Jón Þór ætlar að óska eftir stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ætlar að leggja fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðanda um stjórnsýsluúttekt á Íslandspósti þegar þing kemur saman á ný í lok janúar. Jón Þór óskar eftir að aðrir þingmenn verði með á skýrslubeiðninni.

Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Jón Þór Ólafs­son þing­maður Pírata ætlar að leggja fram skýrslu­beiðni til Rík­is­end­ur­skoð­anda um stjórn­sýslu­út­tekt á Íslands­pósti þegar þing kemur saman þann 21. jan­ú­ar næst­kom­andi. Stjórn­sýslu­út­tekt felur í sér mat á frammi­stöðu stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins. Við ­mat á frammi­stöðu er meðal ann­ars litið til með­ferðar og nýt­ingar á rík­is­féi og hvort hag­kvæmni sé gætt í rekstri. Jón Þór til­kynnti þetta í dag og óskaði einnig eftir því að aðrir þing­menn yrðu með á skýrslu­beiðn­inn­i. 

Rík­is­end­ur­skoðun telur það óheppi­legt að ekki liggi fyrir hvernig á að taka á rekstr­ar­vanda Ís­lands­pósts

­Fyrir jól sam­­þykkti Alþingi 500 millj­óna króna lán til­­ Ís­lands­­póst­­s ­­vegna bágrar fjár­­hags­­stöðu þrátt fyrir að ekki ligg­i ­fyrir grein­ing á því hvað valdi þeim mikla ­rekstr­ar­vanda fyr­ir­tæk­is­ins. Í umsögn Rík­is­end­ur­skoð­unar um fjár­auka­lögin sem sam­þykkt voru 14. des­em­ber ­segir að ­Rík­­is­end­­ur­­skoðun telji að það sé óheppi­­legt að ekki liggi nákvæm­­lega fyrir hvernig fyr­ir­hugað sé að taka á rekstr­­ar­­vanda Íslands­­­pósts þannig að til­­skil­inn árangur náist „áður en tekin er ákvörðun um fram­lög úr rík­­is­­sjóði til félags­­ins.“ 

Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun virð­ist vera á þeirri skoðun að ekki liggi fyrir hvort að fjár­­hags­vand­inn sé vegna einka­rétt­­ar­hluta starf­­sem­innar (þ.e. dreif­ingu árit­aðra bréfa undir 50 grömm­um), vegna alþjón­ust­u­kvaða sem lagðar eru á fyr­ir­tækið eða vegna sam­keppn­is­­starf­­semi sem það stund­­ar. „Þeir mög­u­­leikar sem fyrir hendi eru á að takast á við vand­ann hljóta að ráð­­ast að miklu leyti af nið­­ur­­stöðu slíkrar grein­ing­­ar,“ segir í umsögn­inni.

Til við­­bótar við það fé sem ríkið ætlar að lána Íslands­­­pósti í fjár­­auka­lögum er enn frek­­ari lán­veit­ing fyr­ir­huguð á árinu 2019. Í fjár­­lögum þess árs er heim­ild til að end­­ur­lána allt að 1,5 millj­­örðum króna til Íslands­­­pósts til að auka eigið fé fyr­ir­tæk­is­ins vegna fyr­ir­liggj­andi lausa­­fjár­­­vanda þess. Þar segir að skil­yrði lán­veit­ing­­ar­innar sé að lánið verði veitt á mark­aðs­­for­­sendum með full­nægj­andi trygg­ing­­um. Ekk­ert liggur þó fyrir um hvernig Íslands­­­póstur ætlar að greiða umrædd lán til baka.

Íslands­póstur afskráð­i ePóst­ án sam­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins

Íslands­­­­­póstur hefur ekki staðið undir sér und­an­farin ár meðal ann­­­ars vegna mik­ils sam­­­dráttar í bréfa­­­send­ingum og nið­­­ur­greiðslu erlendra póst­­­­­send­inga. Dreif­ing­­­ar­­­dögum póst­­s­ins hefur verið fækkað og póst­­­­­burð­­­ar­­­gjald hefur þre­fald­­­ast á tíu árum. Eft­ir­lits­að­ilar hafa hins vegar bent á að slæma rekstr­­­ar­­­stöðu Íslands­­­­­pósts sé ekki aðal­­­­­lega að rekja til auk­ins kostn­aðar við al­þjón­ustu. Í athuga­­­semdum Póst- og fjar­skip­sta­stofn­unn­ar við skýrslu um rekstr­­­ar­skil­yrði Íslands­­­­­pósts, frá árinu 2014, er meðal ann­­­ars bent á að hund­ruð millj­­­óna hafi tap­­­ast vegna lán­veit­inga til dótt­­­ur­­­fé­laga Íslands­­­­­pósts í sam­keppn­is­­­rekstri. Íslands­­­­­póst­­­­­ur, m.a. vegna fjár­­­­­fest­ingu í prent­smiðju Sam­­­skipta og láns til­­ ePóst­s dótt­­­ur­­­fé­lags Íslands­­­­­póst­­s.

Mynd: Anton BrinkGreint var frá því í dag að Ís­lands­­­póstur hlaut ekki sam­­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins áður en dótt­­ur­­fyr­ir­tæki þess, ePóst­ur, var sam­einað móð­­ur­­fé­lag­inu. Í sátt sem fyr­ir­tækið gerði við Sam­keppn­is­eft­ir­litið í febr­­úar 2017 segir að ekki megi sam­eina dótt­­ur­­fé­lög móð­­ur­­fé­lag­inu nema sam­­þykki eft­ir­lits­ins liggi fyr­­ir. ­Fyr­ir­tæk­ið ePóst­ur var stofnað árið 2012 og í heild hefur Íslands­póstur lán­að­i ePóst, dótt­ur­fyr­ir­tæki sín­u,  til­ rúmar 300 millj­­ónum króna en lánið hefur nær enga vexti bor­ið. Í ­­fyrr­­nefndri sátt við Sam­keppn­is­eft­ir­litið segir að reikna skuli vexti á lán­in. Séu lánin látin bera mark­aðsvexti má reikna með að tap Íslands­­­póst af ePóst­i ­nemi hátt í hálfan millj­­arð króna.

Félag atvinnu­rek­enda telur að Rík­is­end­ur­skoðun sé van­hæf þar sem stofn­unin end­ur­skoði reikn­inga Íslands­pósts

Félag atvinn­u­rek­enda hefur sent Sig­­urði Inga Jó­hanns­syn­i, ­sam­göng­u- og sveita­­stjórn­­­ar­ráð­herra, erindi og hvatt til þess að ráðu­­neyti hans óski eftir óháðri úttekt á rekstri Íslands­­­pósts. Ólaf­­ur Steph­ens­sen, fram­­kvæmda­­stjóri FA telur að ef ráð­ist verður í úttekt þá yrði að fá utan­­­að­kom­andi aðila til verks­ins. Hann bendir á að Póst- og fjar­­­skipta­­­stofnun telji það ekki sitt hlut­verk að rann­saka slíkt og þá er Rík­­­is­end­­­ur­­­skoðun van­hæf þar sem stofn­unin end­­­ur­­­skoði reikn­inga Íslands­­­­­pósts.

Í lögum um Rík­is­end­ur­skoð­andi segir að Rík­is­end­ur­skoð­andi skal upp­lýsa Alþingi og stjórn­völd um mál­efni sem varða rekstur og fjár­reiður rík­is­ins, leiða í ljós frá­vik frá lögum og reglum á því sviði og gera til­lögur að úrbót­um, bættri stjórn­sýslu, skýr­ari ábyrgð og betri nýt­ingu rík­is­fjár. 

Stjórn­sýslu­end­ur­skoðun Rík­is­end­ur­koð­andi, sú skoðun sem Jón Þór seg­ist ætla að óska eft­ir, felur í sér mat á frammi­stöðu hefur eft­ir­lit með. Mark­mið stjórn­sýslu­end­ur­skoð­unar er að stuðla að úrbótum þar sem horft er til­ á­kveð­inn­i ­at­riða þar á meðal með­ferðar og nýt­ingar rík­is­fjár, hvort hag­kvæmni og skil­virkni gætir í rekstri stofn­ana og fyr­ir­tækja í eig­u ­rík­is­ins og hvort fram­lög rík­is­skins skili þeim árangri. Í lög­unum segir að við mat á frammi­stöðu skal meðal ann­ars líta til þess hvort starf­semi sé í sam­ræmi við fjár­heim­ild­ir, þá lög­gjöf sem gildir um hana og góða og við­ur­kennda starfs­hætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent