Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir stefnu stjórnvalda í málefnum hælisleitenda. Deildi hún stöðufærslu No Borders Iceland um tvo unga drengi, 9 og 10 ára, sem staddir eru á bráðamóttöku barnaspítala Hringsins. Segja þau annan drenginn vera í annarlegu ástandi og að brotna niður vegna aðstæðna.
„Þetta er ákvörðun stjórnvalda. Það er ákvörðun stjórnvalda að veita ungum börnum à flótta ekki vernd. Ég skammast mín djúpt og innilega,“ skrifar Helga Vala.
Í uppfærðri stöðufærslu No Borders Iceland kemur fram að brottvísun drengjanna hafi verið frestað tímabundið eftir að geðlæknir á bráðamóttöku barna sagði stoðdeildarlögreglumanni að ekki væri mögulegt að brottvísa barni sem sé svo alvarlega þjakað af kvíða. Ekki er þó vitað hvenær brottvísun barnanna mun fara fram en No Borders Iceland telja það munu gerast seinna í vikunni.
Einungis þrjú sveitarfélög gert þjónustusamning við Útlendingastofnun