Magnús Geir sækir um stöðu Þjóðleikhússtjóra

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Magnús Geir var á sínum tíma leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu og sömuleiðis hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir norðan.

Magnús Geir RÚV
Auglýsing

Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri Rík­is­út­varps­ins, er einn umsækj­enda um stöðu Þjóð­leik­hús­stjóra. Hann til­kynnti starfs­fólki Rík­is­út­varps­ins þetta í morgun en umsókn­ar­frestur um starfið rennur út í dag. Frá þessu er greint á vef Stund­ar­inn­ar.

Ari Matth­í­as­son var skip­aður þjóð­leik­hús­stjóri til fimm ára frá 1. jan­úar 2015 en starfið var aug­lýst laust til umsóknar í maí síð­ast­liðn­um. ­Ari hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér til verks­ins.

Sam­kvæmt lögum skipar mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í starfið til fimm ára í senn að feng­inni umsögn þjóð­leik­hús­ráðs. ­Þjóð­leik­hús­stjóri stjórnar og ber ábyrgð á starf­semi og rekstri ­Þjóð­leik­húss­ins. Hann markar list­ræna stefnu leik­húss­ins í sam­ráði við þjóð­leik­hús­ráð, stýrir stofn­un­inni sam­kvæmt sam­þykktri starfs- og fjár­hags­á­ætlun og ber ábyrgð á rekstri þess, bæði list­rænum og fjár­hags­leg­um.

Auglýsing

Í tölvu­pósti til sam­starfs­fólks hans á RÚV ­skrifar Magnús Geir að þrátt fyrir að vera ánægður í starfi og að allt gangi vel á RÚV þá eigi leik­húsið samt alltaf rosa­lega stóran sess í hjarta hans. „Eins og þið vitið sjálf­sagt, þá hafði ég verið í leik­hús­inu allt mitt líf, þegar mér bauðst að taka við stjórn RÚV fyrir rúmum fimm árum. Ég er ótrú­lega stoltur af þeim árangri sem við höfum náð í sam­ein­ingu á síð­ustu miss­erum og ég er mjög ánægður í starfi mínu hér,“ segir Magnús Geir.

Hann seg­ist jafn­framt vona að ­sam­starfs­fólk hans skilji og virði ákvörð­un­ina en ítrekar að ekk­ert sé í hendi enn. 

Magnús Geir er leik­hús­fræð­ingur frá­ Uni­versity of Wa­les og stýrði Leik­fé­lagi Akur­eyrar á árunum 2004 til 2008. Þá tók hann við stöðu leik­hús­stjóra Borg­ar­leik­húss­ins sem hann stýrði allt þar til hann tók við stöðu útvarps­stjóra árið 2014. 

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent