Skuldir heimilanna lækkað um fimmtung

Fjár­hag­ur íslenskra heim­ila hefur lík­lega aldrei ver­ið heil­brigð­ari, samkvæmt greiningu Íslandsbanka. Skuldir heimila hafa lækkað um fimmtung frá árslokum 2007 og kaupmáttur launa aukist um fjórðung.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Heimili landsins skulda um þessar mundir um 2.050 milljarða króna og hafa skuldir þeirra lækkað um 500 milljarða, eða 20 prósent frá árslokum 2007. Á sama tímabili hefur kaupmáttur launa aukist um 24 prósent en auk þess hefur hækkandi íbúðaverð undanfarin áratug aukið eigið fé þeirra heimila sem eiga fasteignir. Þetta kemur fram í greiningu Íslandsbanka á stöðu heimilanna en samkvæmt henni hefur fjárhagur heimila líklega sjaldan eða aldrei staðið á eins styrkum stoðum og nú.

Ráðstöfunartekjur hækkað og vextir lækkað

Eftir að íslenskt hagkerfi tók mikla dýfu í efnahagslífinu árið 2009 og fram á árið 2010, þá má segja að viðstöðulaust hagvaxtarskeið hafi verið hér á landi. Skuldir heimila hafa minnkað verulega, skuldir hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga , sömuleiðis, og almennt hefur hagur fyrirtækja vænkast. 

Atvinnuleysi hefur verið lítið sem ekkert, lengst af á bilinu 2 til 3 prósent, og mikil vöntun verið á starfsfólki í mörgum atvinnugreinum. Í greiningu Íslandsbanka segir að á síðustu árum hafi laun einnig hækkað umtalsvert og hefur því hluti ráðstöfunartekna landsmanna sem varið er í vaxtagjöld og afborganir skuldað lækkað talsvert. Samhliða því hefur vaxtaumhverfi þróast í átt að lægri vöxtum og hefur því skapast  svigrúm hjá fleiri aðilum til að verja auknum hlut ráðstöfunartekna til neyslu og/eða sparnaðar.

Auglýsing

7 prósent landsmanna glíma við íþyngjandi greiðslubyrði

Mynd: ÍslandsbankiÍ greiningunni segir að þrátt fyrir að fjárhagur heimilanna hafi almennt þróast með jákvæðum hætti séu enn aðilar sem glíma við íþyngjandi greiðslubyrði vegna skulda. Greiðslubyrði skulda sem hlutfall af ráðstöfunartekjum segir til um hve auðvelt eða erfitt er fyrir lántakendur að ráða við skuldsetningu sína. Því lægra sem hlutfallið er, því minni hluti ráðstöfunartekna ætti að öðru óbreyttu að fara í greiðslubyrði lána. 

Talað er um að greiðslubyrði sé íþyngjandi þegar 40 prósent eða hærra hlutfall útborgaðra launa fer í að þjónusta skuldir. Í þann flokk falla um 7 prósent landsmanna um þessar mundir en hlutfallið var 11 prósent  árið 2015. Þannig hefur fækkað í hópi þeirra sem glíma við íþyngjandi greiðslubyrði. 

Mynd: ÍslandsbankiÞegar litið er til greiðslubyrði skulda sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eftir fjölskyldugerð árið 2018 má sjá að einstæðir karlmenn séu sá hópur sem í hvað flestum tilvikum býr við íþyngjandi greiðslubyrði. Jafnframt er algengast að byrðin sé íþyngjandi á meðal fólks á aldrinum 35 til 64 ára.

Brýnt að bæta lífs­kjör ein­stæðra for­eldra

Í nýrri rannsóknarskýrslu um lífs­kjör barna á Íslandi frá árinu 2004 til ársins 2016 er greint frá því að  lífskjör barna versnuðu hlut­falls­lega meira hér á landi en lífs­kjör eft­ir­launa­þega og öryrkja í kjöl­far hruns­ins. Ís­land var á meðal þeirra þjóða þar sem tíðn­i fjár­hags­þreng­inga á heim­ilum barna jókst hvað mest í kjölfar hruns­ins en þó einnig á með­al­ þeirra landa þar sem dró einna mest úr fjár­hags­þreng­ingum eftir að krepp­unni lauk. 

Nið­ur­stöður skýrsl­unnar benda enn­fremur til þess að við­brögð stjórn­valda við krepp­unni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleið­ingum krepp­unnar sem skyldi. Árið 2016 stóð Ísland hinum Norð­ur­lönd­unum að baki hvað varðar útgjöld til barna­bóta, fæð­ing­ar- og for­eldra­or­lofs og til dag­gæslu. Í skýrslunni kemur fram að börn sem búa á heim­ilum sem eru í við­kvæmri stöðu, svo sem börn ein­stæðra for­eldra, öryrkja og atvinnu­lausra, voru mun lík­legri til að búa við fjár­hags­þreng­ingar en börn á heim­ilum sem ekk­ert ofan­greint á við um. 

Sam­kvæmt skýrsl­unni er því  brýn­ast að bæta lífs­kjör ein­stæðra for­eldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lág­tekju­mörkum eru börn ein­stæðra for­eldra. Auk þess þarf einnig að huga að börnum öryrkja. Þá sé ljóst að staðan á húsnæð­is­mark­aði hefur áhrif á líf­skjör barna. Mun­ur­inn á lág­tekju­hlut­föllum barna fyrir og eftir húsnæð­is­kostnað er með meira móti hér í sam­an­burð­i við önnur Evr­ópu­lönd. Það að búa í leigu­húsnæði hér á landi felur í sér auknar líkur á því að búa við fjár­hags­þreng­ing­ar.

Fjórar til­lögur til draga úr barnafátækt

Vel­ferð­ar­vakt­in stóð að vinnu skýrslunnar en höfundur skýrslunnar var Kol­beinn Stef­áns­son, félags­fræð­ingur. Hann leggur fram í lok skýrslunnar fjórar til­lögur til draga úr barna­fá­tækt.Fyrsta til­lagan snýr að því að brúa ummön­unn­ar­tíma­bilið með því að lengja fæð­ing­ar­or­lofið eða auka fram­boð af dag­heim­ila­plássum svo hægt sé að lækka inn­töku­ald­ur­inn. Í öðru lagi auka til­færslur til ein­stæðra for­eldra en sam­kvæmt skýrslu­höf­undi er skil­virkasta og hag­kvæmn­asta leiðin til að draga úr barna­fá­tækt að beina auknum stuðn­ingi að ein­stæðum for­eldrum og börnum þeirra. Það megi til dæmis gera með því að end­ur­skoða tekju­teng­ingu barna­bóta ein­stæðra for­elda. 

Í þriðja lagi að bjóða upp ókeypis skóla­mál­tíðir fyrir börn sem búa við fjár­hags­þreng­ingar en ófull­nægj­andi nær­ing er ein af megin orsökum margra lang­tíma­fleið­inga barna­fá­tækt­ar. Í fjóðra lagi leggur höf­undur til auk­inn­ar  nið­ur­greiðsla tóm­stunda­starfs barna sem búa við fjár­hags­þreng­inga en rann­sóknir hafa sýnt fram á að íþrótta- og tóm­stunda­starfi sé mik­il­vægur félags­legur vett­vangur fyrir börn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent