Haturshópum fjölgar í Bandaríkjunum

Virk haturssamtök í Bandaríkjunum urðu fleiri en nokkru sinni fyrr árið 2018. Nú eru þau 1020 talsins.

Mótmælendur eftir skotárásirnar í Pittsburgh í Pennsylvaníu í október síðastliðinum.
Mótmælendur eftir skotárásirnar í Pittsburgh í Pennsylvaníu í október síðastliðinum.
Auglýsing

Hat­urs­hópum fjölg­aði í Banda­rík­unum á síð­asta ári sam­an­borðið við árið áður en þeir fóru úr 954 í 1020. Þetta er fjórða árið í röð sem hat­urs­hópum fjölgar en 30 pró­sent aukn­ing fylgdi í kjöl­far kosn­inga­bar­áttu og for­seta­tíð Don­alds Trump eftir að talan hafði lækkað í þrjú ár í röð í lok stjórn­ar­tíðar Baracks Obama. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sam­tak­anna the Southern Poverty Law Cent­er.

Haturshópar í Bandaríkjunum 1999-2018 Mynd: SPLC

Sams konar aukn­ing varð á sama tíma­bili í ofbeldi af völdum kyn­þátta­for­dóma og gyð­inga­hat­urs. Töl­fræði alrík­is­lög­regl­unnar FBI sýnir að hat­urs­glæpum fjölg­aði um 30 pró­sent á þriggja ára tíma­bili, frá 2014 til 2017.

Auglýsing

Alrík­is­lög­reglan skil­greinir hat­urs­glæp sem glæp gegn ein­stak­lingi eða eignum sem er að fullu eða að hluta til vegna for­dóma brota­manns gegn öðrum kyn­þátt­um, trú­ar­brögð­um, fötl­un, kyn­hneigð, þjóð­erni, kyni eða kyn­vit­und.

Hat­rið hefur tætt sam­fé­lagið

„Töl­urnar segja okkur svo ekki verður um villst að þessi for­seti er ekki aðeins þrætu­epli í sam­fé­lag­inu heldur rót­tækni­vald­ur,“ segir Heidi Beirich, for­maður rann­sókn­ar­verk­efnateymis sam­tak­anna the Southern Poverty Law Cent­er. „Í stað þess að reyna að vinna gegn hat­ri, eins og aðrir for­setar úr báðum flokkum hafa gert, ýfir Trump for­seti það upp, bæði með orð­ræðu sinni og stefnu­mál­um. Með því hefur hann gefið fólki víðs vegar í Banda­ríkj­unum grænt ljós til að láta undan verstu hvötum sín­um.“

„Hatur hefur tætt sam­fé­lag okkar í sund­ur,“ segir for­seti SPLC, Ric­hard Cohen. „Til að binda það aftur saman munu allir kimar sam­fé­lags okkar þurfa að leggja sitt af mörkum – fjöl­skyldur okk­ar, skól­ar, trú­ar­sam­tök, félaga­sam­tök og fyr­ir­tæki. Fyrst og fremst verður for­ysta nauð­syn­leg – stjórn­mála­leg for­ysta – sem hvetur þjóð okkar til að standa undir æðstu hug­sjónum sín­um.”

Seðlabanki Bandaríkjanna lækkar vexti og segir óvissu í heimsbúskapnum
Þetta er önnur lækkunin á skömmum tíma, en þar áður höfðu vextir ekki lækkað í áratug.
Kjarninn 18. september 2019
Innlendar eignir nú 72 prósent af eignum lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir landsmanna hafa stækkaðir mikið í eignum talið, á undanförnum árum. Innlán sjóðanna nema tæplega 170 milljörðum.
Kjarninn 18. september 2019
Bergþór Ólason orðinn nefndarformaður á ný
Nýr formaður umhverfis- og samgöngunefndar var kjörinn í dag með tveimur atkvæðum.
Kjarninn 18. september 2019
Íslendingar endurvinna minnst á Norðurlöndunum
Magn heimilisúrgangs á hvern íbúa hér á landi hefur aukist með hverju ári frá hruni og náði magnið nýju hámarki árið 2017 með rúmlega 650 kílóum á hvern íbúa. Jafnframt endurvinna Íslendingar minnst af heimilissorpi af öllum Norðurlöndunum.
Kjarninn 18. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
Kjarninn 18. september 2019
Leggj­a enn og aftur fram frum­­varp um refs­ing­ar við tálm­un
Umdeilt tálmunarfrumvarp hefur verið lagt fram á ný á Alþingi.
Kjarninn 18. september 2019
Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor, sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla, stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent