Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.

7DM_3272_raw_170626.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna hefur ákveðið að lækka fasta vexti óverð­­tryggðra lána til sjóðs­­fé­laga, frá og með 15. júlí 2019, úr 6,12 pró­­sentum í 5,14 pró­­sent. Í til­kynn­ingu frá sjóðnum segir að breyt­ingin á við um ný lán sem veitt eru frá og með þessum degi.

Þessir vextir sjóðs­ins eru nú hag­stæð­ustu slíku vext­irnir sem standa íbúa­kaup­endum á Íslandi til boða. Í kjöl­far breyt­ing­anna er nú hag­stæð­ara fyrir við­skipta­vini Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna að velja fasta óverð­tryggða vexta en breyti­lega verð­tryggða, þar sem verð­bólga mælist nú 3,3 prósent. 

Auglýsing

Ólga í Líf­eyr­is­­sjóði verzl­un­­ar­­manna

Líf­eyr­is­­sjóður verzl­un­­ar­­manna til­kynnti í maí síð­ast­liðnum að sjóð­ur­inn myndi hækka breyt­i­­lega vexti verð­­tryggðra lána til sjóðs­­fé­laga, frá og með 1. ágúst næst­kom­andi, úr 2,06 pró­­sentum í 2,26 pró­­sent. 

Stjórn VR gagn­rýndi þá ákvörðun sjóðs­ins harð­lega og lýsti stjórnin yfir trún­­­­að­­­­ar­bresti gagn­vart stjórn­­­­­­­ar­­­­mönnum félags­­­­ins hjá sjóðnum vegna sam­­­­þykktar stjórnar hans um hækkun breyt­i­­­­legra vaxta verð­­­­tryggðra sjóð­­­­fé­laga­lána sem stjórnin sagði að gengu í ber­högg við hina miklu áherslu sem lögð var á vaxta­­­­lækk­­­­­­­anir í nýgerðum kjara­­­­samn­ing­i.

Í kjöl­farið var síðan sam­þykkt, á fundi full­­­­trú­a­ráðs VR í Líf­eyr­is­­­­sjóði verzl­un­­­­ar­­­­manna þann 20. júní síð­­ast­lið­inn, að aft­­­­ur­­­­kalla umboð stjórn­­­­­­­ar­­­­manna VR í stjórn Líf­eyr­is­­­­sjóðs verzl­un­­­­ar­­­­manna og var að auki sam­­­­þykkt til­­­­laga um nýja stjórn­­­­­­­ar­­­­menn til bráða­birgða.

Stjórn Líf­eyr­is­­­sjóðs verzl­un­­­ar­­­manna hefur sagt ákvörð­unin um að breyt­a breyt­i­­­legum vöxtum verð­­tryggða lána sjóðs­ins hafa verið vegna þess að vext­irnir hefðu verið „orðnir óeðli­­­leg­ir“. 

Frá því að til­kynnt var um ákvörðun LIVE hefur Almenni líf­eyr­is­sjóð­ur­inn lækkað sína breyti­legu vexti á verð­tryggðum lánum niður í 1,84 pró­sent. Þá býður Birta líf­eyrri­sjóður upp á 1,97 pró­sent verð­tryggða breyti­lega vexti, Stapi 2,08 pró­sent og Frjálsi 2,15 pró­sent.

Birta líf­eyr­is­sjóður lækk­aði vexti í byrjun júlí

Birta líf­eyr­is­­sjóður ákvað að lækka bæði breyti­lega óverð­­tryggða og verð­­tryggða vexti sjóð­­fé­laga­lána þann 1. júlí síð­ast­lið­inn. Óverð­­tryggðir vextir lækk­uðu úr 5,1 pró­­sent í 4,85 pró­­sent en verð­­tryggðir breyt­i­­legir vextir lækk­uðu úr 2,31 pró­­sent í 1,97 pró­­sent. Birta er fjórði stærsti líf­eyr­is­­sjóð­­ur­inn á Ísland­i ef miðað er við hreina eign til greiðslu líf­eyr­­is.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent