Hefja endurgreiðslur vegna leiðréttinga á búsetuhlutfalli örorkulífeyrisþega

Tryggingastofnun hefur verið gert að hefja endurútreikning örorkubóta vegna leiðréttingar búsetuhlutfalls einstaklinga sem búsettir hafa verið erlendis og mun stofnunin inna af hendi vangreiddar bætur til þeirra sem eiga rétt á þeim.

Tryggingastofnun Mynd: RÚV
Auglýsing

Trygg­inga­stofn­un mun hefja end­ur­skoðun mála hjá örorku­líf­eyr­is­þegum sem hafa verið með­ hlut­falls­legan ­bú­setu­út­reikn­ing og búið í öðru landi innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Þús­undir ein­stak­lingar sem búið hafa erlend­is, en innan EES-­svæð­is­ins, hafa orðið fyrir skerð­ingu á rétti sínum til örorku­líf­eyris vegna túlk­unar Trygg­inga­stofn­unar á ákveðnum ákvæðum í lögum um almanna­trygg­ing­ar. 

Umboðs­­maður Alþingis komst hins vegar að þeirri nið­­ur­­stöðu síð­asta sumar að slíkt væri ekki í sam­ræmi við lög. Félags- og barna­mála­ráð­herra til­kynnti í gær að nú væri Trygg­inga­stofnun ekk­ert að van­bún­aði að hefj­ast handa við end­ur­greiðslur til þeirra sem málið varð­ar. 

Óskað eftir því að stofn­unin leið­rétti van­greiddar greiðsl­ur, ásamt vöxtum

Í á­liti umboðs­­manns Alþingis frá því í júní 2018, sem varðar áhrif búset­u­­tíma erlendis á rétt til örorku­líf­eyris frá Trygg­inga­stofn­un, segir að að lækkun greiðslu­hlut­­falls líf­eyris vegna búsetu erlendis hafi ekki verið í sam­ræmi við lög. Vel­­ferð­­ar­ráðu­­neyt­ið, nú félags­­­mála­ráðu­­neyt­ið, lýsti í kjöl­farið þeirri afstöðu sinni að það væri sam­­mála nið­­ur­­stöðu umboðs­­manns Alþingis og óskaði eftir því að Trygg­inga­­stofnun end­­ur­­reikn­aði greiðslur til hlut­að­eig­andi ein­stak­l­inga og leið­rétti þær sem van­greiddar hafi ver­ið, ásamt vöxt­u­m. 

Auglýsing

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Í til­kynn­ingu frá Félags­mála­ráðu­neyt­inu segir að Trygg­inga­stofnun hafi unnið áætlun um hvernig ætti að standa að þeirri fram­kvæmd en beðið hefur verið eftir að fjallað yrði um málið í ráð­herra­nefnd um rík­is­fjár­mál. Ás­mundur Einar Daða­son, félags- og barna­mála­ráð­herra, til­kynnti í gær að fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hafi stað­fest að ­Trygg­inga­stofnun gæti nú hafið end­ur­út­reikn­ing örorku­bóta vegna búsetu­skerð­inga, en beðið hefur verið eftir stað­fest­ingu þess efn­is. Á heima­síðu Trygg­inga­stofn­un­ar má nú finna nán­ari upp­lýs­ingar um end­ur­skoð­un­ina.

„Eins og mörgum er kunn­ugt taldi Trygg­inga­stofnun sig ekki hafa heim­ildir til að hefja vinn­una en nú er búið að skýra þann þátt og er ekk­ert að van­bún­aði að hefj­ast handa við end­ur­greiðslur til þeirra sem málið varð­ar. Það er mik­il­vægt að málið gangi eins hratt fyrir sig og kostur er en að sama skapi að vandað verði vel til verka,“ segir Ásmundur Einar í til­kynn­ing­unni.

Lögum um al­manna­trygg­ingar breytt

Í til­kynn­ing­unni frá ráðu­neyt­inu segir jafn­framt að sam­hliða þessum leið­rétt­ingum hafi félags­mála­ráðu­neytið unnið að frum­varpi til laga um breyt­ingar á lögum um almanna­trygg­ingar sem miðar að því að til fram­tíðar verði réttur til örorku­líf­eyris ákvarð­aður í sama hlut­falli og áunnin rétt­indi sam­kvæmt raun­veru­legri búsetu á Íslandi fram til þess tíma að réttur til örorku­líf­eyris er ákvarð­að­ur. Einnig þegar um er að ræða veit­ingu örorku­líf­eyris á grund­velli tíma­bila til fram­tíð­ar. 

Ósk­uðu eftir stjórn­sýslu­end­ur­skoðun á starf­semi Trygg­inga­stofn­unar

Níu þing­­menn sem sitja í vel­­ferð­­ar­­nefnd ósk­uðu eftir stjórn­­­sýslu­end­­ur­­skoðun á starf­­semi Trygg­inga­­stofn­unar rík­­is­ins í mar­s ­síð­ast­liðn­um. Í grein­­ar­­gerð beiðn­­innar segir að Trygg­inga­­stofnun hafi skert líf­eyr­is­greiðslur örorku- og end­­ur­hæf­ing­­ar­líf­eyr­is­þega í um ára­tug án laga­heim­ild­­ar. Þús­undir manns hafi orðið fyrir skerð­ingu vegna bresta í máls­­með­­­ferð stofn­un­­ar­inn­­ar. 

Því telja þing­menn­irnir það mik­il­vægt að við slíkar aðstæður sé kannað hvort rétt­indi líf­eyr­is­þega séu tryggð að fullu í sam­­skiptum þeirra við stofn­un­ina. Óskað var eftir því að rík­is­end­ur­skoð­andi skili Alþingi skýrslu eigi síðar en 1. júní 2019.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent