Ómönnuð indversk geimflaug, sem kallast Chandrayaan2, er nú á leið til tunglsins, viku seinna en áætlað var. Seinkunin var vegna tæknilegra örðugleika en Indverska geimrannsóknarmiðstöðin segir að allt sé nú í standi fyrir ferðalagið. Þetta kemur fram í frétt Guardian.
Flauginni er ætlað að lenda á suðurpól tunglsins til rannsóknar. Indversk yfirvöld eru áfjáð að sýna fram á tæknilega hæfni Indlands, en landið er nú fimmta stærsta hagkerfi heims með 1,3 milljarð íbúa.
Auglýsing
Allt það nýjasta í hátækni í geimfarinu
Hið fjögurra tonna geimfar hefur upp á alla nýjustu tækni að bjóða, til að mynda lendingarbúnað, könnunarfar fyrir tunglið, auk rannsóknartækis sem mun fara um sporbraut tunglsins. Könnunarfarið mun eyða tveimur vikum á yfirborði tunglsins og safna sýnum, ásamt því að leita að vatni.
Áður hafa Bandaríkin, Rússland og Kína lent flaug á tunglinu. Indland hyggst jafnframt senda þrjá geimfara út í geim árið 2022.