Tæp 30 prósent drengja geta ekki lesið sér til gagns við lok grunnskólagöngu

Hlutfall þeirra barna sem ekki getur lesið sér til gagns hefur aukist bæði meðal drengja og stúlkna.

Lilja Alfreðsdóttir
Lilja Alfreðsdóttir
Auglýsing

Um 29 pró­sent drengja og 16 pró­sent stúlkna gátu ekki lesið sér til gagns árið 2015. Þetta kemur fram í svari Lilju Alfreðs­dótt­ur, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, við fyr­ir­spurn frá Ingu Sæland, for­manni Flokks fólks­ins, um læsi drengja og stúlkna við lok grunn­skóla­göngu.

Mik­ill munur er á 15 ára tíma­bili þar sem árið 2000 gátu 20 pró­sent drengja og átta pró­sent stúlkna ekki lesið sér til gagns. 

Ráð­herra hefur áður sagt lesskiln­ing vera eitt helsta vanda­málið sem takast þurfi á við, auk stöðu nem­enda með annað móð­ur­mál en íslensku og gagn­sæi í upp­lýs­inga­öfl­un. Þau verk­efni eru meðal þeirra sem eru til skoð­unar við mótun mennta­stefnu Íslands til árs­ins 2030. 

Auglýsing

Í nor­rænni skýrslu um atvinnu­þátt­töku og menntun flótta­manna og inn­flytj­enda á Norð­ur­löndum kemur fram að erf­ið­lega gangi að hjálpa börnum inn­flytj­enda að aðlag­ast skóla­kerfum Norð­ur­land­anna. Í skýrsl­unni er áhersla lögð á að styðja eigi betur við þau börn sem koma eldri inn í skóla­kerf­ið.

Áður hefur komið fram að Íslend­ingum sem lesa aldrei hefur fjölgað auk þess sem bók­sala hefur dreg­ist saman um 37 pró­sent á síð­ast­liðnum árum. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent