Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.

Pósturinn
Auglýsing

Launa­kostn­aður var 61 pró­sent af heild­ar­gjöld­um Ís­lands­póst árið 2018. Í fyrra vor­u 743 stöðu­gildi hjá Íslands­pósti og var starfs­manna­velta um 37 pró­sent. Rík­is­end­ur­skoðun hefur birt skýrslu um starf­semi Íslands­póst en þar kemur fram að félagið þurfi að tryggja að fjöldi og sam­setn­ing mannauðs hjá félag­inu hald­ist í hendur við breyt­ingar á starf­sem­inni. Fjöldi stöðu­gilda hjá Íslands­póst hefur almennt ekki þró­ast í takt við síminnk­andi umsvif í kjarna­starf­semi félags­ins ef litið er til síð­ustu tíu ára, sam­kvæmt skýrsl­unni.

Laun og ­launa­tengd ­gjöld hækkað veru­leg á síð­ustu árum

Fjár­hags­vand­i Ís­lands­póst á árinu 2018 leiddi til þess að félagið stefndi í greiðslu­­vanda þegar við­­skipta­­banki þess lok­aði fyrir frek­­ari lán­veit­ing­­ar. Í kjöl­farið fékk rík­­is­­sjóður heim­ild frá Alþingi í lok síð­­asta árs til að veita fyr­ir­tæk­inu einn og hálfan millj­­arð í neyð­­ar­lán. Fjár­­­­­­laga­­­­­­nefnd Alþingis sam­­­­­­þykkti í kjöl­farið í jan­úar á þessu ári beiðni til Rík­­­­­­is­end­­­­­­ur­­­­­­skoð­anda um að unnin yrði stjórn­­­­­­­­­­­sýslu­út­­­­­­­­­­­tekt á starf­­­­­­semi Íslands­­­­­­­­­­­póst­­­s. Sú skýrsla Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar var birt í dag.

Mynd: RÍkisendurskoðunÍ skýrsl­unni kemur fram að tals­verðar svipt­ingar hafi verið í rekstri Ís­lands­pósts und­an­farin ár. Árin 2016 og 2017 var ágætur hagn­aður af rekstri félags­ins en sam­kvæmt skýrsl­unni komu áhrif af minnk­andi bréfa­magni ekki fram í tekjum félags­ins fyrr en árið 2018. Þá hafi laun og launa­tengd gjöld hækkað veru­lega á síð­ustu árum á sama tíma og fjár­fest­ingar hafa auk­ist. Sam­kvæmt skýrsl­unni var launa­kostn­aður 61 pró­sent af heild­ar­gjöldum fyr­ir­tæk­is­ins í fyrra.

Hjá Ís­lands­pósti störf­uðu að með­al­tali 962 starfs­menn í 743 stöðu­gildum á ár­inu 2018. Á ár­unum 2009 til 2014 fækk­aði stöðu­gildum jafnt og þétt eða um 15 pró­sent og fóru þau úr 848 í 721. Frá ár­inu 2015 fjölg­aði stöðu­gildum hins­vegar aftur og voru orðin 823 á ár­inu 2017, 14 pró­sent aukn­ing, en fækk­aði í 743 á ár­inu 2018. 

Blað­berum hefur fækkað um þriðj­ung hjá fyr­ir­tæk­inu en ­stöðu­gildum í póst­húsum og við flutn­inga og út­keyrslu hefur hins ­vegar fjölgað tölu­vert á tíma­bil­inu. Sama á við um stöðu­gildi í póst­mið­stöð þótt í minna mæli ­sé. 

Í skýrsl­unni segir að félagið þurfi að tryggja að fjöldi og sam­setn­ing mannauðs hjá félag­in­u hald­ist í hendur við breyt­ingar á starf­sem­inni. „Fjöldi stöðu­gilda hjá Ís­lands­póst­i ohf. hefur almennt ekki þró­ast í takt við síminnk­andi umsvif í kjarna­starf­sem­i ­félags­ins ef litið er til síð­ustu 10 ára,“ segir í skýrsl­unni.

Auglýsing

Laun for­stjóra Íslands­pósts hækk­uðu um 43 pró­sent á innan við ári

Kjarn­inn greindi frá því í mars síð­ast­liðnum að Ing­i­­mundur Sig­­ur­páls­­son, for­­stjóri rík­­is­­fyr­ir­tæk­is­ins Íslands­­­pósts, hafi hækk­­aði tví­­­vegis í launum á árinu 2018. Fyrst hækk­­uðu laun hans í 1.992 þús­und krónur á mán­uði fyrsta jan­úar 2018 og svo aftur um þrjú pró­­sent 1. maí sama ár. Eftir það voru laun hans 2.052 þús­und krónur á mán­uði.

Ingimundur Sigurpálsson, fyrrverandi forstjóri Íslandspósts.

Laun Ing­i­­mundar hækk­uðu um tæp 43 pró­­sent frá miðju ári 2017, þegar ákvörðun um laun hans var færð frá kjara­ráði til stjórnar Íslands­­­póst­s. Þetta kom fram í svar­bréfi for­­manns stjórnar Íslands­­­pósts við fyr­ir­spurn Bjarna Bene­dikts­­syni, fjár­­­mála- og efna­hagsáð­herra, um upp­­lýs­ingar um hvernig stjórn Íslands­­­pósts hafi brugð­ist við til­­­mælum fyr­ir­renn­­ara Bjarna í starfi um að sýna hóf­­semi við ákvörðun launa og starfs­kjara for­­stjóra.

Frétta­blaðið greindi jafn­framt frá því í febr­úar síð­ast­liðnum að sé lit­ið aftur til árs­ins 2014 þá hafa laun stjórn­ar­manna Íslands­póst hækkað ár hvert. Hækk­unin hefur verið á bil­inu ell­efu til tólf pró­sent ár hvert. Auk þess segir í umfjöll­un­inni að hafi til­laga ­stjórnar um hækkun launa sinna verið sam­þykkt á aðal­fundi Íslands­póst í fyrra þá hafa laun stjórn­ar­manna hækkað um 65 pró­sent frá árinu 2014. 

Enn fremur greidd­i Ís­lands­­póstur 29,5 millj­­ónir króna fyrir fimm jeppa og einn fólks­bíl árið 2015, sem for­­stjóri og fram­­kvæmda­­stjórar fyr­ir­tæk­is­ins hafa til umráða sam­­kvæmt ráðn­­ing­­ar­­samn­ing­­um. Í svari Íslands­­­póst við fyr­ir­­spurn DV segir að fyr­ir­tækið hafi á að skipa öfl­­ug­t ­­stjórn­­enda­teymi og það eigi við um stjórn­­endur sem og aðra starfs­­menn ­­fyr­ir­tæk­is­ins, að það verði að vera sam­keppn­is­hæft í launum til að eiga kost á að laða til síns hæfa starfs­­menn.

Íslands­póstur ætti að draga sig úr sam­keppni við einka­að­ila

Félag atvinnu­rek­enda sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu um skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar í dag. Í til­kynn­ingu segir að í skýrsl­unni komi fram að fyr­ir­komu­lag Íslands­pósts, að einka­réttur á bréfum undir 50 grömmum standi undir öllum sam­eig­in­legum og föstum kostn­aði sem teng­ist honum en sam­keppn­is­rekstur beri enga hlut­deild í sam­eig­in­legum föstum kostn­aði jafn­vel þótt hann nýti sér sömu fram­leiðslu­þætt­ina, skekki aug­ljós­lega sam­keppn­is­stöðu keppi­nauta Íslands­póst­s. 

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

„Ekki verður annað séð en að með þessu stað­festi Rík­is­end­ur­skoðun í raun alvar­leg sam­keppn­is­brot í rekstri Íslands­póst­s. FA telur mik­il­vægt að breyt­ingar verði gerðar á rekstri Íslands­pósts til að rétta af þessa stöð­u,“ segir Ólaf­ur Stepehen­sen, fram­kvæmda­stjóri FA.

Jafn­framt segir í til­kynn­ing­unni að félagið fagni þeirri til­lögu Rík­is­end­ur­skoð­unar að stjórn­völd móti eig­enda­stefnu fyrir Íslands­póst en í skýrsl­unni segir að í þeirri vinn­u  þurfi að taka til athug­unar hvort fela eigi öðrum en félag­inu að sinna einum eða fleiri starfs­þáttum þess. „FA ­leggur áherslu á að stjórn­völd setji skýr ákvæði um það í eig­enda­stefnu Íslands­pósts að svo lengi sem fyr­ir­tækið sé í rík­i­s­eigu dragi það sig út úr sam­keppni við einka­að­ila á marg­vís­legum mörk­uð­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni

Þá segir í til­kynn­ing­unn­i að Rík­is­end­ur­skoðun telji að of margir starfi hjá Íslands­póst, miðað við þann sam­drátt sem hafi orðið í kjarna­starf­semi félags­ins und­an­farna ára­tugi. „Stór hluti starfs­manna Íslands­pósts er í vinnu við verk­efni sem ríkið á ekki að vera að sinna,“ segir Ólafur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent