Embætti forstjóra Barnaverndarstofu laust til umsóknar

Félagsmálaráðuneytið auglýsir starf forstjóra barnaverndarstofu laust til umsóknar. Bragi Guðbrandsson lét af starfi forstjóra í febrúar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­ar­nefnd Sam­einuðu þjóðanna fyr­ir hönd Íslands.

Mynd: Stjórnarráð Íslands
Auglýsing

Starf for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu hefur verið aug­lýst laust til umsóknar á vef ­fé­lags­mála­ráðu­neyt­is­ins. For­stjóri Barna­vernd­ar­stofu stýrir starfi stofn­un­ar­innar og heyrir undir félags- og barna­mála­ráð­herra. Bragi Guð­brands­son lét af starfi for­stjóra í febr­úar í fyrra eftir að hafa tekið sæti í Barna­rétt­­ar­­nefnd Sam­ein­uðu þjóð­anna fyr­ir Íslands hönd og tekið að sér sér­verk­efni á vegum vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins. 

For­stjóri skip­aður til fimm ára í senn

Heiða Björg Pálma­dótt­ir, hefur gegnt starfi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu tíma­bundið eftir að Bragi fór í leyfi. Félags- og barna­mála­ráð­herra skip­ar for­­stjóra ­Barna­vernd­ar­stofu til fimm ára í senn en  umsókn­ar­frestur er til 28. jan­úar 2018. 

Í til­kynn­ingu frá­ ­Fé­lags­mála­ráðu­neyt­in­u ­segir að ráðu­neytið vinni nú að heild­ar­end­ur­skoðun á barna­vernd­ar­lög­gjöf og fram­kvæmd þjón­ust­unnar við börn og sam­kvæmt til­kynn­ing­unni geta breyt­ingar orðið í kjöl­farið sem hafa áhrif á starf­sem­i ­Barna­vernd­ar­stofu.

 Í lok febr­úar á síð­asta ári til­kynnti ráðu­neytið að eft­ir­lit með öllu barna­vernd­­ar­­starfi í land­inu yrði end­­ur­­skoðað og ráð­ist yrði í heild­­ar­end­­ur­­skoðun barna­vernd­­ar­laga. Þá verði settar skýrar for­m­­kröfur um sam­­skipta­hætti stjórn­­­valda sem gegna hlut­verki á sviði barna­vernd­­ar. Í til­kynn­ing­unni um frum­varpið kom fram að fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á sviði barna­verndar séu að hluta til liður í við­brögðum ráðu­­neyt­is­ins til að end­­ur­heimta traust í kjöl­far kvart­ana frá for­­menn ­barna­vernd­ar­nefnd­anna ­vegna sam­­skipta við Barna­vernd­­ar­­stofu og for­­stjóra hennar en þeim sé einnig ætlað að bæta stjórn­sýslu mála­flokks­ins og stuðla að þróun nýrra úrræða í barnavernd. 

Auglýsing

Barna­vernd­ar­stofa vinnur að sam­hæf­ingu barna­vernd­ar­starfs í land­inu 

Hlut­verk Barna­vernd­ar­stofu er að vinna að sam­hæf­ingu og efl­ingu barna­vernd­ar­starfs í land­inu og er félags­mála­ráð­herra til ráð­gjafar um stefnu­mótun í mála­flokkn­um, sam­kvæmt vef félags­mála­ráðu­neyt­is­ins. Jafn­framt fer Barna­vernd­ar­stofa með  leið­bein­ingar um túlkun og fram­kvæmd barna­vernd­ar­laga og fræðslu og ráð­gjöf fyrir barna­vernd­ar­nefndir í land­inu. Enn fremur hefur Barna­vernd­ar­stofa eft­ir­lit með störfum barna­vernd­ar­nefnda. 

Barna­vernd­ar­stofa ann­ast meðal ann­ars leyf­is­veit­ingar til fóst­ur­for­eldra, tekur ákvarð­anir og veitir barna­vernd­ar­nefndum lið­sinni í fóst­ur­mál­um, fer með yfir­stjórn heim­ila og stofn­ana sem rík­inu ber að sjá til að séu til­tæk og hlut­ast til um að slík heim­ili og stofn­anir verði sett á fót. Stofan hefur yfir­um­sjón með vistun barna á þessum heim­ilum og stofn­un­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent