Dani undirbjó mörg hryðjuverk

Tilviljun réði því að hryðjuverk, sem Dani að nafni Basil Hassan undirbjó, mistókst. Ætlunin var að granda farþegaþotu. Basil Hassan hafði, ásamt samverkamönnum sínum, mörg slík hryðjuverk í hyggju.

Basil hassan
Basil hassan
Auglýsing

Í byrjun júlí 2017 fengu tveir bræður í Ástr­alíu pakka frá Tyrk­landi. Send­and­inn var hópur undir stjórn Basil Hassan, dansks verk­fræð­ings  af líbönskum upp­runa. Í pakk­anum var sprengi­bún­að­ur, sem hægt var að stjórna með far­síma. Hálfum mán­uði síð­ar, 17. Júlí, fór annar bræðranna, með litla hjóla­tösku, á flug­völl­inn í Sydney, hann var með flug­miða til Abu Dhabi í Sam­ein­uðu arab­ísku fursta­dæm­un­um. Taskan, sem hann ætl­aði að hafa með sér inn í flug­vél­ina, reynd­ist þyngri en leyfi­legt er og þá hætti mað­ur­inn við ferð­ina og fór heim. Síðar komst lög­regla að því að í tösk­unni var gam­al­dags hand­snúin hakka­vél, fyllt með sprengi­efn­inu PETN og bún­að­ur­inn sem hafði komið í pakk­anum frá Tyrk­landi. Ætlun manns­ins var að tendra sprengj­una, með far­síma, þegar vélin væri komin á loft. 

Ástr­alskir fjöl­miðlar full­yrtu að þessar fyr­ir­ætl­anir hefðu gengið upp ef taskan hefði verið innan leyfi­legra þyngd­ar­marka. Ástr­alskir fjöl­miðlar sögðu það nán­ast til­viljun að mann­inum tókst ekki ætl­un­ar­verk sitt. Þetta fyr­ir­hug­aða hryðju­verk hafði hóp­ur, sem talið er að sé, eða hafi ver­ið, undir stjórn Basil Hassan skipu­lagt. Hóp­ur­inn kennir sig við íslamska rík­ið. 

Und­ir­bjuggu annað hryðju­verk

Hópurinn fyllti handsnúna hakkavél með sprengiefninu PETNÁður­nefndir bræður í Ástr­alíu hófust strax aftur handa við að skipu­leggja annað ódæði. Sem fyrr var það hópur Basil Hassan í Raqqa í aust­ur­hluta Sýr­lands sem skipu­lagði. Að þessu sinni var ætl­unin að nota eit­ur­gas sem yrði beint að sam­göngu­kerfi Ástr­al­íu. 

Hvorki bræð­urnir né Basil Hassan vissu að erlendar leyni­þjón­ust­ur, þar á meðal sú danska, höfðu látið áströlsku lög­regl­unni í té upp­lýs­ingar sem leiddu til þess að fylgst var með bræðr­un­um. Upp­lýs­ingar um hakka­vél­ina í ferða­tösk­unni voru að lík­indum komnar úr sömu átt, þótt ekki hafi verið upp­lýst um það. Bræð­urnir tveir voru hand­teknir í Ástr­alíu áður en þeir gætu fram­kvæmt áætl­an­irnar um eit­urgas­ið. Danska Leyni­þjón­ust­an, PET, fylgist grannt með öllu sem teng­ist Basil Hassan sem er eft­ir­lýstur í Dan­mörku. Og fyrir því eru ríkar ástæð­ur, fleiri en ein.

Auglýsing

Mis­heppnuð morð­til­raun

5. febr­úar árið 2013 hringdi mað­ur, íklæddur rauðum póst­mannsjakka bjöll­unni á heim­ili danska rit­höf­und­ar­ins Lars Hedegaard á Frið­riks­bergi við Kaup­manna­höfn. Þegar rit­höf­und­ur­inn opn­aði dró sá í rauða jakk­anum upp byssu og hleypti af. Þótt færið væri ein­ungis einn metri geig­aði skotið en þegar sá rauð­klæddi ætl­aði að hleypa af öðru skoti stóð byssan á sér. Eftir handa­lög­mál komst mað­ur­inn í rauða jakk­anum und­an. Að sögn rit­höf­und­ar­ins tal­aði sá rauð­klæddi lýta­lausa dönsku. Lög­reglan taldi sig vita hver mað­ur­inn væri, en upp­lýsti ekki strax um nafn hans. Síðar kom fram að þessi maður var Basil Hass­an. Ástæða til­ræð­is­ins var talin vera skrif rit­höf­und­ar­ins um múslíma. Lýst var eftir Basil Hassan á alþjóða­vett­vangi og gefin út hand­töku­skipun á hann.  

Basil Hassan hand­tek­inn, og sleppt

5. apríl 2014 hand­tók tyrk­neska lög­reglan danskan rík­is­borg­ara, sem reynd­ist vera marg­nefndur Basil Hass­an. Ástæður hand­tök­unnar hafa aldrei verið birt­ar. Danir ósk­uðu strax eftir fram­sali hans en áður en að því kom var Basil Hassan lát­inn laus. Skýr­ingar Tyrkja á þeirri ákvörðun voru loðnar og ollu mik­illi reiði Dana. Basil Hassan var hins­vegar á bak og burt. Síðar kom í ljós að hann hefði að lík­indum farið til Sýr­lands. Hann er ofar­lega á lista banda­rísku leyni­þjón­ust­unnar yfir sér­lega hættu­lega hryðju­verka­menn. Nokkrum sinnum hafa borist af því fréttir að hann hafi verið drep­inn en það hefur aldrei feng­ist stað­fest. 

Dróna­hern­að­ur­inn og tóm­stunda­búðin í Kaup­manna­höfn

Í októ­ber árið 2016 varð sprengja borin af dróna (flygild­i), tveimur kúrdískum her­mönnum í Írak að bana. Leyni­þjón­ustur Dan­merkur og Banda­ríkj­anna telja sig vita með vissu að dróna­hern­aður íslamska rík­is­ins hafi verið skipu­lagður af Basil Hass­an. Og að drón­inn sem  varð Kúr­dunum tveim að bana í Írak  hafi verið keyptur í verslun á Fredens­gade í Kaup­manna­höfn. Danska leyni­þjón­ustan hafði kom­ist á snoðir um tengsl Basil Hassan við þrjá eða fjóra menn í Kaup­manna­höfn og einn þeirra hafði keypt sex öfl­uga dróna í versl­un­inni sem áður var nefnd og ætl­aði síðar að kaupa fleiri. Þessir menn voru síðar allir hand­teknir og sitja í fang­elsi í Dan­mörku. Í aðgerðum dönsku lög­regl­unnar í lok sept­em­ber í fyrra voru tveir menn hand­teknir og bíða þess nú að réttað verði yfir þeim. Sama dag var Basil Hassan úrskurð­aður í gæslu­varð­hald að honum fjar­stöddum (in absenti­a).

Til­rauna­pakkar í flugi og áhyggjur Dana

Danska rík­is­út­varp­ið, P1, hefur nýlega, í níu útvarps­þátt­um, fjallað ítar­lega um Basil Hassan og hryðju­verka­starf­semi íslamska rík­is­ins. Í  þætti í danska sjón­varp­inu, DR, fyrir tveim vikum var greint frá því að árin 2016 og 2017 hefði hópur undir stjórn Basil Hassan reynt að senda pakka í flugi frá Tyrk­landi og Maldíveyjum til fjöl­margra landa, þar á meðal Qat­ar, Eng­lands, Þýska­lands og Banda­ríkj­anna. Til­gang­ur­inn var að láta reyna á örygg­is­eft­ir­lit á flug­völl­u­m. 

Danska leyni­þjón­ustan telur fulla ástæðu til að ótt­ast að hryðju­verka­menn tengdir íslamska rík­inu muni láta til skarar skríða í Dan­mörku, hvort sem Basil Hassan sé lífs eða lið­inn. Leyni­þjón­ustan hefur kom­ist yfir myndir þar sem sjá má svo­nefnt Krist­janíu reið­hjól (al­geng í Dan­mörku) og enn­fremur tröppur sem líkj­ast inn­gang­inum við Nør­report lest­ar­stöð­ina í Kaup­manna­höfn. 

Sví­inn Magnus Ran­storp, einn helsti sér­fræð­ingur á Norð­ur­löndum varð­andi rann­sóknir á hryðju­verk­um, sagði í við­talið við Danska sjón­varpið að aldrei sé of var­lega farið og allar minnstu grun­semdir varð­andi hugs­an­leg hryðju­verk verði ætíð að taka alvar­lega.   Fyrir áhuga­sama les­endur má nefna tvo pistla sem birst hafa hér í Kjarn­an­um. Annar um til­ræðið við Lars Hedegaard og hinn um dróna­versl­un­ina þar sem hryðju­verka­menn keyptu dróna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar