Sex hundruð milljónum skipt á milli hinna sýknuðu

Viðræður um miska- og skaðabætur fara nú fram milli ríkislögmanns og þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í september síðastliðnum. Sex hundruð milljónum verður skipt á milli hinna sýknuðu meðal annars eftir lengd gæsluvarðhalds.

Verjendur fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Verjendur fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Auglýsing

Við­ræður um bóta­fjár­hæðir fara nú fram á milli setts rík­is­lög­manns og þeirra sem sýkn­aðir voru í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins eru sex hund­ruð millj­ónir til skipt­anna en ­fén­u verður deilt á milli hinna sýkn­uðu meðal ann­ars eftir lengd frels­is­svipt­ing­ar. 

Upp­hæðin hækkuð til að liðka fyrir við­ræðum

For­sæt­is­ráð­herra ­skip­aði nefnd síð­asta haust sem leiða átti fyrir hönd stjórn­­­valda sátta­við­ræður við fyrrum sak­­born­inga í Guð­­mund­­ar- og Geir­finns­­mál­inu sem sýkn­aðir voru með dómi Hæsta­réttar Íslands þann 27. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn í end­­ur­­upp­­­töku­­máli og aðstand­endur þeirra. Kristrún Heim­is­dóttir lög­­fræð­ing­ur hefur leitt störf nefnd­­ar­inn­­ar.

Verk­efni nefnd­­ar­innar er að leiða sátta­við­ræð­urnar og gera til­­lögu til for­­sæt­is­ráð­herra og rík­­is­­stjórnar um hugs­an­­lega greiðslu miska- og skaða­­bóta eða eftir atvikum svo­­nefndra sann­girn­is­­bóta til aðila máls­ins og aðstand­enda þeirra. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins kemur fram að upp­haf­lega hafi stjórn­völd hyggst verja til sátt­anna 400 millj­ónum en nú hafi sú upp­hæð verið hækkuð í 600 millj­ónir til að liðka fyrir viðræðunum. 

Auglýsing
 

Fjár­hæð­inni verður skipt á milli hinna sýkn­uðu eftir lengd gæslu­varð­halds og afplán­unar óháð því hvort við­kom­andi er enn á lífi en í til­viki þeirra Sæv­ars Mar­ínós Ciesi­el­ski og Tryggva Rún­ars Leifs­sonar rynnu bætur til erf­ingja þeirra. 

Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að rík­is­lög­maður leggur upp með að ­með sáttum myndi mál­inu ljúka og hinir sýkn­uðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frek­ari bætur til dóm­stóla. Tak­ist samn­ingar um skaða­bætur þarf að setja sér­stök lög um sátt­ina en lagt er upp með að um skatt­frjálsar miska­bætur yrði að ræða. 

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Út fer Boris með Breta – hvað sem það kostar!
Kjarninn 24. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent