Dani undirbjó mörg hryðjuverk

Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.

Basil hassan
Basil hassan
Auglýsing

Í byrjun júlí 2017 fengu tveir bræður í Ástr­alíu pakka frá Tyrk­landi. Send­and­inn var hópur undir stjórn Basil Hassan, dansks verk­fræð­ings  af líbönskum upp­runa. Í pakk­anum var sprengi­bún­að­ur, sem hægt var að stjórna með far­síma. Hálfum mán­uði síð­ar, 17. Júlí, fór annar bræðranna, með litla hjóla­tösku, á flug­völl­inn í Sydney, hann var með flug­miða til Abu Dhabi í Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­un­um. Taskan, sem hann ætl­aði að hafa með sér inn í flug­vél­ina, reynd­ist þyngri en leyfi­legt er og þá hætti mað­ur­inn við ferð­ina og fór heim. Síðar komst lög­regla að því að í tösk­unni var gam­al­dags hand­snúin hakka­vél, fyllt með sprengi­efn­inu PETN og bún­að­ur­inn sem hafði komið í pakk­anum frá Tyrk­landi. Ætlun manns­ins var að tendra sprengj­una, með far­síma, þegar vélin væri komin á loft. 

Ástr­alskir fjöl­miðlar full­yrtu að þessar fyr­ir­ætl­anir hefðu gengið upp ef taskan hefði verið innan leyfi­legra þyngd­ar­marka. Ástr­alskir fjöl­miðlar sögðu það nán­ast til­viljun að mann­inum tókst ekki ætl­un­ar­verk sitt. Þetta fyr­ir­hug­aða hryðju­verk hafði hóp­ur, sem talið er að sé, eða hafi ver­ið, undir stjórn Basil Hassan skipu­lagt. Hóp­ur­inn kennir sig við íslamska rík­ið. 

Und­ir­bjuggu annað hryðju­verk

Hópurinn fyllti handsnúna hakkavél með sprengiefninu PETNÁður­nefndir bræður í Ástr­alíu hófust strax aftur handa við að skipu­leggja annað ódæði. Sem fyrr var það hópur Basil Hassan í Raqqa í aust­ur­hluta Sýr­lands sem skipu­lagði. Að þessu sinni var ætl­unin að nota eit­ur­gas sem yrði beint að sam­göngu­kerfi Ástr­al­íu. 

Hvorki bræð­urnir né Basil Hassan vissu að erlendar leyni­þjón­ust­ur, þar á meðal sú danska, höfðu látið áströlsku lög­regl­unni í té upp­lýs­ingar sem leiddu til þess að fylgst var með bræðr­un­um. Upp­lýs­ingar um hakka­vél­ina í ferða­tösk­unni voru að lík­indum komnar úr sömu átt, þótt ekki hafi verið upp­lýst um það. Bræð­urnir tveir voru hand­teknir í Ástr­alíu áður en þeir gætu fram­kvæmt áætl­an­irnar um eit­urgas­ið. Danska Leyni­þjón­ust­an, PET, fylgist grannt með öllu sem teng­ist Basil Hassan sem er eft­ir­lýstur í Dan­mörku. Og fyrir því eru ríkar ástæð­ur, fleiri en ein.

Auglýsing

Mis­heppnuð morð­til­raun

5. febr­úar árið 2013 hringdi mað­ur, íklæddur rauðum póst­mannsjakka bjöll­unni á heim­ili danska rit­höf­und­ar­ins Lars Hedegaard á Frið­riks­bergi við Kaup­manna­höfn. Þegar rit­höf­und­ur­inn opn­aði dró sá í rauða jakk­anum upp byssu og hleypti af. Þótt færið væri ein­ungis einn metri geig­aði skotið en þegar sá rauð­klæddi ætl­aði að hleypa af öðru skoti stóð byssan á sér. Eftir handa­lög­mál komst mað­ur­inn í rauða jakk­anum und­an. Að sögn rit­höf­und­ar­ins tal­aði sá rauð­klæddi lýta­lausa dönsku. Lög­reglan taldi sig vita hver mað­ur­inn væri, en upp­lýsti ekki strax um nafn hans. Síðar kom fram að þessi maður var Basil Hass­an. Ástæða til­ræð­is­ins var talin vera skrif rit­höf­und­ar­ins um múslíma. Lýst var eftir Basil Hassan á alþjóða­vett­vangi og gefin út hand­töku­skipun á hann.  

Basil Hassan hand­tek­inn, og sleppt

5. apríl 2014 hand­tók tyrk­neska lög­reglan danskan rík­is­borg­ara, sem reynd­ist vera marg­nefndur Basil Hass­an. Ástæður hand­tök­unnar hafa aldrei verið birt­ar. Danir ósk­uðu strax eftir fram­sali hans en áður en að því kom var Basil Hassan lát­inn laus. Skýr­ingar Tyrkja á þeirri ákvörðun voru loðnar og ollu mik­illi reiði Dana. Basil Hassan var hins­vegar á bak og burt. Síðar kom í ljós að hann hefði að lík­indum farið til Sýr­lands. Hann er ofar­lega á lista banda­rísku leyni­þjón­ust­unnar yfir sér­lega hættu­lega hryðju­verka­menn. Nokkrum sinnum hafa borist af því fréttir að hann hafi verið drep­inn en það hefur aldrei feng­ist stað­fest. 

Dróna­hern­að­ur­inn og tóm­stunda­búðin í Kaup­manna­höfn

Í októ­ber árið 2016 varð sprengja borin af dróna (flygild­i), tveimur kúrdískum her­mönnum í Írak að bana. Leyni­þjón­ustur Dan­merkur og Banda­ríkj­anna telja sig vita með vissu að dróna­hern­aður íslamska rík­is­ins hafi verið skipu­lagður af Basil Hass­an. Og að drón­inn sem  varð Kúr­dunum tveim að bana í Írak  hafi verið keyptur í verslun á Fredens­gade í Kaup­manna­höfn. Danska leyni­þjón­ustan hafði kom­ist á snoðir um tengsl Basil Hassan við þrjá eða fjóra menn í Kaup­manna­höfn og einn þeirra hafði keypt sex öfl­uga dróna í versl­un­inni sem áður var nefnd og ætl­aði síðar að kaupa fleiri. Þessir menn voru síðar allir hand­teknir og sitja í fang­elsi í Dan­mörku. Í aðgerðum dönsku lög­regl­unnar í lok sept­em­ber í fyrra voru tveir menn hand­teknir og bíða þess nú að réttað verði yfir þeim. Sama dag var Basil Hassan úrskurð­aður í gæslu­varð­hald að honum fjar­stöddum (in absenti­a).

Til­rauna­pakkar í flugi og áhyggjur Dana

Danska rík­is­út­varp­ið, P1, hefur nýlega, í níu útvarps­þátt­um, fjallað ítar­lega um Basil Hassan og hryðju­verka­starf­semi íslamska rík­is­ins. Í  þætti í danska sjón­varp­inu, DR, fyrir tveim vikum var greint frá því að árin 2016 og 2017 hefði hópur undir stjórn Basil Hassan reynt að senda pakka í flugi frá Tyrk­landi og Maldíveyjum til fjöl­margra landa, þar á meðal Qat­ar, Eng­lands, Þýska­lands og Banda­ríkj­anna. Til­gang­ur­inn var að láta reyna á örygg­is­eft­ir­lit á flug­völl­u­m. 

Danska leyni­þjón­ustan telur fulla ástæðu til að ótt­ast að hryðju­verka­menn tengdir íslamska rík­inu muni láta til skarar skríða í Dan­mörku, hvort sem Basil Hassan sé lífs eða lið­inn. Leyni­þjón­ustan hefur kom­ist yfir myndir þar sem sjá má svo­nefnt Krist­janíu reið­hjól (al­geng í Dan­mörku) og enn­fremur tröppur sem líkj­ast inn­gang­inum við Nør­report lest­ar­stöð­ina í Kaup­manna­höfn. 

Sví­inn Magnus Ran­storp, einn helsti sér­fræð­ingur á Norð­ur­löndum varð­andi rann­sóknir á hryðju­verk­um, sagði í við­talið við Danska sjón­varpið að aldrei sé of var­lega farið og allar minnstu grun­semdir varð­andi hugs­an­leg hryðju­verk verði ætíð að taka alvar­lega.   Fyrir áhuga­sama les­endur má nefna tvo pistla sem birst hafa hér í Kjarn­an­um. Annar um til­ræðið við Lars Hedegaard og hinn um dróna­versl­un­ina þar sem hryðju­verka­menn keyptu dróna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar