragi Sveins­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þá kröfu að úrskurður Hér­aðs­dóms verði felldur úr gildi, enda telja þau að for­sendur dóms­ins fái ekki stað­ist, segir í frétt­inn­i. 

Kröfu þing­mann­anna um gagna­öflun og vitna­­leiðslur fyrir Hér­­aðs­­dómi vegna fyr­ir­hug­aðrar máls­­sóknar gegn Báru Hall­­dór­s­dótt­­ur, sem hljóð­­rit­aði sam­­skipti þeirra á Klaustri þann 20. nóv­­em­ber síð­­ast­lið­inn, var hafn­að fyrr í vik­unni.

Auglýsing

Stundin hefur kæruna undir höndum en hún var send 19. des­em­ber síð­ast­lið­inn. Þar kemur fram að þing­menn­irnir hafi þegar óskað eftir myndefni úr eft­ir­mynda­vélum frá Klaustri og Alþingi, enda telji þeir mik­il­vægt að upp­lýsa um máls­at­vik þann 20. nóv­em­ber á Klaustri bar.

Sam­kvæmt frétt Stund­ar­innar vekur lög­maður Mið­flokks­manna, Reimar Pét­urs­son, athygli á því að Bára hafi greint frá því í fjöl­miðlum hvernig hún „sperrti eyr­un“ og „þótt­ist“ vera að lesa ferða­manna­bæk­linga sem hún hafði með­ferðis þegar hún hljóð­rit­aði sam­skipti þing­mann­anna. Þá vísi Reimar sér­stak­lega til myndar sem birt­ist í Stund­inni og var tekin fyrir utan Klaustur „áður en varn­ar­að­ili hóf aðgerðir sínar nema, ef vera skyldi, að ein­hver annar hafi tekið hana“.

Af þessu dragi hann ályktun um ein­beittan ásetn­ing Báru: „Allt þetta gefur til kynna að þegar varn­ar­að­ili kom á Klaustur hafi hún komið þangað með það fyr­ir­fram­gefna mark­mið að njósna um og taka upp sam­töl sókn­ar­að­ila. Hún hafi gengið fum­laust til verka. Hún hafi haft með­ferðis bæk­linga sem hún not­aði sem yfir­varp og búnað sem hent­aði til verks­ins. Þá hafi hún dvalið á staðnum svo lengi sem í fjórar klukku­stund­ir. Hafi hún þó sagst hafa verið á leið­inni á æfingu á leik­sýn­ingu sem ætl­unin var að frum­sýna tveimur dögum síð­ar, án þess að þetta hafi neitt tálmað þaul­setu hennar yfir upp­tök­un­um.“

Í frétt Stund­ar­innar segir enn fremur að þing­menn­irnir telji þetta gefa „ríka ástæðu til að kanna hvort ein­hver annar hafi komið að fram­kvæmd þess­arar aðgerðar með varn­ar­að­ila eða hafi fylgt henni til henn­ar“. Finn­ist þeim frá­sögn Báru vera „öll út og suð­ur“. Til að mynda segi hún eina stund­ina að sam­talið hafi verið opin­bert en aðra stund­ina lýsi hún erf­ið­leikum við að greina orða­skipti. „Trú­verð­ug­leiki frá­sagnar varn­ar­að­ila er því eng­inn.“

Fram komi að þing­menn­irnir séu hættir við að biðja um að dóm­kirkju­prestur verði kall­aður fyrir dóm. „Sókn­ar­að­ilum hafði verið tjáð að kirkjan héldi út örygg­is­mynda­vél­um, en í ljós mun vera komið að svo er ekki.“ Þarna vísi þeir vænt­an­lega til orða Sveins Val­geirs­sonar dóm­kirkju­prests: „Við erum ekki með neinar eft­ir­lits­mynda­vélar til að leita í. Eini eft­ir­lits­bún­að­ur­inn sem eitt­hvað gæti tengst Dóm­kirkj­unni væri hið alsjá­andi auga drott­ins og hans alþunna eyra.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent