Sex hundruð milljónum skipt á milli hinna sýknuðu

Viðræður um miska- og skaðabætur fara nú fram milli ríkislögmanns og þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í september síðastliðnum. Sex hundruð milljónum verður skipt á milli hinna sýknuðu meðal annars eftir lengd gæsluvarðhalds.

Verjendur fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Verjendur fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Auglýsing

Við­ræður um bóta­fjár­hæðir fara nú fram á milli setts rík­is­lög­manns og þeirra sem sýkn­aðir voru í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins eru sex hund­ruð millj­ónir til skipt­anna en ­fén­u verður deilt á milli hinna sýkn­uðu meðal ann­ars eftir lengd frels­is­svipt­ing­ar. 

Upp­hæðin hækkuð til að liðka fyrir við­ræðum

For­sæt­is­ráð­herra ­skip­aði nefnd síð­asta haust sem leiða átti fyrir hönd stjórn­­­valda sátta­við­ræður við fyrrum sak­­born­inga í Guð­­mund­­ar- og Geir­finns­­mál­inu sem sýkn­aðir voru með dómi Hæsta­réttar Íslands þann 27. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn í end­­ur­­upp­­­töku­­máli og aðstand­endur þeirra. Kristrún Heim­is­dóttir lög­­fræð­ing­ur hefur leitt störf nefnd­­ar­inn­­ar.

Verk­efni nefnd­­ar­innar er að leiða sátta­við­ræð­urnar og gera til­­lögu til for­­sæt­is­ráð­herra og rík­­is­­stjórnar um hugs­an­­lega greiðslu miska- og skaða­­bóta eða eftir atvikum svo­­nefndra sann­girn­is­­bóta til aðila máls­ins og aðstand­enda þeirra. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins kemur fram að upp­haf­lega hafi stjórn­völd hyggst verja til sátt­anna 400 millj­ónum en nú hafi sú upp­hæð verið hækkuð í 600 millj­ónir til að liðka fyrir viðræðunum. 

Auglýsing
 

Fjár­hæð­inni verður skipt á milli hinna sýkn­uðu eftir lengd gæslu­varð­halds og afplán­unar óháð því hvort við­kom­andi er enn á lífi en í til­viki þeirra Sæv­ars Mar­ínós Ciesi­el­ski og Tryggva Rún­ars Leifs­sonar rynnu bætur til erf­ingja þeirra. 

Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að rík­is­lög­maður leggur upp með að ­með sáttum myndi mál­inu ljúka og hinir sýkn­uðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frek­ari bætur til dóm­stóla. Tak­ist samn­ingar um skaða­bætur þarf að setja sér­stök lög um sátt­ina en lagt er upp með að um skatt­frjálsar miska­bætur yrði að ræða. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Tvö andlát vegna COVID-19
Fjórir hafa nú látist hér á landi vegna sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur.
Kjarninn 2. apríl 2020
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar
Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent