Agnieszka Ewa Ziółkowska hefur tekið við embætti varaformanns Eflingar en þetta er í fyrsta sinn sem kona af erlendum uppruna gegnir þessu embætti. Frá þessu greinir Efling á Facebook-síðu sinni í dag.
„Við erum ótrúlega glöð að bjóða velkomna í embætti nýjan varaformann Eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowska! Hún hefur verið Eflingarmeðlimur í tólf ár, fyrst þegar hún starfaði við þrif hjá ISS og svo sem strætóbílstjóri hjá Almenningsvögnum Kynnisferða. Þar var hún trúnaðarmaður í fjögur ár. Starfsfólk þar er nú með best skipulögðu hópum félagsmanna stéttarfélagsins,“ segir í færslunni.
Í frétt Eflingar kemur fram að Agnieszka hafi komið á starfsmannafund hjá félaginu í morgun og heilsað upp á starfsfólk.
Söguleg stund
Agniezska kemur frá Póllandi og hefur búið og starfað á Íslandi síðastliðin 12 ár, fyrst við þrif hjá ISS og svo sem strætóbílstjóri hjá Almenningsvögnum Kynnisferða. Þar var hún trúnaðarmaður í fjögur ár og segir í frétt Eflingar að starfsfólk þar sé nú með best skipulögðu hópum félagsmanna stéttarfélagsins.
Sólveig Anna segir þetta vera sögulega stund, þegar kona af erlendum uppruna tekur við varaformannsembætti í íslensku stéttarfélagi, en helmingur félagsmanna Eflingar er aðflutt verkafólk. „Það er tímabært að stéttarfélög endurspegli sinn félagsskap,“ segir hún.
Við erum ótrúlega glöð að bjóða velkomna í embætti nýjan varaformann Eflingar, Agnieszku Ewu Ziółkowska! Hún hefur verið...
Posted by Efling on Wednesday, May 29, 2019