Hefja endurgreiðslur vegna leiðréttinga á búsetuhlutfalli örorkulífeyrisþega

Tryggingastofnun hefur verið gert að hefja endurútreikning örorkubóta vegna leiðréttingar búsetuhlutfalls einstaklinga sem búsettir hafa verið erlendis og mun stofnunin inna af hendi vangreiddar bætur til þeirra sem eiga rétt á þeim.

Tryggingastofnun Mynd: RÚV
Auglýsing

Trygg­inga­stofn­un mun hefja end­ur­skoðun mála hjá örorku­líf­eyr­is­þegum sem hafa verið með­ hlut­falls­legan ­bú­setu­út­reikn­ing og búið í öðru landi innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Þús­undir ein­stak­lingar sem búið hafa erlend­is, en innan EES-­svæð­is­ins, hafa orðið fyrir skerð­ingu á rétti sínum til örorku­líf­eyris vegna túlk­unar Trygg­inga­stofn­unar á ákveðnum ákvæðum í lögum um almanna­trygg­ing­ar. 

Umboðs­­maður Alþingis komst hins vegar að þeirri nið­­ur­­stöðu síð­asta sumar að slíkt væri ekki í sam­ræmi við lög. Félags- og barna­mála­ráð­herra til­kynnti í gær að nú væri Trygg­inga­stofnun ekk­ert að van­bún­aði að hefj­ast handa við end­ur­greiðslur til þeirra sem málið varð­ar. 

Óskað eftir því að stofn­unin leið­rétti van­greiddar greiðsl­ur, ásamt vöxtum

Í á­liti umboðs­­manns Alþingis frá því í júní 2018, sem varðar áhrif búset­u­­tíma erlendis á rétt til örorku­líf­eyris frá Trygg­inga­stofn­un, segir að að lækkun greiðslu­hlut­­falls líf­eyris vegna búsetu erlendis hafi ekki verið í sam­ræmi við lög. Vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­ið, nú félags­­­mála­ráðu­­neyt­ið, lýsti í kjöl­farið þeirri afstöðu sinni að það væri sam­­mála nið­­ur­­stöðu umboðs­­manns Alþingis og óskaði eftir því að Trygg­inga­­stofnun end­­ur­­reikn­aði greiðslur til hlut­að­eig­andi ein­stak­l­inga og leið­rétti þær sem van­greiddar hafi ver­ið, ásamt vöxt­u­m. 

Auglýsing

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Í til­kynn­ingu frá Félags­mála­ráðu­neyt­inu segir að Trygg­inga­stofnun hafi unnið áætlun um hvernig ætti að standa að þeirri fram­kvæmd en beðið hefur verið eftir að fjallað yrði um málið í ráð­herra­nefnd um rík­is­fjár­mál. Ás­mundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, til­kynnti í gær að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi stað­fest að ­Trygg­inga­stofnun gæti nú hafið end­ur­út­reikn­ing örorku­bóta vegna búsetu­skerð­inga, en beðið hefur verið eftir stað­fest­ingu þess efn­is. Á heima­síðu Trygg­inga­stofn­un­ar má nú finna nán­ari upp­lýs­ingar um end­ur­skoð­un­ina.

„Eins og mörgum er kunn­ugt taldi Trygg­inga­stofnun sig ekki hafa heim­ildir til að hefja vinn­una en nú er búið að skýra þann þátt og er ekk­ert að van­bún­aði að hefj­ast handa við end­ur­greiðslur til þeirra sem málið varð­ar. Það er mik­il­vægt að málið gangi eins hratt fyrir sig og kostur er en að sama skapi að vandað verði vel til verka,“ segir Ásmundur Einar í til­kynn­ing­unni.

