Skuldir heimilanna lækkað um fimmtung

Fjár­hag­ur íslenskra heim­ila hefur lík­lega aldrei ver­ið heil­brigð­ari, samkvæmt greiningu Íslandsbanka. Skuldir heimila hafa lækkað um fimmtung frá árslokum 2007 og kaupmáttur launa aukist um fjórðung.

1. maí 2019 - Hópur af fólki
Auglýsing

Heim­ili lands­ins skulda um þessar mundir um 2.050 millj­arða króna og hafa skuldir þeirra lækkað um 500 millj­arða, eða 20 pró­sent frá árs­lokum 2007. Á sama tíma­bili hefur kaup­máttur launa auk­ist um 24 pró­sent en auk þess hefur hækk­andi íbúða­verð und­an­farin ára­tug aukið eigið fé þeirra heim­ila sem eiga fast­eign­ir. Þetta kemur fram í grein­ingu Ís­lands­banka á stöðu heim­il­anna en sam­kvæmt henni hefur fjár­hagur heim­ila lík­lega sjaldan eða aldrei staðið á eins styrkum stoðum og nú.

Ráð­stöf­un­ar­tekj­ur hækkað og vextir lækkað

Eft­ir að íslenskt hag­kerfi tók mikla dýfu í efna­hags­líf­inu árið 2009 og fram á árið 2010, þá má segja að við­stöðu­laust hag­vaxt­ar­skeið hafi verið hér á landi. Skuld­ir heim­ila hafa minnkað veru­lega, skuldir hins opin­bera, ríkis og sveit­ar­fé­laga , sömu­leið­is, og almennt hefur hagur fyr­ir­tækja vænkast. 

Atvinnu­leysi hefur verið lítið sem ekk­ert, lengst af á bil­inu 2 til 3 pró­sent, og mikil vöntun verið á starfs­fólki í mörgum atvinnu­grein­um. Í grein­ingu Íslands­banka segir að á síð­ustu árum hafi laun einnig hækkað umtals­vert og hefur því hlut­i ráð­stöf­un­ar­tekna lands­manna sem varið er í vaxta­gjöld og af­borg­an­ir skuldað lækkað tals­vert. Sam­hliða því hef­ur ­vaxtaum­hverf­i ­þró­ast í átt að lægri vöxtum og hefur því skapast  svig­rúm hjá fleiri aðilum til að verja auknum hlut ráð­stöf­un­ar­tekna til neyslu og/eða sparn­að­ar.

Auglýsing

7 pró­sent lands­manna glíma við íþyngj­andi greiðslu­byrði

Mynd: ÍslandsbankiÍ grein­ing­unni segir að þrátt fyrir að fjár­hagur heim­il­anna hafi almennt þró­ast með jákvæðum hætti séu enn aðilar sem glíma við íþyngj­andi greiðslu­byrði vegna skulda. Greiðslu­byrði skulda sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum segir til um hve auð­velt eða erfitt er fyrir lán­tak­endur að ráða við skuld­setn­ingu sína. Því lægra sem hlut­fallið er, því minni hluti ráð­stöf­un­ar­tekna ætti að öðru óbreyttu að fara í greiðslu­byrði lána. 

Talað er um að greiðslu­byrði sé íþyngj­andi þegar 40 pró­sent eða hærra hlut­fall útborg­aðra launa fer í að þjón­usta skuld­ir. Í þann flokk falla um 7 pró­sent lands­manna um þessar mundir en hlut­fallið var 11 pró­sent  árið 2015. Þannig hefur fækkað í hópi þeirra sem glíma við íþyngj­andi greiðslu­byrð­i. 

Mynd: ÍslandsbankiÞegar litið er til greiðslu­byrði skulda sem hlut­fall af ráð­stöf­un­ar­tekjum eftir fjöl­skyldu­gerð árið 2018 má sjá að ein­stæðir karl­menn séu sá hópur sem í hvað flestum til­vikum býr við íþyngj­andi greiðslu­byrði. Jafn­framt er algeng­ast að byrðin sé íþyngj­andi á meðal fólks á aldr­inum 35 til 64 ára.

