Magnús Geir sækir um stöðu Þjóðleikhússtjóra

Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri hefur ákveðið að sækja um starf Þjóðleikhússtjóra. Magnús Geir var á sínum tíma leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu og sömuleiðis hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir norðan.

Magnús Geir RÚV
Auglýsing

Magnús Geir Þórð­ar­son, útvarps­stjóri Rík­is­út­varps­ins, er einn umsækj­enda um stöðu Þjóð­leik­hús­stjóra. Hann til­kynnti starfs­fólki Rík­is­út­varps­ins þetta í morgun en umsókn­ar­frestur um starfið rennur út í dag. Frá þessu er greint á vef Stund­ar­inn­ar.

Ari Matth­í­as­son var skip­aður þjóð­leik­hús­stjóri til fimm ára frá 1. jan­úar 2015 en starfið var aug­lýst laust til umsóknar í maí síð­ast­liðn­um. ­Ari hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér til verks­ins.

Sam­kvæmt lögum skipar mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra í starfið til fimm ára í senn að feng­inni umsögn þjóð­leik­hús­ráðs. ­Þjóð­leik­hús­stjóri stjórnar og ber ábyrgð á starf­semi og rekstri ­Þjóð­leik­húss­ins. Hann markar list­ræna stefnu leik­húss­ins í sam­ráði við þjóð­leik­hús­ráð, stýrir stofn­un­inni sam­kvæmt sam­þykktri starfs- og fjár­hags­á­ætlun og ber ábyrgð á rekstri þess, bæði list­rænum og fjár­hags­leg­um.

Auglýsing

Í tölvu­pósti til sam­starfs­fólks hans á RÚV ­skrifar Magnús Geir að þrátt fyrir að vera ánægður í starfi og að allt gangi vel á RÚV þá eigi leik­húsið samt alltaf rosa­lega stóran sess í hjarta hans. „Eins og þið vitið sjálf­sagt, þá hafði ég verið í leik­hús­inu allt mitt líf, þegar mér bauðst að taka við stjórn RÚV fyrir rúmum fimm árum. Ég er ótrú­lega stoltur af þeim árangri sem við höfum náð í sam­ein­ingu á síð­ustu miss­erum og ég er mjög ánægður í starfi mínu hér,“ segir Magnús Geir.

Hann seg­ist jafn­framt vona að ­sam­starfs­fólk hans skilji og virði ákvörð­un­ina en ítrekar að ekk­ert sé í hendi enn. 

Magnús Geir er leik­hús­fræð­ingur frá­ Uni­versity of Wa­les og stýrði Leik­fé­lagi Akur­eyrar á árunum 2004 til 2008. Þá tók hann við stöðu leik­hús­stjóra Borg­ar­leik­húss­ins sem hann stýrði allt þar til hann tók við stöðu útvarps­stjóra árið 2014. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þau safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent