Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna hefur ákveðið að lækka fasta vexti óverð­­tryggðra lána til sjóðs­­fé­laga, frá og með 15. júlí 2019, úr 6,12 pró­­sentum í 5,14 pró­­sent. Í til­kynn­ingu frá sjóðnum segir að breyt­ingin á við um ný lán sem veitt eru frá og með þessum degi.

Þessir vextir sjóðs­ins eru nú hag­stæð­ustu slíku vext­irnir sem standa íbúa­kaup­endum á Íslandi til boða. Í kjöl­far breyt­ing­anna er nú hag­stæð­ara fyrir við­skipta­vini Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að velja fasta óverð­tryggða vexta en breyti­lega verð­tryggða, þar sem verð­bólga mælist nú 3,3 prósent. 

Auglýsing

Ólga í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­­ar­­manna

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna til­kynnti í maí síð­ast­liðnum að sjóð­ur­inn myndi hækka breyt­i­­lega vexti verð­­tryggðra lána til sjóðs­­fé­laga, frá og með 1. ágúst næst­kom­andi, úr 2,06 pró­­sentum í 2,26 pró­­sent. 

Stjórn VR gagn­rýndi þá ákvörðun sjóðs­ins harð­lega og lýsti stjórnin yfir trún­­­­að­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­ar­­­­mönnum félags­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­legra vaxta verð­­­­tryggðra sjóð­­­­fé­laga­lána sem stjórnin sagði að gengu í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­lækk­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­samn­ing­i.

Í kjöl­farið var síðan sam­þykkt, á fundi full­­­­trú­a­ráðs VR í Líf­eyr­is­­­­sjóði verzl­un­­­­ar­­­­manna þann 20. júní síð­­ast­lið­inn, að aft­­­­ur­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­ar­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­sjóðs verzl­un­­­­ar­­­­manna og var að auki sam­­­­þykkt til­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­ar­­­­menn til bráða­birgða.

Stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­­­ar­­­manna hefur sagt ákvörð­unin um að breyt­a breyt­i­­­legum vöxtum verð­­tryggða lána sjóðs­ins hafa verið vegna þess að vext­irnir hefðu verið „orðnir óeðli­­­leg­ir“. 

Frá því að til­kynnt var um ákvörðun LIVE hefur Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lækkað sína breyti­legu vexti á verð­tryggðum lánum niður í 1,84 pró­sent. Þá býður Birta líf­eyrri­sjóður upp á 1,97 pró­sent verð­tryggða breyti­lega vexti, Stapi 2,08 pró­sent og Frjálsi 2,15 pró­sent.

Birta líf­eyr­is­sjóður lækk­aði vexti í byrjun júlí

Birta líf­eyr­is­­sjóður ákvað að lækka bæði breyti­lega óverð­­tryggða og verð­­tryggða vexti sjóð­­fé­laga­lána þann 1. júlí síð­ast­lið­inn. Óverð­­tryggðir vextir lækk­uðu úr 5,1 pró­­sent í 4,85 pró­­sent en verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir lækk­uðu úr 2,31 pró­­sent í 1,97 pró­­sent. Birta er fjórði stærsti líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn á Ísland­i ef miðað er við hreina eign til greiðslu líf­eyr­­is.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent