Segir það leið til breytinga kjósi sjóðfélagar lífeyrissjóða stjórnir þeirra beint

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, svarar leiðara ritstjóra Fréttablaðsins og segir að þegar slagurinn sé tekinn við valdamikil öfl í íslensku samfélagi þá þurfi að búa sig undir að hart sé sótt að manni af „gæslumönnum sérhagsmunaafla“.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, segir að lík­lega sé það eina ­leiðin til raun­veru­­legra breyt­inga að sjóð­­fé­lagar líf­eyr­is­­­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint. Þannig væri hægt að aftengja atvinnu­lífið og verka­lýðs­hreyf­ing­una ­sem hann segir að sé í ákveð­inn­i ­mót­sögn við sjálfa sig sem fjár­magns­eig­anda. Ragnar fjallar um við­brögð „gæslu­manna sér­hags­muna­afla“ við þeirri ákvörð­un VR­ að aft­ur­kalla umboð stjórn­ar­manna VR í stjórn­ Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna í stöðu­færslu á Face­book í dag.

Svarar leið­ar­a ­rit­stjóra Frétta­blaðs­ins

Á fundi sem hald­inn var í full­­­­­trú­a­ráð­i VR í Líf­eyr­is­­­­­sjóð­i verzl­un­ar­manna ­í júní síð­ast­liðnum var sam­­­­­þykkt að aft­­­­­ur­­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­­sjóðs verzl­un­ar­manna og var að auki sam­­­­­þykkt til­­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­menn til­­­ bráða­birgða. Áður­­­ hafði stjórn­­­ VR­­­ lýst yfir trún­­­­­að­­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­­­ar­­­­­mönnum félags­­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­­legra vaxta verð­­­­­tryggðra sjóð­­­­­fé­laga­lána sem gengur í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­­lækk­­­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­­samn­ing­i. Fjár­­­mála­eft­ir­lit­ið hefur þessa ákvörð­un­ina VR til skoð­unar og mun meðal ann­ars skoða hvern­ig málið sé vaxið og hvort farið hafi verið eftir lög­um. VR­ hefur hins vegar lýst því yfir að þessi að­gerð félags­ins sé full­kom­lega lög­leg.

Í leið­ara Da­víðs Stef­áns­son­ar, rit­stjóra Frétta­blaðs­ins, sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag segir að átak­an­legt hafi verið að fylgj­ast með­ þeirri hörðu valda­bar­áttu sem upp sé komin inn­an­ VR. „For­­maður þess vill að full­­trúar fé­lags­ins í stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­ar­manna hlýði hans fyr­ir­­­skip­un­um,“ ritar Davíð og spyr hvaða hags­munum það þjóni að ráð­ast gegn ­full­trú­um ­fé­lags­ins í stjórn Líf­eyr­is­­­sjóði Versl­un­ar­­­manna. 

Auglýsing

„Ef við látum það líð­ast að for­­menn verka­lýðs­­fé­laga geti beitt á­hrifum sínum til þess að sjóð­irnir fari að þjóna duttl­ungum þeirra og póli­tískum hags­mun­um, þá er mik­il­væg for­­senda vel­­ferðar okkar í hætt­u,“ segir Dav­íð. 

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­mað­ur­ VR, svarar leið­ara Dav­íðs í stöðu­færslu á Face­book í dag og segir það ekki stand­ast að full­trúar í stjórn­ Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna gangi erinda hans. „Í full­trúa­ráð­i VR í Líf­eyr­is­sjóði versl­un­ar­manna eru 25 full­trú­ar. Trúir því virki­lega ein­hver að 20 full­trúar af 24 sem mættu á fund­inn, og aft­ur­köll­uðu umboð stjórn­ar­manna okkar í LI­VE, séu undir boð­valdi for­manns VR­?,“ skrifar Ragnar Þór.

Hann segir jafn­framt að það sé ekk­ert í lögum sem banni sér og stjórn­ VR­ að skipta út stjórn­ar­­mönnum í Líf­eyr­is­­­sjóð­um. Hann bendir á að stjórn­ar­­menn í LIVE séu ekki kosnir á aðal­­fundi heldur skip­aður af þeim aðilum sem að sjóðnum standa. „Ég treysti því fólki, sem full­trúa­ráðið valdi, full­kom­lega til að taka mál­efna­lega og sjálf­stæða afstöðu í þeim málum sem kunna að koma á borð stjórn­ar­innar fram að þeim tíma.“

Skerðir lífs­kjör allra sjóð­fé­laga

Ragnar segir jafn­framt að hátt vaxta­skil skili sér í hærri fjár­­­magns­­kostn­aði ein­stak­l­inga og fyr­ir­­tækja og því lægri kaup­mætti, hærra vöru­verði, hærri húsa­­leigu og hærri af­­borg­unum hús­næð­is­lána. Einnig dragi háir vextir getu at­vinn­u­lífs­ins til að standa undir launa­hækk­unum og fjölgun starfa. „Þannig skerðir hátt ­vaxta­stig og vaxta­hækkun lífs­­kjör þeirra 170 þús­und sjóð­­fé­laga í Líf­eyr­is­­­sjóði versl­un­ar­­­manna. Ekki bara þeirra 3.700 sem tóku verð­­tryggð lán með breyt­i­­legum vöxt­u­m.“

Að lokum segir Ragnar að lík­lega sé eina ­leiðin til raun­veru­­legra breyt­inga að sjóð­­fé­lagar líf­eyr­is­­­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint en hann bendir á að sjóð­fé­lögum sé treystandi til að kjósa um nán­ast allt ann­að. „Lík­lega er eina leiðin til raun­veru­legra breyt­inga að sjóð­fé­lagar líf­eyr­is­sjóð­anna kjósi stjórnir þeirra beint og aftengjum þannig atvinnu­lífið og verka­lýðs­hreyf­ing­una, sem er í ákveð­inni mót­sögn við sjálfa sig sem fjár­magns­eig­andi. Til þess þarf ein­falda laga­breyt­ingu. Okkur er jú treystandi til að kjósa um nán­ast allt ann­að,“ segir Ragn­ar 

Stimplar sig í hóp þeirra lobbí­ista ­sem allir sjá í gegnum

Enn­fremur fjallar Ragnar um við­brögð „gæslu­manna sér­hags­muna­afla“  og segir þau vera mæli­kvarði á hversu ­miklir hags­munir séu í húfi. „Þegar þú tekur slag­inn við valda­mikil öfl í íslensku sam­fé­lagi þarftu að búa þig undir að hart sé að þér sótt af gæslu­mönnum sér­hags­muna­afla sem makað hafa krók­inn á því valda­ó­jafn­vægi sem þrífst í okkar sam­fé­lag­i. Á­róð­ur­inn er mis­harður en mæli­kvarði á hversu miklir hags­munir eru í húfi hverju sinn­i. ­Mál­efna­leg rök virð­ast engu máli skipta heldur það eitt að lobbí­ist­arn­ir tali í sömu átt­ina í þeirri von um að fólkið trúi lyg­inni sé hún sögð nægi­lega oft úr sem flestum horn­um ­sér­hags­muna. Ég hef sjaldan orðið vitni að eins hörðum við­brögðum og per­sónu­legum árásum við nokkru sem ég hef tekið þátt í að ger­a. ­Sem þýðir að við erum á hár­réttri leið.“

Að lokum óskar hann nýjum rit­stjóra Frétta­blaðs­ins til ham­ingju með nýja starfið og ­fyrir að „stimpla sig ræki­­lega í hóp þeirra lobbí­ista ­sem allir sjá í gegn­um.“







Þegar þú tekur slag­inn við valda­mikil öfl í íslensku sam­fé­lagi þarftu að búa þig undir að hart sé að þér sótt af...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Monday, July 1, 2019
























Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent