LÍS: Mikil vonbrigði að framfærslan standi í stað hjá LÍN

Landssamtök íslenskra stúdenta lýsa yfir vonbrigðum með að framfærsla standi í stað í nýjum úthlutunarreglum LÍN. Auk þess segja samtökin það óásættanlegt að ekki sé enn búið að lækka skerðingarhlutfallið aftur niður í 35 prósent.

Stúdentafulltrúar kjósa á landsþingi LÍS
Stúdentafulltrúar kjósa á landsþingi LÍS
Auglýsing

Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta fagna því að frí­tekju­markið hafi ver­ið hækkað í breyttum úthlut­un­ar­reglum LÍN fyrir skóla­árið 2019 til 2020. Í ályktun frá­ ­sam­tök­un­um ­segir að þetta sé afrakstur mik­illar vinnu stúd­enta og sam­einaðrar raddar þeirra og því jákvætt fram­fara­skref. Aftur á móti segja sam­tökin það von­brigði að ekki hafi verið komið til móts við kröfur stúd­enta um hærri grunn­fram­færslu ­með end­ur­reikn­uðum hús­næð­is­grunni, lækkun skerð­ing­ar­hlut­falls og ferða­lána stúd­enta sem ­stunda ­nám erlend­is. 

Ráð­herra kynnir umfangs­miklar breyt­ingar á LÍN

­Síð­asta föstu­dag sendi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neytið frá sér til­kynn­ingu um að frí­tekju­mark náms­manna hækki um 43 pró­sent og fari úr 930.000 krónum á ári í 1.330.000 krón­­ur. Í til­­kynn­ingu kom fram að þessi hækkun komi til móts við óskir náms­­manna sem bent hafa á að frí­­tekju­­markið hafi ekki verið hækkað í takt við verð­lags­breyt­ingar og launa­hækk­­­anir síðan árið 2014.

Auk þess kom fram í til­kynn­ing­unni að  um­fangs­­miklar kerf­is­breyt­ingar séu fyr­ir­hug­aðar á fyr­ir­komu­lagi LÍN en ráð­­gert sé að nýtt frum­varp um sjóð­inn verði lagt fram á Alþingi í haust. Kerf­is­breyt­ing­­arnar fel­­ast meðal ann­­ars í því að náms­­styrkur rík­­is­ins verði gagn­­særri og meira jafn­­ræði verði meðal náms­­manna og muni nýja kerf­inu þannig svipa meira til nor­rænna náms­­styrkja­­kerfa. 

Auglýsing

Lands­sam­tök íslenskra stúd­enta hafa sent frá sér ályktun sem sam­þykkt var ein­róma á lands­þingi sam­tak­anna um helg­ina. Í álykt­un­inni segir að með hækkun frí­tekju­marks­ins hafi mik­il­vægt skref verið tekið í átt að bættum kjörum stúd­enta. Sam­tökin benda hins­vegar á að munur sé á ann­ars vegar úthlut­un­ar­reglum og hins vegar lögum um LÍN sem eru í end­ur­skoð­un. 

„Verði hug­myndir mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra um nýtt lána­sjóðs­kerfi að veru­leika, meðal ann­ars um nið­ur­fell­ingu á hluta lána að loknu námi, standa út­hlut­un­ar­reglur þó óbreyttar þannig að kjör stúd­enta á meðan námi stendur breyt­ast ekki með­ nýju lána­sjóðs­kerfi. Af þeim sökum vilja stúd­entar hvetja ráð­herra til að koma enn frekar til móts við kröfur stúd­enta þegar tekin er ákvörðun um úthlut­un­ar­reglur fyrir skóla­árið 2020-2021,“ segir í álykt­un­inni.

Fram­færslan taki ekki mið af verð­lags­breyt­ingum

Í álykt­un­inni sam­tak­anna er gagn­rýnt að ekki sé búið að lækka skerð­ing­ar­hlut­fallið aftur niður í 35 pró­sent. Skerð­ing­ar­hlut­fall sem leggst á lán þegar tekjur lán­tak­enda fara yfir frí­tekju­mark var hækkað í 45 pró­sent árið 2014. „Sú aðgerð átti að vera tíma­bundin til að bregð­ast við þáver­andi ástandi og því með öllu óásætt­an­legt að fimm árum síðar sé ekki enn búið að lækka skerð­ing­ar­hlut­fallið aftur niður í 35 pró­sent,“ segir í álykt­un­inn­i. 

Auk þess gera sam­tökin alvar­lega athuga­semd við það að fram­færslan standi í stað í nýjum úthlut­un­ar­reglum LÍN og enn fremur að hún taki ekki mið af verð­lags­breyt­ing­um. „Það er í raun ígildi lækk­unar þar sem óbreytt krónu­tala á fram­færslu felur í sér lækkun á kaup­mætti. Stúd­entar fara fram á það að end­ur­skoðun á grunn­fram­færslu eigi sér stað með sér­stöku til­liti til hús­næð­is­grunns þar sem gert er ráð fyrir að allir lán­þegar sæki og fái hámarks­hús­næð­is­bæt­ur.“

Jafn­framt lýsa sam­tökin yfir von­brigðum um að ekki hafi verið sam­þykkt að stúd­entar í námi erlendis fái lánað fyrir ferða­lögum fram og til baka einu sinni á hverju ári. Í núver­andi reglum fá stúd­entar erlendis aðeins lán fyrir einni ferð út og annarri ferð heim meðan á öllum náms­ferl­inum stend­ur. Sam­kvæmt álykt­un­inni setur það stúd­enta sem hafa ekki færi á að vinna í því landi sem þau stunda nám, í erf­iða stöðu enda þurfa þeir þá að fljúga til Íslands í þeim til­gangi.

LÍN þjóni ekki lengur hlut­verki sínu sem félags­legur jöfn­un­ar­sjóður

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Að lokum segir í álykt­un­inni að fækkun lán­þega und­an­farin ár sé skýr birt­ing­ar­mynd þess að LÍN þjónar ekki lengur hlut­verki sínu sem félags­legur jöfn­un­ar­sjóð­ur­. „Það er sam­fé­lag­inu til bóta að tryggja að hver og einn geti sinnt námi sínu af skil­virkni og festu. Kröfur stúd­enta eru til þess gerðar að sjóð­ur­inn þjóni því hlut­verki sem honum var upp­haf­lega ætl­að. Vilji mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra standa við gefin lof­orð um besta lána­sjóðs­kerfi á Norð­ur­lönd­unum eru kröfur stúd­enta varð­andi úthlut­un­ar­reglur skýr­ar, “ segir í álykt­un­inni.

SHÍ skorar á ráð­herra að hafa lága fram­færslu hug­fasta

Stúd­enta­ráð Háskóla Ís­lands­ hefur einnig sent frá sér ályktun um út­hlut­un­ar­regl­ur LÍN. Þar segir að hækkun frí­tekju­marks­ins sé fagn­að­ar­er­indi og jafn­framt afrakstur vinnu margra aðila. SHÍ lýsir hins vegar áhyggjum yfir því að fram­færsla stúd­enta var ekki hækkuð í nýj­u­m út­hlut­un­ar­regl­u­m en ráðið segir það eina helsta ástæð­una fyrir bágum kjörum og skorti á fjár­hags­legum stuðn­ingi stúd­enta. 

SHÍ skora því á mennta- og menn­ing­ar­mál­aráð­herra að hafa lága fram­færslu hug­fasta í áfram­hald­andi vinnu við lána­sjóðs­frum­varpið og gera enn betur í næstu út­hlut­un­ar­reglum til þess að tryggja hlut­verk lána­sjóðs­ins sem jöfn­un­ar­sjóð. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Daimler, framleiðandi Mercedes Benz-bílanna, hefur fundið fyrir mikilli eftirspurnaraukningu frá Kína
Framleiðslugreinar ná sér aftur á strik
Minni framleiðslutakmarkanir og meiri einkaneysla í Kína virðist hafa leitt til þess að framleiðslufyrirtæki í Evrópu eru á svipuðu róli og í fyrra. Einnig má sjá viðspyrnu á Íslandi, ef horft er á vöruútflutning iðnaðarvara.
Kjarninn 22. október 2020
Sara Stef. Hildardóttir
Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi
Kjarninn 22. október 2020
Ólga er innan bæjarstjórnarinnar í Hafnarfirði vegna málsins.
Vilja að Hafnfirðingar fái að segja hug sinn um fyrirhugaða sölu á HS Veitum
Meirihlutinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar áformar sölu á 15,42 prósenta hlut í HS Veitum til HSV eignarhaldsfélags á um það bil 3,5 milljarða króna. Samtök í bænum eru tilbúin að reyna aftur að knýja fram íbúakosningu um málið.
Kjarninn 22. október 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Kolefnisgjaldið þyrfti að vera mun hærra til þess að bíta betur
Umhverfis- og auðlindaráðherra og þingmaður Miðflokksins tókust á um kolefnisgjöld á þingi í dag.
Kjarninn 22. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Kúrfan áfram á niðurleið en „sigurinn er hvergi nærri í höfn“
„Allar tölur benda til þess að við séum raunverulega að sjá fækkun á tilfellum eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mögulega er hægt að hefja afléttingu aðgerða eftir 1-2 vikur.
Kjarninn 22. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna: „Haturstákn og sjónarmið verða ekki liðin innan lögreglunnar“
Dómsmálaráðherra segir „alveg skýrt“ að haturstákn og sjónarmið verði ekki liðin innan lögreglunnar, hvorki nú né framvegis.
Kjarninn 22. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
Kjarninn 22. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 24. þáttur: Murasaki Shikibu
Kjarninn 22. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent