Hagsmunasamtök í atvinnulífinu styðja þriðja orkupakkann

Þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann er nú til meðferðar á Alþingi og hefur utanríkismálanefnd sent út umsagnarbeiðnir um tillöguna. Hagsmunasamtökin SVS, FA, VÍ, SA og SI segjast öll styðja samþykkt tillögunnar á Alþingi í umsögnum sínum.

hvalfjorur_17819112229_o.jpg
Auglýsing

Sam­tök versl­unar og þjón­ustu, Við­skipta­ráð Íslands, Félag atvinnu­rek­enda, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og Sam­tök iðn­að­ar­ins styðja öll að Alþingi sam­þykki þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um þriðja orku­pakk­ann. Þetta kemur fram í umsögnum sam­tak­anna á vef Alþing­is. ­Til­lagan er nú til umfjöll­unar í utan­rík­is­mála­nefnd en ljóst er að þriðji orku­­­pakk­inn er orðin að heitu póli­­­tísku máli hér á landi.

Sam­mála um mik­il­vægi EES-­samn­ings­ins fyrir Ísland

Guð­laug­ur Þór Þórð­­ar­­son, utan­­­rík­­is­ráð­herra, lagði fram þings­á­­lykt­un­­ar­til­lögu um ­­þriðja orku­­pakk­ann á Alþingi þann 8. apríl síð­ast­lið­inn. Málið gekk síðan til utan­rík­is­mála­nefndar þann 9. apríl og sendi nefndin út 131 umsagn­ar­beiðni og 41 umsögn var skilað en frest­ur­inn rann út þann 6. maí síð­ast­lið­inn.  

Sam­tök versl­unar og þjón­ustu, Við­skipta­ráð Ís­lands­, ­Fé­lag atvinnu­rek­enda, Sam­tök atvinnu­lífs­ins og ­Sam­tök iðn­að­ar­ins voru á meðal þeirra sem skil­uðu inn umsögn til utan­rík­is­mála­nefnd­ar. Öll fimm sam­tökin eru sam­mála um að Alþingi eigi að sam­þykki ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una um þriðja orku­pakk­ann. Í umsögn­unum sam­tak­anna er fjallað um ­mik­il­vægi EES-­samn­ings­ins fyrir íslenskt atvinnu­líf og íslenskt sam­fé­lag. Auk þess er ítrekað í umsögnum sam­tak­anna að þriðji orku­pakk­inn skyldi ekki íslensk stjórn­völd til að leggja sæstreng og haggi ekki yfir­ráðum Íslands yfir orku­auð­lind­um. 

Auglýsing

Ítar­leg umsögn í ljós umræð­unn­ar 

Í umsögn Við­skipta­ráðs Íslands segir að ráðið telji það rétt að sam­þykkja til­lög­una, enda styðji hún skil­virkni og sam­keppni á raforku án þess að skaða að ­neinu leyt­i hags­mun­i lands og þjóð­ar. Að mati ráðs­ins byggj­ast einu veru­legu álita­málin varð­andi pakk­ann á sæstreng til­ ­Evr­ópu, sem ekki er fyrir að fara hér á landi og verður ekki án sam­þykkis Alþingis líkt og kveðið er á um í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unn­i. 

Jafn­framt segir í umsögn­inni að þrátt fyrir að Ísland hafi laga­legan rétt til að hafna inn­leið­ingu EES-­gerða eru póli­tískar afleið­ingar þess hins vegar óljósar og gætu skaðað hags­muni Íslands. Þá ítrekar ráðið að hags­munir íslensku þjóð­ar­innar af EES-­samn­ingnum vega mun þyngra en óskil­greindir og hugs­an­legir ann­markar við inn­leið­ingu orku­pakk­ans.  

Í umsögn­inni segir jafn­framt að und­ir­ eðli­leg­um kring­um­stæð­u­m ­kalli inn­leið­ing þess­arar EES-­gerðar ekki á ítar­lega umsögn Við­skipta­ráðs en í ljósi þess hvert umræðan um málið sé komin geti ráðið ekki annað en fjallað ítar­lega um mál­ið. Ráðið fer því yfir lög­fræði­leg og hag­fræði­leg á­lita­efni þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar í 15 blað­síðna umsögn sinni.

Alþjóð­leg sam­vinna í orku­málum mun auð­velda viður­eign­ina við ­lofts­lags­breyt­ingar

Sam­tök atvinnu­lífs­ins greina frá því í umsögn sinni að lög­gjöf um orku- og lofts­lags­mál muni halda áfram að þró­ast og auk lög­gjafar sem nú er til með­höndl­unar á Alþingi séu á döf­inni enn frek­ari breyt­ingar á lögum og reglum sem þessu sviði tengj­ast. „Það er því mik­il­vægt fyrir hags­muni Íslands, atvinnu­lífs­ins og fólks­ins í land­inu að halda áfram sam­starf­inu við ESB um orku- og lofts­lags­mál. Alþjóð­leg sam­vinna á þessu sviði mun auð­velda viður­eign­ina við lofts­lags­breyt­ing­ar,“ segir í umsögn SA.

Þá segj­ast Sam­tök atvinnu­lífs­ins styðja sam­þykkt þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unnar og inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans. Jafn­framt segir í umsögn­inni að í því felist líka stuðn­ingur við þing­mál nr. 782, 791 og 792. Í þeim þing­mál­u­m eru lagðar til ein­staka breyt­ingar á raf­orku­lögum og þings­á­lyktun um stefnu stjórn­valda um upp­bygg­ingu flutn­ings­kerfis raf­orku sem sækja stoðir sínar í þær EES-­gerðir sem undir áður­nefndan orku­pakka falla, þar með talið hlut­verk og sjálf­stæði Orku­stofn­unar sem eft­ir­lits­að­ila með sér­leyf­is­hluta hins íslenska orku­mark­að­ar.

Kalla eftir skýr­ara eft­ir­liti með raf­orku­fyr­ir­tækjum

Sam­tök iðn­að­ar­ins benda á í sinni umsögn að EES-­samn­ing­ur­inn hefur síð­asta ald­ar­fjórð­ung­inn átt ríkan þátt í auk­inni hag­sæld þjóð­ar­innar og búið bæði atvinnu­lífi og almenn­ingi traust­ara rétt­ar­um­hverfi. Sam­tökin telja því engin efn­is­leg rök standa til þess að hér­lend starf­semi og hags­munir sem grund­vall­ast á því hag­ræði sem EES-­samn­ing­ur­inn felur í sér sé sett í upp­nám vegna þessa máls. 

Sigurður Hannesson, framkvæmastjóri Samtaka Iðnaðarins. Mynd:Skjáskot/RÚVJafn­framt segir í umsögn­inni að þær til­lögur sem getið er um í þriðja orku­pakk­anum séu í raun ekki nýmæli heldur ein­göngu verið að skerpa á þeim reglum sem þegar gilda, þar með talið kröfum um eft­ir­lit, neyt­enda­vernd, orku­ör­yggi og virk­ari sam­keppn­i. Í umsögn­inni segir að öðru máli gildir um fjórða orku­pakk­ann og segja sam­tökin það brýnt íslensk stjórn­völd haldi á lofti sér­stöðu Íslands sér í lagi hvað varðar end­ur­nýj­an­lega orku­gjafa og þarf sú hags­muna­gæsla að hefj­ast nú þeg­ar. 

Að lok­um ­mælist Sam­tök Iðn­að­ar­ins með því að  umrædd þing­mál verði sam­þykkt og að þriðji orku­pakk­inn verði þar af leið­andi sam­þykktur hér á land­i. ­Sam­tök­in ít­reka þó mik­il­vægi þess að stjórn­völd stuðla að enn skýr­ari eft­ir­liti með raf­orku­fyr­ir­tækjum en sam­tökin telja að eft­ir­lit með­ þessum þáttum sé ekki enn full­nægj­andi.

Ann­markar orku­pakk­ans illa skil­greindir í almennri umræðu

Í umsögn Fé­lags atvinnu­rek­enda segir að það sé hagur félags­manna FA og atvinnu­lífs­ins í heild að ­rekst­ur EES-­samn­ings­ins ­gangi sem greið­ast fyr­ir­ og að íslensk stjórn­völd standi við skuld­bind­ingar sínar sam­kvæmt samn­ingn­um. 

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

 „Fé­lag atvinnu­rek­enda telja það algjör­lega til­efn­is­laust og raunar ábyrgð­ar­laust að setja EES sam­starfið í upp­nám vegna máls, sem felur í sér minni­háttar breyt­ingar á ís­lenzkri lög­gjöf og mark­aðs­að­stæð­u­m,“ segir í umsögn­inn­i. 

Félag atvinnu­rek­anda segj­ast því mæla ein­dregið með því að þings­á­lykt­un­ar­til­lagan ásamt tengdum málum nái óbreytt fram að ganga.

Í umsögn Sam­tök versl­unar og þjón­ustu um ­þings­á­lykt­un­ar­til­lög­una seg­ir að þeir ann­markar á inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans sem teflt hefur verið fram í almennri umræðu að und­an­förnu séu illa skil­greindir og óljósir að mati sam­tak­anna. „Verði ákvörð­un­ar­taka um sam­þykkt til­lög­unnar byggð á til­vist þeirra er ekki ein­ungis hætt við að meiri hags­munum verði fórnað fyrir minni heldur einnig að ríkum og skýrum hags­munum verði fórnað fyrir óljósa, illa skil­greinda og í öllu falli tak­mark­aða hags­muni. Þar með yrði skýrum heild­ar­á­bata fórnað af þarf­leysu.“ 

Að mati sam­tak­anna eru þeir hags­munir sem Ísland og íslenskt sam­fé­lag hefur af inn­leið­ingu þriðja orku­pakk­ans­verði í öllu til­liti mun rík­ari, enda taki orku­pakk­inn ekki yfir­ráð yfir orku­auð­lind­unum úr höndum íslensku þjóð­ar­inn­ar. Því leggja SVÞ ein­dregið til að þings­á­lykt­un­ar­til­lagan verði sam­þykkt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent