LÍS: Mikil vonbrigði að framfærslan standi í stað hjá LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir vonbrigðum með að framfærsla standi í stað í nýjum úthlutunarreglum LÍN. Auk þess segja samtökin það óásættanlegt að ekki sé enn búið að lækka skerðingarhlutfallið aftur niður í 35 prósent.

Stúdentafulltrúar kjósa á landsþingi LÍS
Stúdentafulltrúar kjósa á landsþingi LÍS
Auglýsing

Landssamtök íslenskra stúdenta fagna því að frítekjumarkið hafi verið hækkað í breyttum úthlutunarreglum LÍN fyrir skólaárið 2019 til 2020. Í ályktun frá samtökunum segir að þetta sé afrakstur mikillar vinnu stúdenta og sameinaðrar raddar þeirra og því jákvætt framfaraskref. Aftur á móti segja samtökin það vonbrigði að ekki hafi verið komið til móts við kröfur stúdenta um hærri grunnframfærslu með endurreiknuðum húsnæðisgrunni, lækkun skerðingarhlutfalls og ferðalána stúdenta sem stunda nám erlendis. 

Ráðherra kynnir umfangsmiklar breytingar á LÍN

Síðasta föstudag sendi mennta- og menningarmálaráðuneytið frá sér tilkynningu um að frítekjumark námsmanna hækki um 43 prósent og fari úr 930.000 krónum á ári í 1.330.000 krón­ur. Í til­kynn­ingu kom fram að þessi hækkun komi til móts við óskir náms­manna sem bent hafa á að frí­tekju­markið hafi ekki verið hækkað í takt við verð­lags­breyt­ingar og launa­hækk­anir síðan árið 2014.

Auk þess kom fram í tilkynningunni að  umfangs­miklar kerf­is­breyt­ingar séu fyr­ir­hug­aðar á fyr­ir­komu­lagi LÍN en ráð­gert sé að nýtt frum­varp um sjóð­inn verði lagt fram á Alþingi í haust. Kerf­is­breyt­ing­arnar fel­ast meðal ann­ars í því að náms­styrkur rík­is­ins verði gagn­særri og meira jafn­ræði verði meðal náms­manna og muni nýja kerf­inu þannig svipa meira til nor­rænna náms­styrkja­kerfa. 

Auglýsing

Landssamtök íslenskra stúdenta hafa sent frá sér ályktun sem samþykkt var einróma á landsþingi samtakanna um helgina. Í ályktuninni segir að með hækkun frítekjumarksins hafi mikilvægt skref verið tekið í átt að bættum kjörum stúdenta. Samtökin benda hinsvegar á að munur sé á annars vegar úthlutunarreglum og hins vegar lögum um LÍN sem eru í endurskoðun. 

„Verði hugmyndir mennta- og menningarmálaráðherra um nýtt lánasjóðskerfi að veruleika, meðal annars um niðurfellingu á hluta lána að loknu námi, standa úthlutunarreglur þó óbreyttar þannig að kjör stúdenta á meðan námi stendur breytast ekki með nýju lánasjóðskerfi. Af þeim sökum vilja stúdentar hvetja ráðherra til að koma enn frekar til móts við kröfur stúdenta þegar tekin er ákvörðun um úthlutunarreglur fyrir skólaárið 2020-2021,“ segir í ályktuninni.

Framfærslan taki ekki mið af verðlagsbreytingum

Í ályktuninni samtakanna er gagnrýnt að ekki sé búið að lækka skerðingarhlutfallið aftur niður í 35 prósent. Skerðingarhlutfall sem leggst á lán þegar tekjur lántakenda fara yfir frítekjumark var hækkað í 45 prósent árið 2014. „Sú aðgerð átti að vera tímabundin til að bregðast við þáverandi ástandi og því með öllu óásættanlegt að fimm árum síðar sé ekki enn búið að lækka skerðingarhlutfallið aftur niður í 35 prósent,“ segir í ályktuninni. 

Auk þess gera samtökin alvarlega athugasemd við það að framfærslan standi í stað í nýjum úthlutunarreglum LÍN og enn fremur að hún taki ekki mið af verðlagsbreytingum. „Það er í raun ígildi lækkunar þar sem óbreytt krónutala á framfærslu felur í sér lækkun á kaupmætti. Stúdentar fara fram á það að endurskoðun á grunnframfærslu eigi sér stað með sérstöku tilliti til húsnæðisgrunns þar sem gert er ráð fyrir að allir lánþegar sæki og fái hámarkshúsnæðisbætur.“

Jafnframt lýsa samtökin yfir vonbrigðum um að ekki hafi verið samþykkt að stúdentar í námi erlendis fái lánað fyrir ferðalögum fram og til baka einu sinni á hverju ári. Í núverandi reglum fá stúdentar erlendis aðeins lán fyrir einni ferð út og annarri ferð heim meðan á öllum námsferlinum stendur. Samkvæmt ályktuninni setur það stúdenta sem hafa ekki færi á að vinna í því landi sem þau stunda nám, í erfiða stöðu enda þurfa þeir þá að fljúga til Íslands í þeim tilgangi.

LÍN þjóni ekki lengur hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Að lokum segir í ályktuninni að fækkun lánþega undanfarin ár sé skýr birtingarmynd þess að LÍN þjónar ekki lengur hlutverki sínu sem félagslegur jöfnunarsjóður. „Það er samfélaginu til bóta að tryggja að hver og einn geti sinnt námi sínu af skilvirkni og festu. Kröfur stúdenta eru til þess gerðar að sjóðurinn þjóni því hlutverki sem honum var upphaflega ætlað. Vilji mennta- og menningarmálaráðherra standa við gefin loforð um besta lánasjóðskerfi á Norðurlöndunum eru kröfur stúdenta varðandi úthlutunarreglur skýrar, “ segir í ályktuninni.

SHÍ skorar á ráðherra að hafa lága framfærslu hugfasta

Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur einnig sent frá sér ályktun um úthlutunarreglur LÍN. Þar segir að hækkun frítekjumarksins sé fagnaðarerindi og jafnframt afrakstur vinnu margra aðila. SHÍ lýsir hins vegar áhyggjum yfir því að framfærsla stúdenta var ekki hækkuð í nýjum úthlutunarreglum en ráðið segir það eina helsta ástæðuna fyrir bágum kjörum og skorti á fjárhagslegum stuðningi stúdenta. 

SHÍ skora því á mennta- og menningarmálaráðherra að hafa lága framfærslu hugfasta í áframhaldandi vinnu við lánasjóðsfrumvarpið og gera enn betur í næstu úthlutunarreglum til þess að tryggja hlutverk lánasjóðsins sem jöfnunarsjóð. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent