Sex hundruð milljónum skipt á milli hinna sýknuðu

Viðræður um miska- og skaðabætur fara nú fram milli ríkislögmanns og þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í september síðastliðnum. Sex hundruð milljónum verður skipt á milli hinna sýknuðu meðal annars eftir lengd gæsluvarðhalds.

Verjendur fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Verjendur fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Auglýsing

Við­ræður um bóta­fjár­hæðir fara nú fram á milli setts rík­is­lög­manns og þeirra sem sýkn­aðir voru í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins eru sex hund­ruð millj­ónir til skipt­anna en ­fén­u verður deilt á milli hinna sýkn­uðu meðal ann­ars eftir lengd frels­is­svipt­ing­ar. 

Upp­hæðin hækkuð til að liðka fyrir við­ræðum

For­sæt­is­ráð­herra ­skip­aði nefnd síð­asta haust sem leiða átti fyrir hönd stjórn­­­valda sátta­við­ræður við fyrrum sak­­born­inga í Guð­­mund­­ar- og Geir­finns­­mál­inu sem sýkn­aðir voru með dómi Hæsta­réttar Íslands þann 27. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn í end­­ur­­upp­­­töku­­máli og aðstand­endur þeirra. Kristrún Heim­is­dóttir lög­­fræð­ing­ur hefur leitt störf nefnd­­ar­inn­­ar.

Verk­efni nefnd­­ar­innar er að leiða sátta­við­ræð­urnar og gera til­­lögu til for­­sæt­is­ráð­herra og rík­­is­­stjórnar um hugs­an­­lega greiðslu miska- og skaða­­bóta eða eftir atvikum svo­­nefndra sann­girn­is­­bóta til aðila máls­ins og aðstand­enda þeirra. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins kemur fram að upp­haf­lega hafi stjórn­völd hyggst verja til sátt­anna 400 millj­ónum en nú hafi sú upp­hæð verið hækkuð í 600 millj­ónir til að liðka fyrir viðræðunum. 

Auglýsing
 

Fjár­hæð­inni verður skipt á milli hinna sýkn­uðu eftir lengd gæslu­varð­halds og afplán­unar óháð því hvort við­kom­andi er enn á lífi en í til­viki þeirra Sæv­ars Mar­ínós Ciesi­el­ski og Tryggva Rún­ars Leifs­sonar rynnu bætur til erf­ingja þeirra. 

Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að rík­is­lög­maður leggur upp með að ­með sáttum myndi mál­inu ljúka og hinir sýkn­uðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frek­ari bætur til dóm­stóla. Tak­ist samn­ingar um skaða­bætur þarf að setja sér­stök lög um sátt­ina en lagt er upp með að um skatt­frjálsar miska­bætur yrði að ræða. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Línan á að teygja sig 170 kílómetra inn í eyðimörkina.
Sádi-Arabía áformar að byggja 170 kílómetra langa bíllausa borg
Engir vegir, ekkert vesen. Krónprins Sádi-Arabíu hefur kynnt áform um byggingu 170 kílómetra langrar borgar þar sem enginn íbúi mun þurfa að ganga lengur en 5 mínútur eftir allri nauðsynlegri þjónustu og öll ferðalög fara fram neðanjarðar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent