Hægrisinnaðir franskir þingmenn vilja ekki fá Gretu Thunberg í heimsókn í þingið. Þeir kalla hana „heimsendis gúrú“ og að hún sé „barnalega andstaða við framfarir.“ Þetta kemur fram í frétt Le Monde. Hin sextán ára Greta hefur farið sem stormsveipur um heiminn og meðal annars verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels.
162 franskir mhverfisverndunarsinnaðir þingmenn buðu Gretu að tala á þinginu. Ýmsir hægrisinnaðir þingmenn vilja að hún verði sniðgengin með öllu og segjast ekki munu mæta. Til að mynda skrifaði Julien Aubert, þingmaður lýðveldissinna, í færslu á Twitter að hann virði hugsanafrelsi. „Ekki reikna með því að ég fagni spákonu í stuttum hnébuxum. Hræðsluverðlaun Nóbels,“ bætti hann þó við og vísaði þar til þess að hún hefði verið tilnefnd til friðarverðlaunanna.
Helsta ógn olíufyrirtækja
Greta Thunberg og umhverfisaktívistar eru helsta ógn Samtaka olíu-útflutningsfyrirtækja (OPEC) að mati Mohammed Barkindo, aðalframkvæmdastjóra samtakanna. Greta hefur sagt þetta vera stærsta hrós sem hún hafi hlotið, að því er kemur fram í frétt The Guardian.
Íslensk börn hafa á föstudögum í vetur skrópað í skólann og mætt á Austurvöll til að krefja íslensk stjórnvöld um aðgerðir í loftslagsmálum. Þau krefjast þess að Ísland taki af skarið, hlusti á vísindamenn, lýsi yfir neyðarástandi og láti hið minnsta 2,5 prósent af þjóðarframleiðslu renna beint til loftslagsaðgerða. Þar verði atvinnulífið einnig að axla ábyrgð og til þess verði ákveðin viðhorfsbreyting að eiga sér stað.
.@GretaThunberg a été invitée à l’Assemblée nationale pour la séance. Je respecte la liberté de penser... mais ne comptez pas sur moi pour applaudir une prophétesse en culottes courtes, « Prix Nobel de la peur ». La planète, oui. Le greenbusiness, non. https://t.co/Fgey6TJ4Bi
— Julien Aubert (@JulienAubert84) July 21, 2019
🌍J'appelle mes collègues députés à boycotter @GretaThunberg à l'Assemblée nationale. Pour lutter intelligemment contre le réchauffement climatique, nous n'avons pas besoin de gourous apocalyptiques, mais de progrès scientifique & de courage politique.https://t.co/Qs4Lna2dXE
— 🇫🇷 Guillaume Larrivé (@GLarrive) July 20, 2019