Lögum um al­manna­trygg­ingar breytt

Í til­kynn­ing­unni frá ráðu­neyt­inu segir jafn­framt að sam­hliða þessum leið­rétt­ingum hafi félags­mála­ráðu­neytið unnið að frum­varpi til laga um breyt­ingar á lögum um almanna­trygg­ingar sem miðar að því að til fram­tíðar verði réttur til örorku­líf­eyris ákvarð­aður í sama hlut­falli og áunnin rétt­indi sam­kvæmt raun­veru­legri búsetu á Íslandi fram til þess tíma að réttur til örorku­líf­eyris er ákvarð­að­ur. Einnig þegar um er að ræða veit­ingu örorku­líf­eyris á grund­velli tíma­bila til fram­tíð­ar. 

Ósk­uðu eftir stjórn­sýslu­end­ur­skoðun á starf­semi Trygg­inga­stofn­unar

Níu þing­­menn sem sitja í vel­­ferð­­ar­­nefnd ósk­uðu eftir stjórn­­­sýslu­end­­ur­­skoðun á starf­­semi Trygg­inga­­stofn­unar rík­­is­ins í mar­s ­síð­ast­liðn­um. Í grein­­ar­­gerð beiðn­­innar segir að Trygg­inga­­stofnun hafi skert líf­eyr­is­greiðslur örorku- og end­­ur­hæf­ing­­ar­líf­eyr­is­þega í um ára­tug án laga­heim­ild­­ar. Þús­undir manns hafi orðið fyrir skerð­ingu vegna bresta í máls­­með­­­ferð stofn­un­­ar­inn­­ar. 

Því telja þing­menn­irnir það mik­il­vægt að við slíkar aðstæður sé kannað hvort rétt­indi líf­eyr­is­þega séu tryggð að fullu í sam­­skiptum þeirra við stofn­un­ina. Óskað var eftir því að rík­is­end­ur­skoð­andi skili Alþingi skýrslu eigi síðar en 1. júní 2019.

Myndin er frá mótmælunum í Hong Kong í júní.
Evrópuþingið gagnrýnir aðstæður í Hong Kong
Bæði yfirvöld í Hong Kong og Beijing hafa gagnrýnt Evrópuþingið fyrir ályktunina og segja hana vera hræsni af hálfu þingsins.
Kjarninn 19. júlí 2019
Skora á Almenna innheimtu ehf. að hætta innheimtu á ólöglegum lánum
Fyrir liggur að vextir á smálánum eru margfalt hærri en heimilt er samkvæmt lögum, en þrátt fyrir það eru lántakendur enn krafðir um endurgreiðslu á ólöglegum vöxtum af innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta ehf..
Kjarninn 19. júlí 2019
Birna Lárusdóttir
Viljum við fara aftur á byrjunarreit?
Kjarninn 19. júlí 2019
Húsavík á kortið í alþjóðlegu strandhreinsunarátaki
Húsavík heimsækja árlega yfir 100 þúsund ferðamenn í þeim tilgangi að skoða hvali. Ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu sameinuðust í átaki í að hreins strandlengjuna, og vel tókst til.
Kjarninn 19. júlí 2019
Sjálfstæðisflokkur ekki mælst minni frá hruni – Miðjan í andstöðunni nú stærri en stjórnin
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur ekki mælst lægra frá hruni, samanlagt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst lægra á kjörtímabilinu og frjálslynda miðjublokkin er nú stærri en ríkisstjórnin.
Kjarninn 19. júlí 2019
Fylgi Miðflokks hærra en Vinstri grænna
Fylgi Miðflokksins eykst verulega á milli mánaða og mælist nú 14,4 prósent. Fylgi flokksins mælist nú hærra en bæði Vinstri grænna og Samfylkingarinnar.
Kjarninn 19. júlí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple Pay og Enski Boltinn í boði fyrir alla
Kjarninn 19. júlí 2019
Þota ALC flogin til Evrópu
Bandaríska flugleigufélagið ALC hefur átt í deilum við Isavia um þotuna. Isavia vildi kyrrsetja vélina til að tryggja greiðslur upp í tveggja milljarða króna skuldir WOW air.
Kjarninn 19. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent