Borgin stofnar sérstaka deild fyrir börn hælisleitenda

Sérstök stoðdeild ætluð börnum hælisleitenda verður starfrækt við Háaleitisskóla. Formaður skóla- og frístundaráðs segir tilkomu hennar framför.

img_4692_raw_0710130561_10191567693_o.jpg
Auglýsing

Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­víkur hefur sam­þykkt að stofnuð verði sér­stök stoð­deild í Háa­leit­is­skóla vegna mót­töku barna hæl­is­leit­enda og erlendra börn með litla skóla­göngu að baki. Börnin sem sækja munu nám við deild­ina hafa hingað til dreifst á tólf skóla víðs­vegar um borg­ina og er henni ætlað að vera úrræði til að styðja við börn inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

Skúli Þór Helga­son, for­maður skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að stoð­deildin sé að erlendri fyr­ir­mynd og að hún sé fram­för frá núver­andi kerfi þar sem börn inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda fari inn í almenna bekki án þess að vera til­búin til þess. Skúli segir að grunn­hug­myndin með stofnun deild­ar­innar sé að „mýkja lend­ing­una” fyrir börn hæl­is­leit­enda sem hingað til hafi farið inn í bekki í sínum skól­um, án þess að vera til­búin til þess. 

Kenn­ari sem Kjarn­inn ræddi sagði að sér lit­ist vel á úrræð­ið, þó að hann hefði ekki kynnt sér málið ítar­lega.

Auglýsing

Ekki verið að ein­angra börn hæl­is­leit­enda

Í til­kynn­ingu borg­ar­innar segir að mik­il­vægt sé að hlúa að náms- og félags­legri stöðu þess­ara barna, þar sem gera megi ráð fyrir að þau muni ekki dvelja lengi í íslensku sam­fé­lagi. Skúli þver­tekur fyrir að með stoð­deild­inni sé verið að ein­angra börn hæl­is­leit­enda eða að deildin muni koma í veg fyrir aðlögun þeirra að íslensku sam­fé­lagi. Þá sé alls ekki verið að reyna að koma í veg fyrir aðstæður líkar þeim sem komu upp í Haga­skóla nýver­ið, þegar nem­endur við skól­ann hófu mót­mæli gegn því að nem­anda og fjöl­skyldu hans yrði vísað úr landi.

Hann segir að þvert á móti sé deild­inni ætlað að auð­velda aðlögun barn­anna og koma í veg fyrir að þau upp­lifi sig utan­gátta þegar þau koma inn í almenna skóla­kerf­ið. Séu þau ekki undir það búin að taka þátt í almennu skóla­starfi þegar þau komi inn í skóla­kerfið þá geti barnið upp­lifað sig utan­gátta. Til­koma mót­töku­deild­ar­innar geti því auð­veldað þeim að mynda tengsl þegar þau koma inn í almenna bekki.

Hann segir að stoð­deildin sé ein­ungis tíma­bundið úrræði og miðað sé við að börnin verði þar í mesta lagi í nokkra mán­uði. Í stoð­deild­inni muni þau fá stuðn­ing og kenn­arar deild­ar­innar leggja á það mat hvenær þau séu til­búin til að fara inn í venju­legan bekk. Það mat muni meðal ann­ars byggja á and­legri stöðu barns­ins og hver skóla­ganga þess hefur verið áður en þau koma til Íslands.

Þörf á fjöl­breyttum úrræðum

Í skýrslu starfs­hóps skóla- og frí­stunda­sviðs um mót­töku og aðlögun barna inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda segir að dæmi sé um að börn í þessum hópi hafi orðið fyrir marg­þættum áföllum og að þau hafi ekki verið í skóla áður. Mis­brestur hafi verið á því að þjón­usta við þennan hóp og fjöl­skyldur þeirra sé í höndum félags­ráð­gjafa og því geti tekið langan tíma að koma málum þeirra í réttan far­veg. Nýja fyr­ir­komu­lagið tryggi hins vegar betra utan­um­hald utan um þennan hóp.

Í skýrsl­unni sem vitnað er til að ofan segir að mis­mun­andi sé bæði á milli landa og sveit­ar­fé­laga á Norð­ur­lönd­unum hvernig staðið sé að mót­töku barna inn­flytj­enda og flótta­fólks. Í stærri sveit­ar­fé­lögum og höf­uð­borgum land­anna séu mót­töku­mið­stöðvar fyrsti við­komu­staður barna sem eru nýkomin til lands­ins. Þar fari fram mat á stöðu barns­ins og á grund­velli þess mats sé ákveðið hvort að barnið fari í almennan bekk, mót­töku­deild innan skóla eða önnur úrræði. Mark­miðið sé hins vegar alltaf að sér­úr­ræði standi ekki lengi og að börnin geti hafið nám í almennum bekkj­um.

Hópar kenn­ara og kennslu­ráð­gjafa frá sveit­ar­fé­lögum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem fóru til Nor­egs, Dan­merkur og Sví­þjóðar til að kynna sér hvernig mót­töku barna inn­flytj­enda og hæl­is­leit­enda er háttað þar skil­aði af sér til­lögum um úrbætur í mála­flokknum hér á landi. Þar er meðal ann­ars bent á að hópur erlendra barna sem hingað koma sé fjöl­breyttur og ólík­ur. Því sé mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lögin bjóði upp á mis­mun­andi námsúr­ræði. Það kemur einnig fram í erlendri skýrslu sem vitnað er til, en þar segja við­mæl­endur að nauð­syn­legt sé að úrræðin séu fjöl­breytt.

Börnin hafa dreifst á tólf skóla

Í til­kynn­ingu borg­ar­innar segir að nem­end­urnir sem komi til með að sækja nám í stoð­deild­inni komi víðs vegar að úr borg­inni og hafi hingað til dreifst á tólf skóla. Í til­kynn­ingu borg­ar­innar segir að sam­göngur barn­anna muni verða tryggðar og Háa­leit­is­skóli hafi orðið fyrir val­inu meðal ann­ars vegna þess hversu mið­svæðis hann er í Reykja­vík og vel hann liggi við sam­göng­um. Þá sé íþrótta­fé­lag starf­andi við skól­ann og hús­næði frí­stunda­heim­ilis skól­ans nýt­ist vel.

Áætlað er að kostn­aður skóla- og frí­stunda­sviðs fyrir árið 2019 verði fjórtán millj­ónir og að við deild­ina muni starfa einn deild­ar­stjóri, þrír kenn­arar auk eins stuðn­ings­full­trúa.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu borg­ar­innar liggur fyrir umsögn skóla­ráðs Háa­leit­is­skóla, auk þess sem for­eldra­fé­lag skól­ans og kenn­arar hafi verið jákvæðir í garð þess að deildin verði starf­rækt innan veggja skól­ans.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent