Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, mun snúa aftur til þingstarfa á morgun. Hann greinir frá þessu í stöðuuppfærslu á Facebook.
Þar segir hann að það sé ekkert leyndarmál að undanfarna mánuði hafi hann þurft að endurskoða líf sitt og sækja sér faglegrar aðstoðar við áfengisvanda, sem var meiri en hann hefði áttað sig á. „Sú aðstoð sem ég hef fengið frá SÁÁ og fleiri stuðningshópum hefur reynst mér ómetanleg. Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna vanmátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra. Hjá SÁÁ hefur mér opnast nýr heimur. Markmið þeirra sem leita sér aðstoðar er að verða betri samferðarmenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt. Hinni eiginlegu meðferð er nú lokið þótt verkefninu ljúki vissulega aldrei.“
Ágúst segist ekki taka því sem sjálfgefnu að taka aftur sæti á þingi og að hann muni leggja sig allan fram við að ávinna sé traust á nýjan leik. „Ég brenn enn fyrir því að starfa í þágu samfélagsins og koma góðum málum til leiðar sem stjórnmálamaður. Í raun er ég biðja um annað tækifæri.“
Á morgun lýkur leyfi mínu frá störfum á Alþingi. Það er ekkert leyndarmál að undanfarna mánuði hef ég þurft að...
Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Tuesday, April 30, 2019
Þegar tveir mánuðir voru liðnir þá sendi Ágúst Ólafur frá sér aðra yfirlýsingu ogsagði að hann myndi ekki taka til starfa aftur í bráð. Hann hefði óskað eftir ótímabundnu veikindaleyfi frá störfum á Alþingi á meðan að han lyki áfengismeðferð hjá SÁÁ og ynni að því að ná bata.