Hagsmunasamtök í atvinnulífinu styðja þriðja orkupakkann

Þingsályktunartillaga um þriðja orkupakkann er nú til meðferðar á Alþingi og hefur utanríkismálanefnd sent út umsagnarbeiðnir um tillöguna. Hagsmunasamtökin SVS, FA, VÍ, SA og SI segjast öll styðja samþykkt tillögunnar á Alþingi í umsögnum sínum.

hvalfjorur_17819112229_o.jpg
Auglýsing

Samtök verslunar og þjónustu, Viðskiptaráð Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins styðja öll að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu um þriðja orkupakkann. Þetta kemur fram í umsögnum samtakanna á vef Alþingis. Tillagan er nú til umfjöllunar í utanríkismálanefnd en ljóst er að þriðji orku­­pakk­inn er orðin að heitu póli­­tísku máli hér á landi.

Sammála um mikilvægi EES-samningsins fyrir Ísland

Guðlaugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, lagði fram þings­á­lykt­un­ar­til­lögu um ­þriðja orku­pakk­ann á Alþingi þann 8. apríl síðastliðinn. Málið gekk síðan til utanríkismálanefndar þann 9. apríl og sendi nefndin út 131 umsagnarbeiðni og 41 umsögn var skilað en fresturinn rann út þann 6. maí síðastliðinn.  

Samtök verslunar og þjónustu, Viðskiptaráð Íslands, Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins voru á meðal þeirra sem skiluðu inn umsögn til utanríkismálanefndar. Öll fimm samtökin eru sammála um að Alþingi eigi að samþykki þingsályktunartillöguna um þriðja orkupakkann. Í umsögnunum samtakanna er fjallað um mikilvægi EES-samningsins fyrir íslenskt atvinnulíf og íslenskt samfélag. Auk þess er ítrekað í umsögnum samtakanna að þriðji orkupakkinn skyldi ekki íslensk stjórnvöld til að leggja sæstreng og haggi ekki yfirráðum Íslands yfir orkuauðlindum. 

Auglýsing

Ítarleg umsögn í ljós umræðunnar 

Í umsögn Viðskiptaráðs Íslands segir að ráðið telji það rétt að samþykkja tillöguna, enda styðji hún skilvirkni og samkeppni á raforku án þess að skaða að neinu leyti hagsmuni lands og þjóðar. Að mati ráðsins byggjast einu verulegu álitamálin varðandi pakkann á sæstreng til Evrópu, sem ekki er fyrir að fara hér á landi og verður ekki án samþykkis Alþingis líkt og kveðið er á um í þingsályktunartillögunni. 

Jafnframt segir í umsögninni að þrátt fyrir að Ísland hafi lagalegan rétt til að hafna innleiðingu EES-gerða eru pólitískar afleiðingar þess hins vegar óljósar og gætu skaðað hagsmuni Íslands. Þá ítrekar ráðið að hagsmunir íslensku þjóðarinnar af EES-samningnum vega mun þyngra en óskilgreindir og hugsanlegir annmarkar við innleiðingu orkupakkans.  

Í umsögninni segir jafnframt að undir eðlilegum kringumstæðum kalli innleiðing þessarar EES-gerðar ekki á ítarlega umsögn Viðskiptaráðs en í ljósi þess hvert umræðan um málið sé komin geti ráðið ekki annað en fjallað ítarlega um málið. Ráðið fer því yfir lögfræðileg og hagfræðileg álitaefni þingsályktunartillögunnar í 15 blaðsíðna umsögn sinni.

Alþjóðleg samvinna í orkumálum mun auðvelda viðureignina við loftslagsbreytingar

Samtök atvinnulífsins greina frá því í umsögn sinni að löggjöf um orku- og loftslagsmál muni halda áfram að þróast og auk löggjafar sem nú er til meðhöndlunar á Alþingi séu á döfinni enn frekari breytingar á lögum og reglum sem þessu sviði tengjast. „Það er því mikilvægt fyrir hagsmuni Íslands, atvinnulífsins og fólksins í landinu að halda áfram samstarfinu við ESB um orku- og loftslagsmál. Alþjóðleg samvinna á þessu sviði mun auðvelda viðureignina við loftslagsbreytingar,“ segir í umsögn SA.

Þá segjast Samtök atvinnulífsins styðja samþykkt þingsályktunartillögunnar og innleiðingu þriðja orkupakkans. Jafnframt segir í umsögninni að í því felist líka stuðningur við þingmál nr. 782, 791 og 792. Í þeim þingmálum eru lagðar til einstaka breytingar á raforkulögum og þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku sem sækja stoðir sínar í þær EES-gerðir sem undir áðurnefndan orkupakka falla, þar með talið hlutverk og sjálfstæði Orkustofnunar sem eftirlitsaðila með sérleyfishluta hins íslenska orkumarkaðar.

Kalla eftir skýrara eftirliti með raforkufyrirtækjum

Samtök iðnaðarins benda á í sinni umsögn að EES-samningurinn hefur síðasta aldarfjórðunginn átt ríkan þátt í aukinni hagsæld þjóðarinnar og búið bæði atvinnulífi og almenningi traustara réttarumhverfi. Samtökin telja því engin efnisleg rök standa til þess að hérlend starfsemi og hagsmunir sem grundvallast á því hagræði sem EES-samningurinn felur í sér sé sett í uppnám vegna þessa máls. 

Sigurður Hannesson, framkvæmastjóri Samtaka Iðnaðarins. Mynd:Skjáskot/RÚVJafnframt segir í umsögninni að þær tillögur sem getið er um í þriðja orkupakkanum séu í raun ekki nýmæli heldur eingöngu verið að skerpa á þeim reglum sem þegar gilda, þar með talið kröfum um eftirlit, neytendavernd, orkuöryggi og virkari samkeppni. Í umsögninni segir að öðru máli gildir um fjórða orkupakkann og segja samtökin það brýnt íslensk stjórnvöld haldi á lofti sérstöðu Íslands sér í lagi hvað varðar endurnýjanlega orkugjafa og þarf sú hagsmunagæsla að hefjast nú þegar. 

Að lokum mælist Samtök Iðnaðarins með því að  umrædd þingmál verði samþykkt og að þriðji orkupakkinn verði þar af leiðandi samþykktur hér á landi. Samtökin ítreka þó mikilvægi þess að stjórnvöld stuðla að enn skýrari eftirliti með raforkufyrirtækjum en samtökin telja að eftirlit með þessum þáttum sé ekki enn fullnægjandi.

Annmarkar orkupakkans illa skilgreindir í almennri umræðu

Í umsögn Félags atvinnurekenda segir að það sé hagur félagsmanna FA og atvinnulífsins í heild að rekstur EES-samningsins gangi sem greiðast fyrir og að íslensk stjórnvöld standi við skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum. 

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

 „Félag atvinnurekenda telja það algjörlega tilefnislaust og raunar ábyrgðarlaust að setja EES samstarfið í uppnám vegna máls, sem felur í sér minniháttar breytingar á íslenzkri löggjöf og markaðsaðstæðum,“ segir í umsögninni. 

Félag atvinnurekanda segjast því mæla eindregið með því að þingsályktunartillagan ásamt tengdum málum nái óbreytt fram að ganga.

Í umsögn Samtök verslunar og þjónustu um þingsályktunartillöguna segir að þeir annmarkar á innleiðingu þriðja orkupakkans sem teflt hefur verið fram í almennri umræðu að undanförnu séu illa skilgreindir og óljósir að mati samtakanna. „Verði ákvörðunartaka um samþykkt tillögunnar byggð á tilvist þeirra er ekki einungis hætt við að meiri hagsmunum verði fórnað fyrir minni heldur einnig að ríkum og skýrum hagsmunum verði fórnað fyrir óljósa, illa skilgreinda og í öllu falli takmarkaða hagsmuni. Þar með yrði skýrum heildarábata fórnað af þarfleysu.“ 

Að mati samtakanna eru þeir hagsmunir sem Ísland og íslenskt samfélag hefur af innleiðingu þriðja orkupakkansverði í öllu tilliti mun ríkari, enda taki orkupakkinn ekki yfirráð yfir orkuauðlindunum úr höndum íslensku þjóðarinnar. Því leggja SVÞ eindregið til að þingsályktunartillagan verði samþykkt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent