Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar

Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.

Mynd: Stjórnarráð Íslands
Auglýsing

Starf for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu hefur verið aug­lýst laust til umsóknar á vef ­fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins. For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu stýrir starfi stofn­un­ar­innar og heyrir undir félags- og barna­mála­ráð­herra. Bragi Guð­brands­son lét af starfi for­stjóra í febr­úar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­­ar­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Íslands hönd og tekið að sér sér­verk­efni á vegum vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

For­stjóri skip­aður til fimm ára í senn

Heiða Björg Pálma­dótt­ir, hefur gegnt starfi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu tíma­bundið eftir að Bragi fór í leyfi. Félags- og barna­mála­ráð­herra skip­ar for­­stjóra ­Barna­vernd­ar­stofu til fimm ára í senn en  umsókn­ar­frestur er til 28. jan­úar 2018. 

Í til­kynn­ingu frá­ ­Fé­lags­mála­ráðu­neyt­in­u ­segir að ráðu­neytið vinni nú að heild­ar­end­ur­skoðun á barna­vernd­ar­lög­gjöf og fram­kvæmd þjón­ust­unnar við börn og sam­kvæmt til­kynn­ing­unni geta breyt­ingar orðið í kjöl­farið sem hafa áhrif á starf­sem­i ­Barna­vernd­ar­stofu.

 Í lok febr­úar á síð­asta ári til­kynnti ráðu­neytið að eft­ir­lit með öllu barna­vernd­­ar­­starfi í land­inu yrði end­­ur­­skoðað og ráð­ist yrði í heild­­ar­end­­ur­­skoðun barna­vernd­­ar­laga. Þá verði settar skýrar for­m­­kröfur um sam­­skipta­hætti stjórn­­­valda sem gegna hlut­verki á sviði barna­vernd­­ar. Í til­kynn­ing­unni um frum­varpið kom fram að fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sviði barna­verndar séu að hluta til liður í við­brögðum ráðu­­neyt­is­ins til að end­­ur­heimta traust í kjöl­far kvart­ana frá for­­menn ­barna­vernd­ar­nefnd­anna ­vegna sam­­skipta við Barna­vernd­­ar­­stofu og for­­stjóra hennar en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórn­sýslu mála­flokks­ins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd. 

Auglýsing

Barna­vernd­ar­stofa vinnur að sam­hæf­ingu barna­vernd­ar­starfs í land­inu 

Hlut­verk Barna­vernd­ar­stofu er að vinna að sam­hæf­ingu og efl­ingu barna­vernd­ar­starfs í land­inu og er félags­mála­ráð­herra til ráð­gjafar um stefnu­mótun í mála­flokkn­um, sam­kvæmt vef félags­mála­ráðu­neyt­is­ins. Jafn­framt fer Barna­vernd­ar­stofa með  leið­bein­ingar um túlkun og fram­kvæmd barna­vernd­ar­laga og fræðslu og ráð­gjöf fyrir barna­vernd­ar­nefndir í land­inu. Enn fremur hefur Barna­vernd­ar­stofa eft­ir­lit með störfum barna­vernd­ar­nefnda. 

Barna­vernd­ar­stofa ann­ast meðal ann­ars leyf­is­veit­ingar til fóst­ur­for­eldra, tekur ákvarð­anir og veitir barna­vernd­ar­nefndum lið­sinni í fóst­ur­mál­um, fer með yfir­stjórn heim­ila og stofn­ana sem rík­inu ber að sjá til að séu til­tæk og hlut­ast til um að slík heim­ili og stofn­anir verði sett á fót. Stofan hefur yfir­um­sjón með vistun barna á þessum heim­ilum og stofn­un­um.

FEB: Sú óréttláta skerðing sem viðgengst í dag stuðlar að fátækt meðal eldri borgara
Félag eldri borgara fagnar kröfu stéttarfélaga og sambanda innan ASÍ um að stigið verði ákveðið skref til lækkunar á skerðingu almannatrygginga úr 45 prósent í 30 prósent vegna lífeyris frá lífeyrissjóðum.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það hafa legið fyrir að ríkisstjórnin myndi ekki setja á hátekjuskatt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að skattkerfisbreytingar ríkisstjórnarinnar hafi verið kynntar og að það hafi jafnframt legið fyrir, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð, að hún væri ekki að „fara í hátekjuskatt“.
Kjarninn 20. febrúar 2019
Stál í stál - Líkur á verkföllum hafa aukist
Útspili stjórnvalda í kjaraviðræðunum var illa tekið hjá verkalýðshreyfingunni. Eru verkföll í kortunum?
Kjarninn 20. febrúar 2019
Bakkavararbræður vilja rannsókn á Klakka
Lýstar kröfur í nauðasamningum Exista námu upphaflega tæplega 300 milljörðum króna og aðeins hluti þeirra hefur fengist greiddur.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Hvalveiðar heimilaðar næstu fimm árin
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, studdist við ráðgjöf Hafró.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Forseti ASÍ: Dagur „vonbrigða“ sem liðkar ekki fyrir kjarasamningum
Forseti ASÍ segir útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum ekki til þess fallið að liðka fyrir kjarasamningum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Útspil stjórnvalda - Vilja minnka skattbyrði á lágtekjufólk
Verkalýðshreyfingin er ósátt við útspil stjórnvalda í kjaraviðræðum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Ríkisstjórnin kynnti nýtt skattþrep fyrir lægstu tekjurnar
Í tillögum um breytingar á skattkerfinu sem ríkisstjórnin kynnti aðilum vinnumarkaðarins í morgun voru lagðar til jafnar skattalækkanir upp á nokkur þúsund krónur á mánuði á alla einstaklinga með tekjur upp að 900 þúsund krónum.
Kjarninn 19. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent