LÍS: Mikil vonbrigði að framfærslan standi í stað hjá LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir vonbrigðum með að framfærsla standi í stað í nýjum úthlutunarreglum LÍN. Auk þess segja samtökin það óásættanlegt að ekki sé enn búið að lækka skerðingarhlutfallið aftur niður í 35 prósent.

Stúdentafulltrúar kjósa á landsþingi LÍS
Stúdentafulltrúar kjósa á landsþingi LÍS
Auglýsing

Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta fagna því að frí­tekju­markið hafi ver­ið hækkað í breyttum úthlut­un­ar­reglum LÍN fyrir skóla­árið 2019 til 2020. Í ályktun frá­ ­sam­tök­un­um ­segir að þetta sé afrakstur mik­illar vinnu stúd­enta og sam­einaðrar raddar þeirra og því jákvætt fram­fara­skref. Aftur á móti segja sam­tökin það von­brigði að ekki hafi verið komið til móts við kröfur stúd­enta um hærri grunn­fram­færslu ­með end­ur­reikn­uðum hús­næð­is­grunni, lækkun skerð­ing­ar­hlut­falls og ferða­lána stúd­enta sem ­stunda ­nám erlend­is. 

Ráð­herra kynnir umfangs­miklar breyt­ingar á LÍN

­Síð­asta föstu­dag sendi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið frá sér til­kynn­ingu um að frí­tekju­mark náms­manna hækki um 43 pró­sent og fari úr 930.000 krónum á ári í 1.330.000 krón­­ur. Í til­­kynn­ingu kom fram að þessi hækkun komi til móts við óskir náms­­manna sem bent hafa á að frí­­tekju­­markið hafi ekki verið hækkað í takt við verð­lags­breyt­ingar og launa­hækk­­­anir síðan árið 2014.

Auk þess kom fram í til­kynn­ing­unni að  um­fangs­­miklar kerf­is­breyt­ingar séu fyr­ir­hug­aðar á fyr­ir­komu­lagi LÍN en ráð­­gert sé að nýtt frum­varp um sjóð­inn verði lagt fram á Alþingi í haust. Kerf­is­breyt­ing­­arnar fel­­ast meðal ann­­ars í því að náms­­styrkur rík­­is­ins verði gagn­­særri og meira jafn­­ræði verði meðal náms­­manna og muni nýja kerf­inu þannig svipa meira til nor­rænna náms­­styrkja­­kerfa. 

Auglýsing

Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta hafa sent frá sér ályktun sem sam­þykkt var ein­róma á lands­þingi sam­tak­anna um helg­ina. Í álykt­un­inni segir að með hækkun frí­tekju­marks­ins hafi mik­il­vægt skref verið tekið í átt að bættum kjörum stúd­enta. Sam­tökin benda hins­vegar á að munur sé á ann­ars vegar úthlut­un­ar­reglum og hins vegar lögum um LÍN sem eru í end­ur­skoð­un. 

„Verði hug­myndir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um nýtt lána­sjóðs­kerfi að veru­leika, meðal ann­ars um nið­ur­fell­ingu á hluta lána að loknu námi, standa út­hlut­un­ar­reglur þó óbreyttar þannig að kjör stúd­enta á meðan námi stendur breyt­ast ekki með­ nýju lána­sjóðs­kerfi. Af þeim sökum vilja stúd­entar hvetja ráð­herra til að koma enn frekar til móts við kröfur stúd­enta þegar tekin er ákvörðun um úthlut­un­ar­reglur fyrir skóla­árið 2020-2021,“ segir í álykt­un­inni.

Fram­færslan taki ekki mið af verð­lags­breyt­ingum

Í álykt­un­inni sam­tak­anna er gagn­rýnt að ekki sé búið að lækka skerð­ing­ar­hlut­fallið aftur niður í 35 pró­sent. Skerð­ing­ar­hlut­fall sem leggst á lán þegar tekjur lán­tak­enda fara yfir frí­tekju­mark var hækkað í 45 pró­sent árið 2014. „Sú aðgerð átti að vera tíma­bundin til að bregð­ast við þáver­andi ástandi og því með öllu óásætt­an­legt að fimm árum síðar sé ekki enn búið að lækka skerð­ing­ar­hlut­fallið aftur niður í 35 pró­sent,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Auk þess gera sam­tökin alvar­lega athuga­semd við það að fram­færslan standi í stað í nýjum úthlut­un­ar­reglum LÍN og enn fremur að hún taki ekki mið af verð­lags­breyt­ing­um. „Það er í raun ígildi lækk­unar þar sem óbreytt krónu­tala á fram­færslu felur í sér lækkun á kaup­mætti. Stúd­entar fara fram á það að end­ur­skoðun á grunn­fram­færslu eigi sér stað með sér­stöku til­liti til hús­næð­is­grunns þar sem gert er ráð fyrir að allir lán­þegar sæki og fái hámarks­hús­næð­is­bæt­ur.“

Jafn­framt lýsa sam­tökin yfir von­brigðum um að ekki hafi verið sam­þykkt að stúd­entar í námi erlendis fái lánað fyrir ferða­lögum fram og til baka einu sinni á hverju ári. Í núver­andi reglum fá stúd­entar erlendis aðeins lán fyrir einni ferð út og annarri ferð heim meðan á öllum náms­ferl­inum stend­ur. Sam­kvæmt álykt­un­inni setur það stúd­enta sem hafa ekki færi á að vinna í því landi sem þau stunda nám, í erf­iða stöðu enda þurfa þeir þá að fljúga til Íslands í þeim til­gangi.

LÍN þjóni ekki lengur hlut­verki sínu sem félags­legur jöfn­un­ar­sjóður

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Að lokum segir í álykt­un­inni að fækkun lán­þega und­an­farin ár sé skýr birt­ing­ar­mynd þess að LÍN þjónar ekki lengur hlut­verki sínu sem félags­legur jöfn­un­ar­sjóð­ur­. „Það er sam­fé­lag­inu til bóta að tryggja að hver og einn geti sinnt námi sínu af skil­virkni og festu. Kröfur stúd­enta eru til þess gerðar að sjóð­ur­inn þjóni því hlut­verki sem honum var upp­haf­lega ætl­að. Vilji mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra standa við gefin lof­orð um besta lána­sjóðs­kerfi á Norð­ur­lönd­unum eru kröfur stúd­enta varð­andi úthlut­un­ar­reglur skýr­ar, “ segir í álykt­un­inni.

SHÍ skorar á ráð­herra að hafa lága fram­færslu hug­fasta

Stúd­enta­ráð Háskóla Ís­lands­ hefur einnig sent frá sér ályktun um út­hlut­un­ar­regl­ur LÍN. Þar segir að hækkun frí­tekju­marks­ins sé fagn­að­ar­er­indi og jafn­framt afrakstur vinnu margra aðila. SHÍ lýsir hins vegar áhyggjum yfir því að fram­færsla stúd­enta var ekki hækkuð í nýj­u­m út­hlut­un­ar­regl­u­m en ráðið segir það eina helsta ástæð­una fyrir bágum kjörum og skorti á fjár­hags­legum stuðn­ingi stúd­enta. 

SHÍ skora því á mennta- og menn­ing­ar­mál­aráð­herra að hafa lága fram­færslu hug­fasta í áfram­hald­andi vinnu við lána­sjóðs­frum­varpið og gera enn betur í næstu út­hlut­un­ar­reglum til þess að tryggja hlut­verk lána­sjóðs­ins sem jöfn­un­ar­sjóð. 

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent