Segir ljóst að rekstrarmódel Hörpu geti aldrei orðið sjálfbært

Afkoma rekstrarreiknings Hörpu reyndist neikvæð um 461 milljón króna í fyrra og eigið fé félagsins neikvætt um 510 milljónir króna. Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu, segir ljóst að rekstarmódel Hörpu sé ekki sjálfbært og því þurfi að breyta.

Harpa
Auglýsing

Afkoma rekstr­ar­reikn­ings­ Hörpu var nei­kvæð um 461,5 millj­ónir króna í fyrra en árið áður nam tapið 243,4 millj­ón­um. Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi tón­list­ar­húss­ins sem birtur var í gær. Þórður Sverr­is­son, frá­far­andi stjórn­ar­for­maður Hörpu, segir tapið skýr­ast af því fyr­ir­komu­lagi að skulda­bréfa­lán til 35 ára, sem tekið var til að fjár­magna bygg­ingu húss­ins, sé vistað í dótt­ur­fé­lag­i ­fyr­ir­tæk­is­ins. Hann segir ljóst að þetta rekst­ar­módel Hörpu hafi aldrei verið og geti aldrei orðið sjálf­bært. Þessu verði að breyta til að ­skapa Hörpu­ eðli­legan ­rekstr­ar­grund­völl til fram­tíð­ar­.  

Eigið fé nei­kvætt um rúm­lega hálfan millj­arð

Tón­list­ar- og ráð­stefnu­húsið Harpan er í 54 pró­sent eigu rík­is­ins og 46 pró­sent í eigu Reykja­vík­ur­borg­ar. Í árs­reikn­ingi félags­ins kemur fram að í Hörpu voru haldnir tæp­lega 1.500 við­burðir á síð­asta ári og tekjur af við­burða­haldi Hörpu voru 757 millj­ónir króna og juk­ust um tutt­ug­u millj­ón­ir milli ára. Jafn­framt er annað árið í röð ­rekstr­ar­hagn­að­ur­ ­fé­lags­ins, EBITA, jákvæður en hann nam rúmum 42 millj­ónum króna í ár en nam tæpum 57 millj­ónum árið 2017. Auk þess hækk­uðu leigu­tekjur lít­il­lega eða um þrjár millj­ón­ir og voru rúmar 179 millj­ón­ir. Þá var eigið fé ­fé­lags­ins var nei­kvætt um 510 millj­arða króna. 

Þórður Sverrisson, stjórnarformaður Hörpu. Skjáskot/RÚVÞórð­ur­ Sverr­is­son ræddi árs­reikn­ing félags­ins og starf­semi Hörpu­ í ávarpi sínu á aðal­fundi Hörpu í gær. Hann sagði að rekstur Hörpu hefði gengið eins og áætlun hefði gert ráð fyrir og jafn­framt hefði afkoma sam­stæð­unnar án rekstr­ar­fram­laga batnað milli ára. Ríkið og Reykja­vík­ur­borg hefði fyrir milli­göngu eig­enda­nefndar lagt félag­inu til 400 millj­ónir króna rekstr­ar­fram­lag á liðnu ári og muni einnig leggja 450 millj­ónir króna til rekst­urs­ins í ár. Engu að síður sýndi nið­ur­staða rekstr­ar­reikn­ings 461 milljón króna tap og eigið fé er nei­kvætt um 510 millj­ónir króna.

Auglýsing

Hann sagði það hins vegar mat stjórn­ar­innar að eigið fé Hörpu væri van­metið í árs­reikn­ingn­um. „Þá er það mat frá­far­andi stjórnar að bók­fært verð eigin fjár sam­stæð­unnar sé veru­lega van­metið og efna­hags­staða Hörpu traust væri reikn­ings­skilum félags­ins breytt til sam­ræmis við fyr­ir­liggj­andi til­lögur um að eign­færa samn­ings­bundið fram­lag frá rík­inu og Reykja­vík­ur­borg vegna afborg­unar og vaxta af fjár­mögnun fast­eign­ar. Með þeim hætti næmi eigið fé Hörpu ohf. 12 millj­örðum króna,“ sagði Þórð­ur. 

Reikn­ing­ur­inn muni alltaf sýna veru­legan ­rekstr­ar­halla 

Jafn­framt sagði Þórður að það sem vald­i þessum ár­lega tap­rekstri Hörpu og nei­kvæð­u eig­infé væri sú ákvörðun eig­anda að nán­ast öll fjár­fest­ing í Hörpu er fjár­mögnuð með skulda­bréfa­láni til 35 ára og sú skuld er vistuð í dótt­ur­fé­lagi Hörpu og því hluti af sam­stæðu­reikn­ingi Hörpu. Hann sagði að þar með bók­ist allur fjár­magns­kostn­aður og verð­breyt­inga­færslur og af­skrift­ir inn í rekstr­ar­reikn­ing­inn. Reikn­ing­ur­inn muni því alltaf sýna veru­legan rekstr­ar­halla, þrátt fyrir jákvætt greiðslu­streymi og EBIDTA. 

„Það er morg­un­ljóst að þetta rekstr­ar­módel Hörpu hefur aldrei verið og getur aldrei orðið sjálf­bært. Því verður að breyta til að ná að skapa Hörpu­ ohf, sem hluta­fé­lagi eðli­legan rekstr­ar­grund­völl til fram­tíðar þannig að það nái að starfa sem sjálf­bært fyr­ir­tæki og geti gegnt sínu mik­il­væga hlut­verki,“ sagði Þórð­ur.

Því hefði stjórn og eig­enda­nefnd unnið að því að finna trygg­ari rekstr­ar­grund­völl og að nú lægi fyrir að þessir aðilar kom­ist á næstu mán­uðum að nið­ur­stöðu um hvernig tryggja megi til fram­tíðar sjálf­bæran efna­hags- og rekstr­ar­grund­völl Hörpu. 

Ingi­björg Ösp nýr stjórn­ar­for­maður Hörpu

Þórður hefur ákveðið að víkja úr stjórn eftir að hafa verið stjórn­ar­for­maður Hörpu í tvö ár og var Ingi­björg Ösp Stef­áns­dóttir kjörin nýr stjórn­ar­for­maður í hans stað á aðal­fund­inum í gær. Auk Ingi­bjargar Aspar kemur Guðni Tóm­as­son nýr inn í stjórn­ina í stað Vil­hjálms Egils­son­ar. Auk þeirra eru í stjórn­inni Aðal­heiður Magn­ús­dótt­ir, Arna Schram og Árni Geir Páls­son.

Ekkert nýtt úr gömlu
Ekkert lát er á mótmælum almennings í Alsír. Eftir að forsetinn lét af völdum hefur reiði mótmælenda beinst að ráðherrum og öðrum valdamönnum.
Kjarninn 21. apríl 2019
Basil hassan
Dani undirbjó mörg hryðjuverk
Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.
Kjarninn 21. apríl 2019
Flóttafólk mótmælti 13. febrúar síðastliðinn.
Skert aðgengi fyrir flóttafólk að íslensku menntakerfi
Af 82 flóttamönnum sem tóku þátt í þarfagreiningu Rauða krossins í Reykjavík eru einungis 5% í námi, en 43% eiga í erfiðleikum með að komast í nám.
Kjarninn 20. apríl 2019
Guðni Karl Harðarson
Í krafti fjöldans
Kjarninn 20. apríl 2019
Skoða skattalegt umhverfi þriðja geirans
Starfshópur á að skoða hvort að skattalegar ívilnanir geti hvatt einstaklinga og fyrirtæki til að styrkja félög sem falla undir þriðja geirann. Dæmi um félög sem gætu notið góðs af mögulegum breytingum eru björgunarsveitir, íþróttafélög og mannúðarsamtök.
Kjarninn 20. apríl 2019
Það helsta hingað til: WOW air fer á hausinn með látum
Kjarninn tók saman helstu fréttamál íslensks samfélags á fyrstu mánuðum ársins 2019. Ein stærsta frétt ársins hingað til er án efa gjaldþrot WOW air eftir langvinnt dauðastríð sem fór fram fyrir opnum tjöldum.
Kjarninn 20. apríl 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Salt og ... paprika
Kjarninn 20. apríl 2019
Advania
Ríkið greiddi Advania rúman milljarð vegna tölvukerfa í fyrra
Upplýsingatæknifyrirtækið Advania fékk greiddan rúman milljarð fyrir rekstur og hýsingu tölvukerfa ríkisins árið 2018. Þar af greiddi ríkið 635 milljónir vegna tölvukerfisins Orra.
Kjarninn 20. apríl 2019
Meira úr sama flokkiInnlent