Brýnt að bæta lífs­­kjör ein­­stæðra for­eldra

Í nýrri rann­sókn­ar­skýrslu um lífs­­kjör barna á Íslandi frá árinu 2004 til árs­ins 2016 er greint frá því að  lífs­kjör barna versnuðu hlut­­falls­­lega meira hér á landi en lífs­­kjör eft­ir­­launa­þega og öryrkja í kjöl­far hruns­ins. Ís­land var á meðal þeirra þjóða þar sem tíðn­i fjár­hags­­þreng­inga á heim­ilum barna jókst hvað mest í kjölfar hruns­ins en þó einnig á með­­al­ þeirra landa þar sem dró einna mest úr fjár­hags­­þreng­ingum eftir að krepp­unni lauk. 

Nið­­ur­­stöður skýrsl­unnar benda enn­fremur til þess að við­brögð stjórn­­­valda við krepp­unni hafi ekki náð að hlífa börnum við afleið­ingum krepp­unnar sem skyldi. Árið 2016 stóð Ísland hinum Norð­­ur­lönd­unum að baki hvað varðar útgjöld til barna­­bóta, fæð­ing­­ar- og for­eldra­or­lofs og til dag­­gæslu. Í skýrsl­unni kemur fram að börn sem búa á heim­ilum sem eru í við­­kvæmri stöðu, svo sem börn ein­­stæðra for­eldra, öryrkja og atvinn­u­­lausra, voru mun lík­­­legri til að búa við fjár­­hags­­þreng­ingar en börn á heim­ilum sem ekk­ert ofan­­greint á við um. 

Sam­­kvæmt skýrsl­unni er því  brýn­­ast að bæta lífs­­kjör ein­­stæðra for­eldra og barna þeirra en nærri fjögur af hverjum tíu börnum undir lág­­tekju­­mörkum eru börn ein­­stæðra for­eldra. Auk þess þarf einnig að huga að börnum öryrkja. Þá sé ljóst að staðan á húsnæð­is­­mark­aði hefur áhrif á líf­skjör barna. Mun­­ur­inn á lág­­tekju­hlut­­föllum barna fyrir og eftir húsnæð­is­­kostnað er með meira móti hér í sam­an­­burð­i við önnur Evr­­ópu­lönd. Það að búa í leig­u­húsnæði hér á landi felur í sér auknar líkur á því að búa við fjár­hags­­þreng­ing­­ar.

Fjórar til­­lögur til draga úr barna­fá­tækt

Vel­­ferð­­ar­vakt­in stóð að vinnu skýrsl­unnar en höf­undur skýrsl­unnar var Kol­beinn Stef­áns­­son, félags­­fræð­ing­ur. Hann leggur fram í lok skýrsl­unnar fjórar til­­lögur til draga úr barna­­fá­tækt­.­Fyrsta til­­lagan snýr að því að brúa ummön­unn­­ar­­tíma­bilið með því að lengja fæð­ing­­ar­or­lofið eða auka fram­­boð af dag­heim­ila­­plássum svo hægt sé að lækka inn­­­töku­ald­­ur­inn. Í öðru lagi auka til­­­færslur til ein­­stæðra for­eldra en sam­­kvæmt skýrslu­höf­undi er skil­­virkasta og hag­­kvæmn­asta leiðin til að draga úr barna­­fá­tækt að beina auknum stuðn­­ingi að ein­­stæðum for­eldrum og börnum þeirra. Það megi til dæmis gera með því að end­­ur­­skoða tekju­teng­ingu barna­­bóta ein­­stæðra for­elda. 

Í þriðja lagi að bjóða upp ókeypis skóla­­mál­­tíðir fyrir börn sem búa við fjár­­hags­­þreng­ingar en ófull­nægj­andi nær­ing er ein af megin orsökum margra lang­­tíma­fleið­inga barna­­fá­tækt­­­ar. Í fjóðra lagi leggur höf­undur til auk­inn­­ar  nið­­ur­greiðsla tóm­­stunda­­starfs barna sem búa við fjár­­hags­­þreng­inga en rann­­sóknir hafa sýnt fram á að íþrótta- og tóm­­stunda­­starfi sé mik­il­vægur félags­­­legur vett­vangur fyrir börn.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent