Sex hundruð milljónum skipt á milli hinna sýknuðu

Viðræður um miska- og skaðabætur fara nú fram milli ríkislögmanns og þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í september síðastliðnum. Sex hundruð milljónum verður skipt á milli hinna sýknuðu meðal annars eftir lengd gæsluvarðhalds.

Verjendur fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Verjendur fyrrum sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu.
Auglýsing

Við­ræður um bóta­fjár­hæðir fara nú fram á milli setts rík­is­lög­manns og þeirra sem sýkn­aðir voru í Guð­mund­ar- og Geir­finns­mál­inu í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Sam­kvæmt heim­ildum Frétta­blaðs­ins eru sex hund­ruð millj­ónir til skipt­anna en ­fén­u verður deilt á milli hinna sýkn­uðu meðal ann­ars eftir lengd frels­is­svipt­ing­ar. 

Upp­hæðin hækkuð til að liðka fyrir við­ræðum

For­sæt­is­ráð­herra ­skip­aði nefnd síð­asta haust sem leiða átti fyrir hönd stjórn­­­valda sátta­við­ræður við fyrrum sak­­born­inga í Guð­­mund­­ar- og Geir­finns­­mál­inu sem sýkn­aðir voru með dómi Hæsta­réttar Íslands þann 27. sept­­em­ber síð­­ast­lið­inn í end­­ur­­upp­­­töku­­máli og aðstand­endur þeirra. Kristrún Heim­is­dóttir lög­­fræð­ing­ur hefur leitt störf nefnd­­ar­inn­­ar.

Verk­efni nefnd­­ar­innar er að leiða sátta­við­ræð­urnar og gera til­­lögu til for­­sæt­is­ráð­herra og rík­­is­­stjórnar um hugs­an­­lega greiðslu miska- og skaða­­bóta eða eftir atvikum svo­­nefndra sann­girn­is­­bóta til aðila máls­ins og aðstand­enda þeirra. Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins kemur fram að upp­haf­lega hafi stjórn­völd hyggst verja til sátt­anna 400 millj­ónum en nú hafi sú upp­hæð verið hækkuð í 600 millj­ónir til að liðka fyrir viðræðunum. 

Auglýsing
 

Fjár­hæð­inni verður skipt á milli hinna sýkn­uðu eftir lengd gæslu­varð­halds og afplán­unar óháð því hvort við­kom­andi er enn á lífi en í til­viki þeirra Sæv­ars Mar­ínós Ciesi­el­ski og Tryggva Rún­ars Leifs­sonar rynnu bætur til erf­ingja þeirra. 

Heim­ildir Frétta­blaðs­ins herma að rík­is­lög­maður leggur upp með að ­með sáttum myndi mál­inu ljúka og hinir sýkn­uðu afsala sér rétti til að freista þess að sækja frek­ari bætur til dóm­stóla. Tak­ist samn­ingar um skaða­bætur þarf að setja sér­stök lög um sátt­ina en lagt er upp með að um skatt­frjálsar miska­bætur yrði að ræða. 

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent